Leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins 9. október 2006 06:00 Áratugum saman neituðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins að ríkið njósnaði um róttækt fólk á vinstri vængnum. Grein Þórs Whitehead í Þjóðmálum sannar að neitanir Sjálfstæðisflokksins voru gegn betri vitund. Sú „strangleynilega öryggisþjónusta" sem hann dregur upp á yfirborðið var auðvitað ekkert annað en leyniþjónusta. Hún var undir stjórn innmúraðra Sjálfstæðismanna, fjármögnuð án lagaheimilda, studdist við upplýsingar sem flokksskrifstofa Sjálfstæðisflokksins aflaði, átti samstarf við erlenda njósnara, kom upplýsingum í hendur erlends stórveldis - og braut að mínu viti grundvallarákvæði stjórnarskrárinnar um skoðanafrelsi.Náin tengsl flokks og leyniþjónustaGrein Þórs varpar skýru ljósi á ótrúlega náin tengsl Sjálfstæðisflokksins og íslensku leyniþjónustunnar. Þór upplýsir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stundað sjálfstæða upplýsingaöflun, m.a. með flugumönnum innan Sósíalistaflokksins.Eitt af verkefnum leyniþjónustunnar var að koma í veg fyrir að menn með óæskilegar skoðanir fengju vinnu hjá bandaríska hernum. Þór segir að ráðherrar hafi fyrirskipað flokksskrifstofunni að afhenda leyniþjónustunni upplýsingar um pólitískar skoðanir manna.Hann telur að flokksskrifstofa Framsóknar og „trúnaðarmenn úr Alþýðuflokknum" hafi einnig komið að þessu verki, „en ætla verður að merktar kjörskrár Sjálfstæðisflokksins hafi komið að mestum notum við þetta eftirlit." Miklu alvarlegra er þó, að Þór staðhæfir, að ráðherrar hafi skipað flokkskrifstofum að hafa í þessu skyni beint samstarf við bandarísku leyniþjónustuna með því að láta henni í té upplýsingar milliliðalaust.Brot gegn stjórnarskrá - skoðanafrelsiMálsbætur þeirra, sem stóðu að stofnun hinnar „strangleynilegu öryggisþjónustu" eru auðvitað til. Harkan milli andstæðra stjórnmálaskoðana var miklu meiri en á okkar dögum.Upphafsmenn hennar trúðu því um hríð að lífi og limum forystumanna á hægri vængnum væri ógnað. Það breytir ekki hinu, að það er hættulegt lýðræðinu og að mínu viti án lagalegrar eða siðferðilegrar varnar þegar stjórnmálaflokkar, eða lögregla, afhenda erlendum leyniþjónustum upplýsingar um pólitískar skoðanir Íslendinga. Stjórnarskráin veitir öllum mönnum frelsi til að hafa skoðanir.Upplýsingarnar sem hin „strangleynilega öryggisþjónusta" aflaði voru notaðar m. a. til að koma í veg fyrir að menn fengju vinnu hjá hernum eða ákveðin störf hjá hinu opinbera, en líka til að koma þeim úr starfi. Um það tilgreinir Þór Whitehead dæmi. Um leið er brotinn rétturinn til að hafa skoðanir. Í þessu felst sönnun þess að starfsemi leyniþjónustunnar braut gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um skoðanafrelsi Íslendinga.Starfar leyniþjónustan enn?Þór leiðir hvergi getum að því hvenær, eða hvort, leyniþjónustan hafi hætt störfum. Hann segir þó að eftirlitsbúnaður hafi haldið „áfram að berast frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins". Hann lætur skína í að eftir kalda stríðið hafi íslenska leyniþjónustan gert rannsókn á því með tilstyrk þýskra kollega hvort Íslendingar sem námu austantjalds, hafi gerst njósnarar. Svo reyndist ekki vera.Heimild Þórs er m.a. Róbert Trausti Árnason, sem við lok kalda stríðsins var skrifstofustjóri varnarmáladeildar. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra til 1995 vissi á þeim tíma hvorki af rannsókninni né leyniþjónustunni. Fróðlegt væri að vita hvort þáverandi forsætisráðherra eða dómsmálaráðherra, sem nú er ritstjóri Fréttablaðsins, vissu af henni en rannsóknin hlýtur m.a. að hafa beinst að fyrrverandi ráðherrum. Hvaða stjórnvald fyrirskipaði þá rannsókn? Þetta sannar að leyniþjónustan er í fullu fjöri við eftirlit með pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins þegar kalda stríðinu lýkur með falli Sovétríkjanna 1991.Steingrímur Hermannsson hefur sagt að hann hafi sem ráðherra aldrei vitað af neinni leyniþjónustustarfsemi. Af því tilefni fullyrti Björn Bjarnason á heimasíðu sinni að á tíma Steingríms hafi farið með þessi mál með sama hætti og í tíð Geirs Hallgrímssonar, og vísaði um það til starfa síns sem skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.Björn Bjarnason er því eini stjórnmálamaðurinn sem situr á Alþingi sem virðist um langt skeið hafa þekkt til hinnar „strangleynilegu öryggisþjónustu". Björn Bjarnason hlýtur því að upplýsa Alþingi hvernig starfsemi þessarar leynilegu, og líklega löglausu, starfsemi hefur verið háttað frá því kalda stríðinu lauk. Er hún ennþá starfandi, hvaða aðferðum beitir hún - og í krafti hvaða heimilda? Og hvers vegna þegja fjölmiðlarnir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Áratugum saman neituðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins að ríkið njósnaði um róttækt fólk á vinstri vængnum. Grein Þórs Whitehead í Þjóðmálum sannar að neitanir Sjálfstæðisflokksins voru gegn betri vitund. Sú „strangleynilega öryggisþjónusta" sem hann dregur upp á yfirborðið var auðvitað ekkert annað en leyniþjónusta. Hún var undir stjórn innmúraðra Sjálfstæðismanna, fjármögnuð án lagaheimilda, studdist við upplýsingar sem flokksskrifstofa Sjálfstæðisflokksins aflaði, átti samstarf við erlenda njósnara, kom upplýsingum í hendur erlends stórveldis - og braut að mínu viti grundvallarákvæði stjórnarskrárinnar um skoðanafrelsi.Náin tengsl flokks og leyniþjónustaGrein Þórs varpar skýru ljósi á ótrúlega náin tengsl Sjálfstæðisflokksins og íslensku leyniþjónustunnar. Þór upplýsir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stundað sjálfstæða upplýsingaöflun, m.a. með flugumönnum innan Sósíalistaflokksins.Eitt af verkefnum leyniþjónustunnar var að koma í veg fyrir að menn með óæskilegar skoðanir fengju vinnu hjá bandaríska hernum. Þór segir að ráðherrar hafi fyrirskipað flokksskrifstofunni að afhenda leyniþjónustunni upplýsingar um pólitískar skoðanir manna.Hann telur að flokksskrifstofa Framsóknar og „trúnaðarmenn úr Alþýðuflokknum" hafi einnig komið að þessu verki, „en ætla verður að merktar kjörskrár Sjálfstæðisflokksins hafi komið að mestum notum við þetta eftirlit." Miklu alvarlegra er þó, að Þór staðhæfir, að ráðherrar hafi skipað flokkskrifstofum að hafa í þessu skyni beint samstarf við bandarísku leyniþjónustuna með því að láta henni í té upplýsingar milliliðalaust.Brot gegn stjórnarskrá - skoðanafrelsiMálsbætur þeirra, sem stóðu að stofnun hinnar „strangleynilegu öryggisþjónustu" eru auðvitað til. Harkan milli andstæðra stjórnmálaskoðana var miklu meiri en á okkar dögum.Upphafsmenn hennar trúðu því um hríð að lífi og limum forystumanna á hægri vængnum væri ógnað. Það breytir ekki hinu, að það er hættulegt lýðræðinu og að mínu viti án lagalegrar eða siðferðilegrar varnar þegar stjórnmálaflokkar, eða lögregla, afhenda erlendum leyniþjónustum upplýsingar um pólitískar skoðanir Íslendinga. Stjórnarskráin veitir öllum mönnum frelsi til að hafa skoðanir.Upplýsingarnar sem hin „strangleynilega öryggisþjónusta" aflaði voru notaðar m. a. til að koma í veg fyrir að menn fengju vinnu hjá hernum eða ákveðin störf hjá hinu opinbera, en líka til að koma þeim úr starfi. Um það tilgreinir Þór Whitehead dæmi. Um leið er brotinn rétturinn til að hafa skoðanir. Í þessu felst sönnun þess að starfsemi leyniþjónustunnar braut gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um skoðanafrelsi Íslendinga.Starfar leyniþjónustan enn?Þór leiðir hvergi getum að því hvenær, eða hvort, leyniþjónustan hafi hætt störfum. Hann segir þó að eftirlitsbúnaður hafi haldið „áfram að berast frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins". Hann lætur skína í að eftir kalda stríðið hafi íslenska leyniþjónustan gert rannsókn á því með tilstyrk þýskra kollega hvort Íslendingar sem námu austantjalds, hafi gerst njósnarar. Svo reyndist ekki vera.Heimild Þórs er m.a. Róbert Trausti Árnason, sem við lok kalda stríðsins var skrifstofustjóri varnarmáladeildar. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra til 1995 vissi á þeim tíma hvorki af rannsókninni né leyniþjónustunni. Fróðlegt væri að vita hvort þáverandi forsætisráðherra eða dómsmálaráðherra, sem nú er ritstjóri Fréttablaðsins, vissu af henni en rannsóknin hlýtur m.a. að hafa beinst að fyrrverandi ráðherrum. Hvaða stjórnvald fyrirskipaði þá rannsókn? Þetta sannar að leyniþjónustan er í fullu fjöri við eftirlit með pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins þegar kalda stríðinu lýkur með falli Sovétríkjanna 1991.Steingrímur Hermannsson hefur sagt að hann hafi sem ráðherra aldrei vitað af neinni leyniþjónustustarfsemi. Af því tilefni fullyrti Björn Bjarnason á heimasíðu sinni að á tíma Steingríms hafi farið með þessi mál með sama hætti og í tíð Geirs Hallgrímssonar, og vísaði um það til starfa síns sem skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.Björn Bjarnason er því eini stjórnmálamaðurinn sem situr á Alþingi sem virðist um langt skeið hafa þekkt til hinnar „strangleynilegu öryggisþjónustu". Björn Bjarnason hlýtur því að upplýsa Alþingi hvernig starfsemi þessarar leynilegu, og líklega löglausu, starfsemi hefur verið háttað frá því kalda stríðinu lauk. Er hún ennþá starfandi, hvaða aðferðum beitir hún - og í krafti hvaða heimilda? Og hvers vegna þegja fjölmiðlarnir?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun