Lífið er súludans 23. september 2006 06:00 Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima. Umfram allt verður að forðast hin háskalegu kynjagleraugu eða láta sér á nokkurn hátt hugkvæmast að þetta mál snúist um samskipti kynjanna, í fortíð eða nútíð. Sú staðreynd að konur hafa allt frá landnámi haft minni rétt en karlar og búið við hvers konar kúgun skiptir hér engu máli enda er engin söguleg þróun að baki samtímanum. Hann varð til úr engu. Misrétti fortíðarinnar telst nú horfið og útilokað er að það skilji eftir sig nokkur spor. Annað sérlega varhugavert og háskalegt samhengi er að tengja þetta mál við stöðu karla og kvenna í samtímanum - hvað þá að gefa í skyn að misrétti fortíðarinnar sé ekki að öllu leyti horfið. Með engu móti má tengja þessa umræðu við hluti eins og að atvinnutekjur kvenna eru 62 prósent af atvinnutekjum karla - í samfélagi þar sem auður manna er talinn helsti og merkasti mælikvarðinn á manngildi þeirra. Sýningar á nöktum konum tengjast á engan ólíkri aðstöðu kynjanna til fjáröflunar - nema auðvitað ef okkur langar til að halda fallega predikun um alla peningana sem stúlkurnar vinni sér inn með kroppasýningunni. En þá væri auðvitað sérlega ósmekklegt að setja þau laun í samhengi við hvað athafnamaðurinn sem stendur fyrir sýningunni ber úr býtum. Á engan hátt tengist þetta mál því að kynferðislegt ofbeldi er ein af skýrustu leifum valdbeitingar karlasamfélagsins gagnvart konum - og að dæmin um það ganga nánast öll í eina átt. Ekki má heldur setja klæðnað kvenna í samhengi við félagslega stöðu þeirra eða undirokun gagnvart karlmönnum. Jú, kannski er það í lagi þegar við sjáum kappklæddar konur í Arabaheiminum en alls ekki þegar fáklæddar konur eru sýndar á sviði á Vesturlöndum. Súludans má aðeins ræða í einu samhengi - samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Það má ekki skerða atvinnufrelsi manna - enda er búið að skerða það nógu mikið gegnum tíðina. Allir sjá t.d. hvílík nauðung það var þegar réttur karla til að gera út vændiskonur var afnuminn. Aðeins út af einhverjum hugmyndum um að manneskjur væru ekki söluvara. Vændi var þó einungis jaðaratvinnugrein miðað við þær tekjur sem mátti hafa af flutningi fólks á milli heimsálfa og sölu þess þar - þrælaversluninni. Glæstustu og auðugustu borgir Evrópu voru að verulegu leyti reistar á hagnaði af slíkri verslun á 17. og 18. öld. Á sínum tíma voru það aðeins óðir róttæklingar og undirróðursmenn sem gerðu athugasemdir við verslunina, en þá var jafnan gripið til kunnuglegra mótraka: Það er rangt að skerða viðskipta- og athafnafrelsi manna út frá einhverjum siðferðislegum sjónarmiðum. Fáir líta nú þessa verslun sömu augum og þorri málsmetandi manna gerði þá. Sumir myndu jafnvel kalla það framfarir að þessi tiltekna gerð af viðskiptum var bönnuð. En það er einmitt kjarni málsins. Það ræðst jafnan af gildum samfélagsins á hverjum tíma hvaða viðskipti teljast eðlileg og hver ekki. Hvað er það í okkar samtíma sem gerir það að verkum að sýningar á nöktum konum fyrir karla sem borga fyrir það teljast til frjálsra og eðlilegra viðskipta? Við því fást ekkert sérlega skýr svör ef ekki má setja upp kynjagleraugun eða líta á samskipti kynjanna í sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi. Hvað þá ef við erum sannfærð um að okkar kynslóð sé hin fyrsta í sögunni sem er frjáls og laus við kúgun - rétt eins og íhaldsmenn fyrri tíma hafa alltaf talið sína kynslóð vera. Ef við trúum því í raun og veru að ójöfnuður karla og kvenna sé eðlilegur hluti af frjálsu samfélagi þá er niðurstaðan sú sem leiðarahöfundar (og hér er karlkynið ekki einungis málfræðilegt) dagblaðanna eru þegar búnir að komast að: Súludans er hluti af lífi í frjálsu samfélagi og þá skiptir engu máli að sumir reynast þrátt fyrir allt vera frjálsari en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima. Umfram allt verður að forðast hin háskalegu kynjagleraugu eða láta sér á nokkurn hátt hugkvæmast að þetta mál snúist um samskipti kynjanna, í fortíð eða nútíð. Sú staðreynd að konur hafa allt frá landnámi haft minni rétt en karlar og búið við hvers konar kúgun skiptir hér engu máli enda er engin söguleg þróun að baki samtímanum. Hann varð til úr engu. Misrétti fortíðarinnar telst nú horfið og útilokað er að það skilji eftir sig nokkur spor. Annað sérlega varhugavert og háskalegt samhengi er að tengja þetta mál við stöðu karla og kvenna í samtímanum - hvað þá að gefa í skyn að misrétti fortíðarinnar sé ekki að öllu leyti horfið. Með engu móti má tengja þessa umræðu við hluti eins og að atvinnutekjur kvenna eru 62 prósent af atvinnutekjum karla - í samfélagi þar sem auður manna er talinn helsti og merkasti mælikvarðinn á manngildi þeirra. Sýningar á nöktum konum tengjast á engan ólíkri aðstöðu kynjanna til fjáröflunar - nema auðvitað ef okkur langar til að halda fallega predikun um alla peningana sem stúlkurnar vinni sér inn með kroppasýningunni. En þá væri auðvitað sérlega ósmekklegt að setja þau laun í samhengi við hvað athafnamaðurinn sem stendur fyrir sýningunni ber úr býtum. Á engan hátt tengist þetta mál því að kynferðislegt ofbeldi er ein af skýrustu leifum valdbeitingar karlasamfélagsins gagnvart konum - og að dæmin um það ganga nánast öll í eina átt. Ekki má heldur setja klæðnað kvenna í samhengi við félagslega stöðu þeirra eða undirokun gagnvart karlmönnum. Jú, kannski er það í lagi þegar við sjáum kappklæddar konur í Arabaheiminum en alls ekki þegar fáklæddar konur eru sýndar á sviði á Vesturlöndum. Súludans má aðeins ræða í einu samhengi - samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Það má ekki skerða atvinnufrelsi manna - enda er búið að skerða það nógu mikið gegnum tíðina. Allir sjá t.d. hvílík nauðung það var þegar réttur karla til að gera út vændiskonur var afnuminn. Aðeins út af einhverjum hugmyndum um að manneskjur væru ekki söluvara. Vændi var þó einungis jaðaratvinnugrein miðað við þær tekjur sem mátti hafa af flutningi fólks á milli heimsálfa og sölu þess þar - þrælaversluninni. Glæstustu og auðugustu borgir Evrópu voru að verulegu leyti reistar á hagnaði af slíkri verslun á 17. og 18. öld. Á sínum tíma voru það aðeins óðir róttæklingar og undirróðursmenn sem gerðu athugasemdir við verslunina, en þá var jafnan gripið til kunnuglegra mótraka: Það er rangt að skerða viðskipta- og athafnafrelsi manna út frá einhverjum siðferðislegum sjónarmiðum. Fáir líta nú þessa verslun sömu augum og þorri málsmetandi manna gerði þá. Sumir myndu jafnvel kalla það framfarir að þessi tiltekna gerð af viðskiptum var bönnuð. En það er einmitt kjarni málsins. Það ræðst jafnan af gildum samfélagsins á hverjum tíma hvaða viðskipti teljast eðlileg og hver ekki. Hvað er það í okkar samtíma sem gerir það að verkum að sýningar á nöktum konum fyrir karla sem borga fyrir það teljast til frjálsra og eðlilegra viðskipta? Við því fást ekkert sérlega skýr svör ef ekki má setja upp kynjagleraugun eða líta á samskipti kynjanna í sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi. Hvað þá ef við erum sannfærð um að okkar kynslóð sé hin fyrsta í sögunni sem er frjáls og laus við kúgun - rétt eins og íhaldsmenn fyrri tíma hafa alltaf talið sína kynslóð vera. Ef við trúum því í raun og veru að ójöfnuður karla og kvenna sé eðlilegur hluti af frjálsu samfélagi þá er niðurstaðan sú sem leiðarahöfundar (og hér er karlkynið ekki einungis málfræðilegt) dagblaðanna eru þegar búnir að komast að: Súludans er hluti af lífi í frjálsu samfélagi og þá skiptir engu máli að sumir reynast þrátt fyrir allt vera frjálsari en aðrir.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun