Viðræður Íslendinga og Norðmanna: Utanríkismál 19. desember 2006 00:01 Á undanförnum mánuðum hefur orðið mikil breyting á vettvangi utanríkis- og varnarmála hér á landi. Skyndileg og að margra mati óvænt brottför Varnarliðsins hefur valdið þessu. Þeir sem best fylgdust með og þekktu til áttu auðvitað að vita ,að það var aðeins spurning um tíma, en ekki hvort, eða hvenær stjórnvöld í Bandaríkjunum ákvæðu að flytja starfsemi sína héðan. Átakasvæðin í heimunum hafa verið að flytjast til og þörfin fyrir öflugt eftirlit héðan minnkaði með hverjum deginum frá því kalda stríðnu lauk. Almennt var kannski ekki búist að að brottför Varnarliðsins myndi bera svo brátt að sem raun varð á, og kemur þar margt til. Æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum höfðu gefið það ótvírætt í skyn við okkar menn , að við skyldum vera róleg, en svo voru bara aðrir sem bókstaflega tóku af þeim ráðin, þrátt fyrir vinalegt viðmót og þétt handtök í Washington. Undirritun ný varnarsamnings í Washington markaði ákveðin tímamót í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Sú ákvörðun Íslendinga að halda fast í svokallaðar sýnilegar varnir með fjórum herþotum var í margra augum ekki vænleg til árangurs, en á það ber að líta að þessum þotum fylgdi þyrlusveit. Ólafur Sigurðsson fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður sem um árabil hefur fylgst með íslenskum utanríkis- og varnarmálum komst réttilega að orði í grein í Fréttablaðinu á sunnudag, þegar hann sagði í grein sinni : "Fjórar þotur gátu eki varið Ísland, ef rússneski flotinn, sem lá við Langanes hefði viljað taka Þórshöfn". Varla var blekið þornað af nýja varnarsamningnum þar sem Bandaríkjamenn heita því að verja Ísland á ófriðartímum, þegar íslenskir ráðamenn með forsætisráðherrann og utanríkisráðheran fremsta í flokki fóru að tala um varnar- og öryggismál við ráðherra í nágrannalöndunum, einkum þó í Noregi og Danmörku. Það er að vísu ágætt að ræða þessi mál við þá og aðra samherja okkar í Nato, en að halda íslensk stjórnvöld virkilega að Norðmenn fari að annast hernaðarlegt eftirlitsflug fyrir okkur Íslendinga án þess að fá eitthvað fyrir það, eða eitthvað komi í staðinn! Það er auðvitað af og frá. Norskir skattborgarar eru áreiðanlega ekki tilbúnir til að leggja fjármuni í varnir Íslands. Fyrrnefndar nágrannaþjóðir koma áreiðanlega til aðstoðar ef slys verða á hafinu umhverfis Ísland, hvort sem um er að ræða manntjón eða mengunarslys. En að fara að greiða Norðmönnum fyrir eftirlit með einum eða öðrum hætti, á meðan við erum með samninginn við Bandaríkjamenn, er auðvitað út í hött. Það sem brýnt er að átta sig á, eins og Ólafur segir í grein sinni er að: "Við þurfum að ná upp sextíu ára slaka og skilgreina sjálf okkar öryggismál og hagsmuni" Í þessum efnum er brýnt að við komum okkur upp sérfræðingum á þessu sviði, sem ekki eru smitaðir af pólitískum öflum, geta starfað sjálfstætt og lagt kalt mat á hlutina. Vísir að slíkri starfsemi var hér fyrir allnokkrum árum, en lagðist því miður af. Þarna er brýnt verkefni fyrir Háskóla Íslands og hina ungu og ört vaxandi aðra háskóla okkar. Við þurfum að leggja eigið mat á utanríkismál okkar og hvaða leiðir séu bestar fyrir okkur í þeim efnum en ekki að treysta á aðrar þjóðir og erlendar vísindastofnanir í þeim efnum, þótt gott sé líka að hafa sjónarmið annarra til hliðsjónar. Kári Jónasson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
Á undanförnum mánuðum hefur orðið mikil breyting á vettvangi utanríkis- og varnarmála hér á landi. Skyndileg og að margra mati óvænt brottför Varnarliðsins hefur valdið þessu. Þeir sem best fylgdust með og þekktu til áttu auðvitað að vita ,að það var aðeins spurning um tíma, en ekki hvort, eða hvenær stjórnvöld í Bandaríkjunum ákvæðu að flytja starfsemi sína héðan. Átakasvæðin í heimunum hafa verið að flytjast til og þörfin fyrir öflugt eftirlit héðan minnkaði með hverjum deginum frá því kalda stríðnu lauk. Almennt var kannski ekki búist að að brottför Varnarliðsins myndi bera svo brátt að sem raun varð á, og kemur þar margt til. Æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum höfðu gefið það ótvírætt í skyn við okkar menn , að við skyldum vera róleg, en svo voru bara aðrir sem bókstaflega tóku af þeim ráðin, þrátt fyrir vinalegt viðmót og þétt handtök í Washington. Undirritun ný varnarsamnings í Washington markaði ákveðin tímamót í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. Sú ákvörðun Íslendinga að halda fast í svokallaðar sýnilegar varnir með fjórum herþotum var í margra augum ekki vænleg til árangurs, en á það ber að líta að þessum þotum fylgdi þyrlusveit. Ólafur Sigurðsson fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður sem um árabil hefur fylgst með íslenskum utanríkis- og varnarmálum komst réttilega að orði í grein í Fréttablaðinu á sunnudag, þegar hann sagði í grein sinni : "Fjórar þotur gátu eki varið Ísland, ef rússneski flotinn, sem lá við Langanes hefði viljað taka Þórshöfn". Varla var blekið þornað af nýja varnarsamningnum þar sem Bandaríkjamenn heita því að verja Ísland á ófriðartímum, þegar íslenskir ráðamenn með forsætisráðherrann og utanríkisráðheran fremsta í flokki fóru að tala um varnar- og öryggismál við ráðherra í nágrannalöndunum, einkum þó í Noregi og Danmörku. Það er að vísu ágætt að ræða þessi mál við þá og aðra samherja okkar í Nato, en að halda íslensk stjórnvöld virkilega að Norðmenn fari að annast hernaðarlegt eftirlitsflug fyrir okkur Íslendinga án þess að fá eitthvað fyrir það, eða eitthvað komi í staðinn! Það er auðvitað af og frá. Norskir skattborgarar eru áreiðanlega ekki tilbúnir til að leggja fjármuni í varnir Íslands. Fyrrnefndar nágrannaþjóðir koma áreiðanlega til aðstoðar ef slys verða á hafinu umhverfis Ísland, hvort sem um er að ræða manntjón eða mengunarslys. En að fara að greiða Norðmönnum fyrir eftirlit með einum eða öðrum hætti, á meðan við erum með samninginn við Bandaríkjamenn, er auðvitað út í hött. Það sem brýnt er að átta sig á, eins og Ólafur segir í grein sinni er að: "Við þurfum að ná upp sextíu ára slaka og skilgreina sjálf okkar öryggismál og hagsmuni" Í þessum efnum er brýnt að við komum okkur upp sérfræðingum á þessu sviði, sem ekki eru smitaðir af pólitískum öflum, geta starfað sjálfstætt og lagt kalt mat á hlutina. Vísir að slíkri starfsemi var hér fyrir allnokkrum árum, en lagðist því miður af. Þarna er brýnt verkefni fyrir Háskóla Íslands og hina ungu og ört vaxandi aðra háskóla okkar. Við þurfum að leggja eigið mat á utanríkismál okkar og hvaða leiðir séu bestar fyrir okkur í þeim efnum en ekki að treysta á aðrar þjóðir og erlendar vísindastofnanir í þeim efnum, þótt gott sé líka að hafa sjónarmið annarra til hliðsjónar. Kári Jónasson