Dagný Linda Kristjánsdóttir tók þátt í heimsbikarmóti í bruni í Val d'Isere í Frakklandi í dag. Dagnýju tókst ekki að ljúka keppninni því hún sleppti porti og varð því úr leik. Aðstæður voru nokkuð erfiðar í Val d'Isere og olli það keppendum töluverðum vandræðum.
Sigurvegari í dag varð Julia Mancuso frá BNA, önnur varð Renate Götschl og Lindsey Kildow BNA þriðja. Dagný hefur verið að leggja áherslu á að ná meiri hraða í byrjun brautanna og það virðist hafa skilað sér vel í dag því hún var aðeins 4 hundraðshlutum úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Juliu Mancuso á fyrsta millitíma og 4 tíundu úr sekúndu á eftir henni á öðrum millitíma.
Dagný tekur þátt í öðru heimsbikarmótinu í bruni á sama stað á morgun.
Dagný Linda féll úr keppni

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

