Viðskipti innlent

Aldrei minni afli

Loðnuafli var minni á síðasta fiskveiðiári en árið á undan. Lítill loðnuafli vekur áhyggjur enda skiptir loðnan máli fyrir vöxt og viðgang þorsks og fleiri nytjastofna í sjónum.
Loðnuafli var minni á síðasta fiskveiðiári en árið á undan. Lítill loðnuafli vekur áhyggjur enda skiptir loðnan máli fyrir vöxt og viðgang þorsks og fleiri nytjastofna í sjónum. Markaðurinn/Hari

Heildarafli fyrir fiskveiðiárið 2005/2006 nam tæpum 1,3 milljónum tonna. Þetta er 475 tonnum minna en á fyrra fiskveiðiári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Meðalafli síðastliðinn 14 ára nemur hins vegar rúmum 1,8 milljónum tonna og hefur aflinn því aldrei verið minni.

Að sögn Fiskifrétta ræðst minni afli helst af minni loðnuafla nú en áður.

Veki lítill loðnuafli meiri áhyggjur en aflabrestur fyrr á árum þar sem óvíst sé um ástæður samdráttarins enda skipti loðna verulegu máli fyrir vöxt og viðgang þorsks og fleiri nytjastofna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×