Dansk-íslenskafélagið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. nóvember 2006 00:01 Átak sendiráðs Íslands í Danmörku til kynningar á Jónasi Hallgrímssyni er athyglisvert. Á tvö hundruð ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar verður efnt til margs konar viðburða á danskri grund sem draga fram hans hlut í stjórnmálum, félagslífi og fagurfræði " ekki aðeins Íslendingum til upprifjunar heldur líka Dönum. Nýlega var vakin athygli á hvarfi Gunnars Gunnarssonar úr danskri bókmenntasögu. Hann eins og nokkrir aðrir listamenn sem sóttu þegnrétt í dönsku listalífi eru þar nú utan garðs, teljast ekki með. Danir vita ekki af þeim. Viðbrögð marga Dana á opinberum vettvangi við umsvifum íslenskra fyrirtækja á danskri grund hafa vakið undrun hér heima. Þjóðirnar tvær deildu kjörum í fimm hundruð ár og áttu bæði fyrr og síðar viðskipti um býsna margt. Danskir og íslenskir ráðamenn hafa enda margsinnis ítrekað mikilvægi þess sameiginlega arfs sem við deilum með Dönum. En eins og mörg Evrópuríki sem efldust undir einveldi konungsætta álfunnar og sóttu sér hráefni og auð í fjarlægar nýlendur hefur Dönum gengið furðu illa að átta sig á hver tök þeirra voru á hjálendunni Íslandi. Rétt eins og við höfum verið latir til að greina hvaða þættir efldust í menningu okkar og vitund í langri sögu undir handarjaðri stórvelda sem áttu hvert um sig stórt valdasvæði nær og fjær: danska konungsríkisins, breska heimsveldisins og síðast Bandaríkjanna. Sjálfstæði hafa menn hátt um en vilja lítið skoða ósjálfstæðið, hvað þá skilja það. Danir og Íslendingar gerðu vel ef þeir tækju saman sögu þessa tíma þegar þjóðirnar deildu yfirvaldi, stjórnsýslu, viðskiptastjórn og lögum. Með sameiginlegu átaki mætti kalla til sveitir fræðimanna í ólíkum greinum, efna til nýrrar sögulegrar rannsóknaáætlunar með samþættri vinnu og stýringu sem varpaði nýju ljósi á sameiginlega sögu okkar. Slík verk þekkjast en eru fátíð. Almenn vitneskja um bönd og tengsl fortíðar eru oft sterkur grunnur nýrra tíma. Sameiginlegur áhugi stjórnvalda og menntasetra í báðum löndum á slíku átaki væri um leið dirfskufull viðurkenning á blóðskyldu landanna, lifandi tengslum þjóðanna fyrr og nú. Á sínum tíma réðust háskólar á Norðurlöndum í stórt verk í sögu miðalda, Kulturhistorisk Lexikon for Nordisk Middelalder. Hvergi er sameiginleg menning Norðurlanda betur greind en þar. Sú kynslóð sem skóp það verk í tugum binda var ráðin í að næsta skref í samstarfi þessu væri sambærilegt rit um siðskiptaöldina og upphaf einveldis. Það varð aldrei " því miður. Sendiráðið í Danmörku og ráðuneytin hér heima hafa erindi að sinna í danskri slóð. Við erum í félagi með Dönum - eigum með þeim langa sögu og hollt væri, báðum þjóðunum til nokkurs þroska og dýpri sjálfsskilnings, að hún væri rakin enn á ný og skoðuð nýjum augum. Dægilegra upphaf slíks þarfaverks, svo slett sé dönsku, væri ekki hægt að hugsa sér en ár Jónasar Hallgrímssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Páll Baldvin Baldvinsson Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Átak sendiráðs Íslands í Danmörku til kynningar á Jónasi Hallgrímssyni er athyglisvert. Á tvö hundruð ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar verður efnt til margs konar viðburða á danskri grund sem draga fram hans hlut í stjórnmálum, félagslífi og fagurfræði " ekki aðeins Íslendingum til upprifjunar heldur líka Dönum. Nýlega var vakin athygli á hvarfi Gunnars Gunnarssonar úr danskri bókmenntasögu. Hann eins og nokkrir aðrir listamenn sem sóttu þegnrétt í dönsku listalífi eru þar nú utan garðs, teljast ekki með. Danir vita ekki af þeim. Viðbrögð marga Dana á opinberum vettvangi við umsvifum íslenskra fyrirtækja á danskri grund hafa vakið undrun hér heima. Þjóðirnar tvær deildu kjörum í fimm hundruð ár og áttu bæði fyrr og síðar viðskipti um býsna margt. Danskir og íslenskir ráðamenn hafa enda margsinnis ítrekað mikilvægi þess sameiginlega arfs sem við deilum með Dönum. En eins og mörg Evrópuríki sem efldust undir einveldi konungsætta álfunnar og sóttu sér hráefni og auð í fjarlægar nýlendur hefur Dönum gengið furðu illa að átta sig á hver tök þeirra voru á hjálendunni Íslandi. Rétt eins og við höfum verið latir til að greina hvaða þættir efldust í menningu okkar og vitund í langri sögu undir handarjaðri stórvelda sem áttu hvert um sig stórt valdasvæði nær og fjær: danska konungsríkisins, breska heimsveldisins og síðast Bandaríkjanna. Sjálfstæði hafa menn hátt um en vilja lítið skoða ósjálfstæðið, hvað þá skilja það. Danir og Íslendingar gerðu vel ef þeir tækju saman sögu þessa tíma þegar þjóðirnar deildu yfirvaldi, stjórnsýslu, viðskiptastjórn og lögum. Með sameiginlegu átaki mætti kalla til sveitir fræðimanna í ólíkum greinum, efna til nýrrar sögulegrar rannsóknaáætlunar með samþættri vinnu og stýringu sem varpaði nýju ljósi á sameiginlega sögu okkar. Slík verk þekkjast en eru fátíð. Almenn vitneskja um bönd og tengsl fortíðar eru oft sterkur grunnur nýrra tíma. Sameiginlegur áhugi stjórnvalda og menntasetra í báðum löndum á slíku átaki væri um leið dirfskufull viðurkenning á blóðskyldu landanna, lifandi tengslum þjóðanna fyrr og nú. Á sínum tíma réðust háskólar á Norðurlöndum í stórt verk í sögu miðalda, Kulturhistorisk Lexikon for Nordisk Middelalder. Hvergi er sameiginleg menning Norðurlanda betur greind en þar. Sú kynslóð sem skóp það verk í tugum binda var ráðin í að næsta skref í samstarfi þessu væri sambærilegt rit um siðskiptaöldina og upphaf einveldis. Það varð aldrei " því miður. Sendiráðið í Danmörku og ráðuneytin hér heima hafa erindi að sinna í danskri slóð. Við erum í félagi með Dönum - eigum með þeim langa sögu og hollt væri, báðum þjóðunum til nokkurs þroska og dýpri sjálfsskilnings, að hún væri rakin enn á ný og skoðuð nýjum augum. Dægilegra upphaf slíks þarfaverks, svo slett sé dönsku, væri ekki hægt að hugsa sér en ár Jónasar Hallgrímssonar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun