Haust fyrir fimmtíu árum 13. september 2006 00:01 Vilji menn sjá hvernig einstakir atburðir geta breytt heiminum ættu þeir að horfa fimmtíu ár, frekar en fimm ár aftur í tímann. Hryðjuverkaárásin á New York hefur haft mikil áhrif en fullyrðingar um að hún hafi gjörbreytt heiminum eru hins vegar augljóslega rangar. Framleiðslukerfi heimsins og alþjóðleg kerfi í viðskiptum, fjármálum og jafnvel stjórnmálum eru óbreytt. Kína heldur áfram að þróast í efnahagslegt og pólitísk stórveldi og sömuleiðis Indland. Fátt breyttist í málefnum Afríku og ekkert í Suður Ameríku. Málefni Miðausturlanda eru í sama hnút og áður. Olían frá Persaflóa skiptir enn öllu máli. Enn deyja tugir þúsunda barna á dag úr fátækt. Heimurinn stefnir á óbreyttum hraða inn í mestu umhverfisslys sögunnar. Atburðir fyrir réttum fimmtíu árum síðan höfðu mun djúpstæðari áhrif. Sumarið 1956 þjóðnýtti egypska stjórnin Suezskurðinn. Bretar höfðu lengi stjórnað Egyptalandi með beinum eða óbeinum hætti þegar ungir herforingjar undir forustu Nassers bundu enda á gerspillta konungsstjórn landsins og ráku breskan her úr landi. Breska stjórnin sagði skurðinn vera lífæð breska heimsveldisins sem þá var þó nánast hrunið og gerði opinbert bandalag við Frakkland og leynilegt bandalag við Ísrael um innrás í Egyptaland. Skurðurinn skipti máli en eins og svo oft í alþjóðamálum skipti fordæmið enn meira máli. Frakkar stóðu í nýlendustríðum í Norður-Afríku. Bretar óttuðust um áhrif sín í Miðausturlöndum og töldu sig ekki geta liðið uppsteyt af þessu tagi. Bandaríkin lögðust hins vegar gegn innrásinn. Stjórn Eisenhowers vissi að íbúar Miðausturlanda og Asíu myndu fordæma innrásina sem greinilega snerist ekki um annað en þrönga hagsmunagæslu evrópskra stórvelda. Breska stjórnin neitaði að hlusta á ráð Bandaríkjamanna. Á endanum var ekki nóg að endurheimta Suezskurð fyrir breska heimsveldið, heldur vildu Bretar líka skipta um stjórn í Egyptalandi og sögðu Nasser hættulegan friði í heiminum. Innrásin gekk vel enda höfðu Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn í sameiningu mikla yfirburði á hernaðarsviðinu. Tilliástæðan fyrir innrás vestrænu stórveldanna var að þau þyrftu að stilla til friðar eftir að Ísraelsmenn höfðu gert innrás í Egyptaland. Þetta er ekki eldri saga en svo að stjórnandi fallhlífasveitanna sem réðust innfyrir egypsku landamærin var Ariel Sharon. Nasser gat ekki stöðvað innrásarliðið en það gátu Bandaríkjamenn og þeir gerðu það með því að setja bretum úrslitakosti. Sumir segja að breska heimsveldið hafi endanlega hrunið þessa haustdaga fyrir fimmtíu árum þegar í ljós kom að eitt orð frá forseta Bandaríkjanna dugði til að breskur her var dreginn í burtu frá líflínu heimsveldisins. Breskum her yrði ekki framar beitt til að ná markmiðum landsins í heimsmálum nema með samþykki Bandaríkjanna. Síðan hafa Bretar verið í því hlutverki í heiminum sem þeir hafa leikið síðustu árin undir forustu Tony Blair. Eftir innrásin í Írak, stuðning Bandaríkjanna við öfgaöfl í Ísrael og atburði sumarsins í Líbanon er breska þjóðin hins vegar orðin þreytt á þessu hlutverki. Frakkar lærðu allt aðra lexíu af Suez en Bretar. Þeim varð ljóst að Evrópuríki gætu ekki framar leikið stórt hlutverk í heimsmálum nema þau stæðu saman. Þetta gerðu Þjóðverjar sé einnig ljóst. Suezstríðið varð til að ýta mjög undir tilraunir manna til stóraukinnar samvinnu ríkja á meginlandi Evrópu. Sem betur fer þróaðist stefna Evrópuríkja í alþjóðamálum í allt aðrar áttir en hún stefndi í fyrir fimmtíu árum. Stefna Bandaríkjanna breyttist hins vegar líka og fór með tímanum að líkjast í mörgum greinum þeirri stefnu sem evrópsku nýlenduveldin höfðu fylgt í heimsmálum. Nú fimmtíu árum síðar stendur breska stjórnin enn með Bandaríkjunum í öllum málum en önnur leiðandi ríki í Evrópu reyna enn að ná saman um öðru vísi stefnu í vaxandi fjölda alþjóðlegra málefna, allt frá umhverfisvernd til mannréttinda, stríðsglæpa og málefna einstakra heimshluta. Þetta haust fyrir fimmtíu árum réðist sovéskur her inn í Ungverjaland. Innrásin var auðvelduð með Suezstríðinu því leiðandi ríki Evrópu gátu ekki fordæmt innrásina Sovétmanna af siðferðilegum styrk. Þetta haust fæddist arabísk þjóðernisstefna sem nú er að víkja fyrir pólitískum hreyfingum á grunni islamskrar trúar vegna árangursleysis í Palestínumálinu og mörgum öðrum málum. Þetta haust varð Palestínumálið að alþjóðlegu deiluefni og Bandaríkin urðu ráðandi stórveldi í Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Vilji menn sjá hvernig einstakir atburðir geta breytt heiminum ættu þeir að horfa fimmtíu ár, frekar en fimm ár aftur í tímann. Hryðjuverkaárásin á New York hefur haft mikil áhrif en fullyrðingar um að hún hafi gjörbreytt heiminum eru hins vegar augljóslega rangar. Framleiðslukerfi heimsins og alþjóðleg kerfi í viðskiptum, fjármálum og jafnvel stjórnmálum eru óbreytt. Kína heldur áfram að þróast í efnahagslegt og pólitísk stórveldi og sömuleiðis Indland. Fátt breyttist í málefnum Afríku og ekkert í Suður Ameríku. Málefni Miðausturlanda eru í sama hnút og áður. Olían frá Persaflóa skiptir enn öllu máli. Enn deyja tugir þúsunda barna á dag úr fátækt. Heimurinn stefnir á óbreyttum hraða inn í mestu umhverfisslys sögunnar. Atburðir fyrir réttum fimmtíu árum síðan höfðu mun djúpstæðari áhrif. Sumarið 1956 þjóðnýtti egypska stjórnin Suezskurðinn. Bretar höfðu lengi stjórnað Egyptalandi með beinum eða óbeinum hætti þegar ungir herforingjar undir forustu Nassers bundu enda á gerspillta konungsstjórn landsins og ráku breskan her úr landi. Breska stjórnin sagði skurðinn vera lífæð breska heimsveldisins sem þá var þó nánast hrunið og gerði opinbert bandalag við Frakkland og leynilegt bandalag við Ísrael um innrás í Egyptaland. Skurðurinn skipti máli en eins og svo oft í alþjóðamálum skipti fordæmið enn meira máli. Frakkar stóðu í nýlendustríðum í Norður-Afríku. Bretar óttuðust um áhrif sín í Miðausturlöndum og töldu sig ekki geta liðið uppsteyt af þessu tagi. Bandaríkin lögðust hins vegar gegn innrásinn. Stjórn Eisenhowers vissi að íbúar Miðausturlanda og Asíu myndu fordæma innrásina sem greinilega snerist ekki um annað en þrönga hagsmunagæslu evrópskra stórvelda. Breska stjórnin neitaði að hlusta á ráð Bandaríkjamanna. Á endanum var ekki nóg að endurheimta Suezskurð fyrir breska heimsveldið, heldur vildu Bretar líka skipta um stjórn í Egyptalandi og sögðu Nasser hættulegan friði í heiminum. Innrásin gekk vel enda höfðu Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn í sameiningu mikla yfirburði á hernaðarsviðinu. Tilliástæðan fyrir innrás vestrænu stórveldanna var að þau þyrftu að stilla til friðar eftir að Ísraelsmenn höfðu gert innrás í Egyptaland. Þetta er ekki eldri saga en svo að stjórnandi fallhlífasveitanna sem réðust innfyrir egypsku landamærin var Ariel Sharon. Nasser gat ekki stöðvað innrásarliðið en það gátu Bandaríkjamenn og þeir gerðu það með því að setja bretum úrslitakosti. Sumir segja að breska heimsveldið hafi endanlega hrunið þessa haustdaga fyrir fimmtíu árum þegar í ljós kom að eitt orð frá forseta Bandaríkjanna dugði til að breskur her var dreginn í burtu frá líflínu heimsveldisins. Breskum her yrði ekki framar beitt til að ná markmiðum landsins í heimsmálum nema með samþykki Bandaríkjanna. Síðan hafa Bretar verið í því hlutverki í heiminum sem þeir hafa leikið síðustu árin undir forustu Tony Blair. Eftir innrásin í Írak, stuðning Bandaríkjanna við öfgaöfl í Ísrael og atburði sumarsins í Líbanon er breska þjóðin hins vegar orðin þreytt á þessu hlutverki. Frakkar lærðu allt aðra lexíu af Suez en Bretar. Þeim varð ljóst að Evrópuríki gætu ekki framar leikið stórt hlutverk í heimsmálum nema þau stæðu saman. Þetta gerðu Þjóðverjar sé einnig ljóst. Suezstríðið varð til að ýta mjög undir tilraunir manna til stóraukinnar samvinnu ríkja á meginlandi Evrópu. Sem betur fer þróaðist stefna Evrópuríkja í alþjóðamálum í allt aðrar áttir en hún stefndi í fyrir fimmtíu árum. Stefna Bandaríkjanna breyttist hins vegar líka og fór með tímanum að líkjast í mörgum greinum þeirri stefnu sem evrópsku nýlenduveldin höfðu fylgt í heimsmálum. Nú fimmtíu árum síðar stendur breska stjórnin enn með Bandaríkjunum í öllum málum en önnur leiðandi ríki í Evrópu reyna enn að ná saman um öðru vísi stefnu í vaxandi fjölda alþjóðlegra málefna, allt frá umhverfisvernd til mannréttinda, stríðsglæpa og málefna einstakra heimshluta. Þetta haust fyrir fimmtíu árum réðist sovéskur her inn í Ungverjaland. Innrásin var auðvelduð með Suezstríðinu því leiðandi ríki Evrópu gátu ekki fordæmt innrásina Sovétmanna af siðferðilegum styrk. Þetta haust fæddist arabísk þjóðernisstefna sem nú er að víkja fyrir pólitískum hreyfingum á grunni islamskrar trúar vegna árangursleysis í Palestínumálinu og mörgum öðrum málum. Þetta haust varð Palestínumálið að alþjóðlegu deiluefni og Bandaríkin urðu ráðandi stórveldi í Miðausturlöndum.