Stríðið í Írak var herfileg mistök 19. mars 2006 19:07 "9. apríl. Frelsisdagurinn! Hvílkt dásemdar tækifæri - sem mun lifa í manna minnum eins og fall Bastillunnar, V-dagurinn eða fall Berlínarmúrsins." Rod Liddle hefur þessi orð eftir ný-íhaldsmanninum William Shawcross í grein í Spectator. Það eru liðin þrjú ár frá innrásinni í Írak - hún gekk ótrúlega vel, tók aðeins um tuttugu daga. Slíkir eru hernaðaryfirburðir Bandaríkjanna - þannig virkar hið fjarstýrða stríð. En síðan hafa verið tóm vandræði. Allawi, sem um tíma gegndi embætti forsætisráðherra, segir að í raun sé borgarastríð í landinu. Dick Cheney mótmælir því - en hver tekur svosem mark á honum lengur? Það er full ástæða til að setja stríðsreksturinn, ástæður hans og árangur, undir mæliker. Í stuttu máli lítur þetta svona út: --- --- --- Einn tilgangurinn var að steypa Saddam Hussein af stóli. Það tókst auðveldlega. Þetta er notað gegn andstæðingum stríðisins - vildirðu hafa Saddam áfram? En Saddam síðustu árin var nokkuð meinlaus, enda var hann undir ströngu eftirliti. Veldi hans var ekki svipur hjá sjón. Líklega voru Írakar betur settir á síðari hluta valdatíma Saddams en eftir innrásina. Gjöreyðingarvopn fundust ekki. Voru þó stríðsástæða númer eitt. Blekkingarvefurinn kringum gjöreyðingarvopnin hefur gjaldfellt Bush og Blair svo að orðstír þeirra nær sér aldri. Það er aumkunarvert að heyra Blair segja að hann hefði gert þetta allt á nýjan leik - á sama tíma og fylgið hrynur af honum. Von neocona var að sá fræjum lýðræðis í heimshlutanum. En lýðræðið virkar skringilega. Írakar og fleiri þjóðir á svæðinu hafa notað það til að kjósa yfir sig öfl sem eru ekki sérlega hænd að lýðræðislegum stjórnarháttum, mannréttindum eða frelsi. Það er þversögn að í lýðræðislegum kosningum í Miðausturlöndum hættir íbúunum til að kjósa yfir sig þá sem eru á móti lýðræði. Þannig er langt í að þarna verði lýðræðisbylting að vestrænum hætti, með blómum og tilheyrandi eins og ný-íhaldsmenninrnir þóttust vissir um. Koma á stöðugleika - einhvers konar pax americana. En óstöðugleikinn hefur þvert á móti vaxið. Nú falla að meðaltali 40-50 manns á dag í Írak. Olíuútflutningurinn minnkar vegna stöðugra árása á olíumannvirki. Olían nægir ekki til að greiða fyrir enduruppbyggingu landsins. Íranir færa sig upp á skaftið og eru orðnir áhrifamesta ríkið á svæðinu - það var örugglega ekki tilgangurinn með stríðinu. Annað yfirvarp voru tengsl Saddams Hussein og Al Queida. Fyrir þeim virðist varla hafa verið flugufótur. Hins vegar er Írak eins og segull á hryðjuverkaöfl. Þótt Íraksstriðið sé ekki endilega ástæða hryðjuverka, er það hentug átylla fyrir þeim - það virkar vel að nota stríðið fegra málstað hryðjuverkamanna. --- --- --- Þannig stendur varla steinn yfir steini. Það er óhætt að fullyrða að stríðið hafi verið skelfileg mistök. Bjartsýnin var í hámarki, rausæið í lágmarki, þekkingin lítil, líkt og sést á ofangreindum orðum Shawcross sem hann skrifaði daginn sem styttu af Saddam var velt af stalli. Á myndum sést reyndar að ekki nema svona tvö hundruð manns tóku þátt í að fella styttuna - að bandarískum hermönnum meðtöldum. Þetta var ekki fjöldafundur. Stóra spurningin er hins vegar hvort hernámsliðið eigi að hverfa á braut - hvort það bæti ástandið eða geri það þvert á móti verra. Donald Rumsfeld líkir brottför hersins við að gefa nasistum aftur Þýskaland eftirstríðsáranna. En bandarískir borgarar sjá hvernig kostnaðurinn í mannslífum og peningum vex stöðugt - og þeir eru hættir að treysta forseta sínum. Vegna Íraksstríðsins er heimsveldið sem lamað. Bush hefur kastað arfleifð sinni á sorphaug. Á sama tíma vex ógnin frá Íran. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
"9. apríl. Frelsisdagurinn! Hvílkt dásemdar tækifæri - sem mun lifa í manna minnum eins og fall Bastillunnar, V-dagurinn eða fall Berlínarmúrsins." Rod Liddle hefur þessi orð eftir ný-íhaldsmanninum William Shawcross í grein í Spectator. Það eru liðin þrjú ár frá innrásinni í Írak - hún gekk ótrúlega vel, tók aðeins um tuttugu daga. Slíkir eru hernaðaryfirburðir Bandaríkjanna - þannig virkar hið fjarstýrða stríð. En síðan hafa verið tóm vandræði. Allawi, sem um tíma gegndi embætti forsætisráðherra, segir að í raun sé borgarastríð í landinu. Dick Cheney mótmælir því - en hver tekur svosem mark á honum lengur? Það er full ástæða til að setja stríðsreksturinn, ástæður hans og árangur, undir mæliker. Í stuttu máli lítur þetta svona út: --- --- --- Einn tilgangurinn var að steypa Saddam Hussein af stóli. Það tókst auðveldlega. Þetta er notað gegn andstæðingum stríðisins - vildirðu hafa Saddam áfram? En Saddam síðustu árin var nokkuð meinlaus, enda var hann undir ströngu eftirliti. Veldi hans var ekki svipur hjá sjón. Líklega voru Írakar betur settir á síðari hluta valdatíma Saddams en eftir innrásina. Gjöreyðingarvopn fundust ekki. Voru þó stríðsástæða númer eitt. Blekkingarvefurinn kringum gjöreyðingarvopnin hefur gjaldfellt Bush og Blair svo að orðstír þeirra nær sér aldri. Það er aumkunarvert að heyra Blair segja að hann hefði gert þetta allt á nýjan leik - á sama tíma og fylgið hrynur af honum. Von neocona var að sá fræjum lýðræðis í heimshlutanum. En lýðræðið virkar skringilega. Írakar og fleiri þjóðir á svæðinu hafa notað það til að kjósa yfir sig öfl sem eru ekki sérlega hænd að lýðræðislegum stjórnarháttum, mannréttindum eða frelsi. Það er þversögn að í lýðræðislegum kosningum í Miðausturlöndum hættir íbúunum til að kjósa yfir sig þá sem eru á móti lýðræði. Þannig er langt í að þarna verði lýðræðisbylting að vestrænum hætti, með blómum og tilheyrandi eins og ný-íhaldsmenninrnir þóttust vissir um. Koma á stöðugleika - einhvers konar pax americana. En óstöðugleikinn hefur þvert á móti vaxið. Nú falla að meðaltali 40-50 manns á dag í Írak. Olíuútflutningurinn minnkar vegna stöðugra árása á olíumannvirki. Olían nægir ekki til að greiða fyrir enduruppbyggingu landsins. Íranir færa sig upp á skaftið og eru orðnir áhrifamesta ríkið á svæðinu - það var örugglega ekki tilgangurinn með stríðinu. Annað yfirvarp voru tengsl Saddams Hussein og Al Queida. Fyrir þeim virðist varla hafa verið flugufótur. Hins vegar er Írak eins og segull á hryðjuverkaöfl. Þótt Íraksstriðið sé ekki endilega ástæða hryðjuverka, er það hentug átylla fyrir þeim - það virkar vel að nota stríðið fegra málstað hryðjuverkamanna. --- --- --- Þannig stendur varla steinn yfir steini. Það er óhætt að fullyrða að stríðið hafi verið skelfileg mistök. Bjartsýnin var í hámarki, rausæið í lágmarki, þekkingin lítil, líkt og sést á ofangreindum orðum Shawcross sem hann skrifaði daginn sem styttu af Saddam var velt af stalli. Á myndum sést reyndar að ekki nema svona tvö hundruð manns tóku þátt í að fella styttuna - að bandarískum hermönnum meðtöldum. Þetta var ekki fjöldafundur. Stóra spurningin er hins vegar hvort hernámsliðið eigi að hverfa á braut - hvort það bæti ástandið eða geri það þvert á móti verra. Donald Rumsfeld líkir brottför hersins við að gefa nasistum aftur Þýskaland eftirstríðsáranna. En bandarískir borgarar sjá hvernig kostnaðurinn í mannslífum og peningum vex stöðugt - og þeir eru hættir að treysta forseta sínum. Vegna Íraksstríðsins er heimsveldið sem lamað. Bush hefur kastað arfleifð sinni á sorphaug. Á sama tíma vex ógnin frá Íran.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun