Ástæðulaus ótti 23. nóvember 2006 00:01 Allt bendir til þess að ríkisstjórninni sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í gegn afleitu lagafrumvarpi um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Ef sú verður raunin hafa ríkisstjórnarflokkarnir látið sér ganga úr greipum mikilvægt tækifæri til þess að skapa sæmilega sátt um Ríkisútvarpið. Þvert á móti mun frumvarpið um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag, aðeins auka á úlfúð í garð stofnunarinnar og þar af leiðandi veikja hana til lengri tíma litið, en ekki styrkja eins og er þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins. Þetta er vond staða því meirihluti þjóðarinnar telur Ríkisútvarpið gegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og á stofnunin því skilið að stjórnmálamennirnir leggi sig sérstaklega fram um að skapa henni umgjörð sem um ríkir sátt, en er ekki beinlínis til höfuðs öðrum fjölmiðlum landsins eins og er tilfellið með frumvarpi menntamálaráðherra. Þverpólitísk sátt hefur skapast á Alþingi um fjölmiðlalögin svokölluðu, eins meingallað og það frumvarp þó er, en annað gildir hins vegar um breytt rekstrarform á Ríkisútvarpinu. Engu máli skiptir þótt sótt sé að því frumvarpi með gildum rökum úr báðum áttum; af þeim sem tilheyra vinstri vængnum og hinum sem eru hægra megin við miðju. Í þessu máli virðist ekki annað koma til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar en að setja undir sig höfuðið og keyra það í gegn með öllum tiltækum ráðum. Það hefur verið skrítið að fylgjast með framgangi ríkisstjórnarinnar í málum sem snúa að fjölmiðlum undanfarin ár og í raun erfitt að átta sig á hvað það er sem rekur hana áfram í þeim efnum. Líklegast vegur þar þó þyngst óttinn við að missa tökin á fjölmiðlunum, eins og gerst hefur. Bönd stjórnmálamanna á fjölmiðlum hafa raknað hratt upp allt frá því að einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn fyrir réttum tuttugu árum og flokksblöðin gáfu hvert á fætur öðru upp öndina. Í þessu ljósi má skoða hvort tveggja frumvarp menntamálráðherra um eignarhald fjölmiðla og um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Í báðum tilvikum eru stjórnmálamenn að herða tök sín á fjölmiðlum landsins og auka möguleika sína á að hafa áhrif á við hvaða aðstæður þeir starfa. Þetta er í hrópandi mótsögn við aðra þróun í athafnalífi landsins undanfarin ár þar sem afskipti ríkisvaldsins hafa farið minnkandi. Þetta er óþarfur ótti. Fjölmiðlar þurfa ekki aukna handleiðslu stjórnmálamanna frekar en önnur fyrirtæki. Þegar upp er staðið kemur mikilvægasta aðhald okkar sem störfum við fjölmiðla frá þjóðinni sjálfri, sem hreinlega hættir að lesa, horfa eða hlusta ef henni mislíkar það efni sem er í boði. Það er engin ástæða til að vantreysta þeim frjálsa vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Allt bendir til þess að ríkisstjórninni sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í gegn afleitu lagafrumvarpi um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Ef sú verður raunin hafa ríkisstjórnarflokkarnir látið sér ganga úr greipum mikilvægt tækifæri til þess að skapa sæmilega sátt um Ríkisútvarpið. Þvert á móti mun frumvarpið um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag, aðeins auka á úlfúð í garð stofnunarinnar og þar af leiðandi veikja hana til lengri tíma litið, en ekki styrkja eins og er þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins. Þetta er vond staða því meirihluti þjóðarinnar telur Ríkisútvarpið gegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og á stofnunin því skilið að stjórnmálamennirnir leggi sig sérstaklega fram um að skapa henni umgjörð sem um ríkir sátt, en er ekki beinlínis til höfuðs öðrum fjölmiðlum landsins eins og er tilfellið með frumvarpi menntamálaráðherra. Þverpólitísk sátt hefur skapast á Alþingi um fjölmiðlalögin svokölluðu, eins meingallað og það frumvarp þó er, en annað gildir hins vegar um breytt rekstrarform á Ríkisútvarpinu. Engu máli skiptir þótt sótt sé að því frumvarpi með gildum rökum úr báðum áttum; af þeim sem tilheyra vinstri vængnum og hinum sem eru hægra megin við miðju. Í þessu máli virðist ekki annað koma til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar en að setja undir sig höfuðið og keyra það í gegn með öllum tiltækum ráðum. Það hefur verið skrítið að fylgjast með framgangi ríkisstjórnarinnar í málum sem snúa að fjölmiðlum undanfarin ár og í raun erfitt að átta sig á hvað það er sem rekur hana áfram í þeim efnum. Líklegast vegur þar þó þyngst óttinn við að missa tökin á fjölmiðlunum, eins og gerst hefur. Bönd stjórnmálamanna á fjölmiðlum hafa raknað hratt upp allt frá því að einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn fyrir réttum tuttugu árum og flokksblöðin gáfu hvert á fætur öðru upp öndina. Í þessu ljósi má skoða hvort tveggja frumvarp menntamálráðherra um eignarhald fjölmiðla og um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Í báðum tilvikum eru stjórnmálamenn að herða tök sín á fjölmiðlum landsins og auka möguleika sína á að hafa áhrif á við hvaða aðstæður þeir starfa. Þetta er í hrópandi mótsögn við aðra þróun í athafnalífi landsins undanfarin ár þar sem afskipti ríkisvaldsins hafa farið minnkandi. Þetta er óþarfur ótti. Fjölmiðlar þurfa ekki aukna handleiðslu stjórnmálamanna frekar en önnur fyrirtæki. Þegar upp er staðið kemur mikilvægasta aðhald okkar sem störfum við fjölmiðla frá þjóðinni sjálfri, sem hreinlega hættir að lesa, horfa eða hlusta ef henni mislíkar það efni sem er í boði. Það er engin ástæða til að vantreysta þeim frjálsa vilja.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun