Sport

Grönholm með forystu í Svíþjóð

 

Finnski ökuþórinn, Markus Grönholm, hafði nauma forystu eftir keppni gærdagsins í sænska rallinu. Norðmaðurinn Petter Solberg sem sigraði í þessu ralli fyrir tveimur árum er aðeins í 18. sæti. Sænska rallið er eina vetrarrallið og norrænir ökumenn hafa þar oft haft betur í baráttu við þá sem eru sérfræðingar á malbikuðum vegum.

Austurríkismaðurinn, Andreas Aigner, var heppinn að keyra ekki á áhorfendur þegar hann misreiknaði sig í beygju á 3. sérleið á Skódabíl sínum. Ástralinn Chris Atkinson, sem varð sjötti í Monte Carlo-rallinu, keyrði útaf á þessu sama horni á 3. sérleiðinni.

Þeir Markus Grönholm og franski heimsmeistarinn Sebastian Loeb, tóku snemma forystu í rallinu. Grönholm, sem núna ekur Ford-bíl, sigraði í 1. umferð heimsmeistaramótsins í Monte Carlo, vann tvær fyrstu sérleiðirnar. Gronholm varð heimsmeistari 2000 og 2004 hefur þrisvar sigrað í sænska rallinu. Ítalinn, Gianluigi Galli á Mitshubishi vann þriðju sérleiðina.

Norðmaðurinn Petter Solberg lenti í miklum vandræðum. Drifskaftið í Subaru-bíl hans bilaði og hann tapaði nokkrum mínútum auk þess sem hann fékk rúmlega tveggja mínútna refsingu fyrir að mæta of seint á næstu sérleið. Solberg var í 18. sæti eftir keppnina í gærkvöldi, tæpum 6 mínútum á eftir Markus Grönholm. Finninn Grönholm heldur upp á 38 ára afmæli sitt á morgun, og ef til vill enn einn sigurinn í rallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×