Hugleiðingar um jafnaðarhugsjónina 26. nóvember 2006 11:37 Háttsettur yfirmaður í lögreglunni stígur fram og telur að jöfnuður ríki ekki hér vegna þess að ríkir menn geti keypt sér fleiri og betri lögfræðinga en fátækir menn. Það er farið að tala um eitthvað sem heitir jafnræðisregla í þessu sambandi. Þýðir sennilega að menn séu ekki jafnir fyrir lögunum. Þetta verður kannski jafnað með því að sakborningar fái að draga sér lögfræðinga úr potti, en annars dugir varla neitt nema kommúnistabylting. Þá er hægt að setja upp alþýðudómstóla að marxískum sið, leiða ríka menn fyrir þá og skjóta þá síðan. Þannig er jafnað ofan frá og niður, en fátæka fólkið er alveg jafn illa statt og áður. Ögmundur Jónasson vill líka jafna að ofan. Hann telur best að bankarnir fari úr landi með gróða sinn. Honum líst betur á að allir séu jafn blankir en að sumir séu ríkir. Verst að þetta hefur verið reynt áður og gafst ekki sérlega vel. Hugmynd kommúnista um jöfnuð var að enginn mætti eiga neitt, allt skyldi vera ríkiseign. Stundum eru Vinstri grænir ekki komnir sérlega langt frá upprunanum. --- --- --- Jafnaðarhugsjónin er mjög rík í samtímanum en því miður er ekki hægt að jafna allt svo vel sé. Til dæmis vilja íþróttaáhugamenn frekar horfa á karla en konur spila fótbolta - og þarafleiðandi fá karlar hærri laun fyrir að iðka þessa í þrótt en konur. Nýlega spratt samt upp umræða um að jafna þyrfti þennan mun. Á móti er þykir flestum skemmtilegra að sjá konur iðka fimleika en karla og hið sama gildir um tennis og jafnvel um handbolta. Það er ekki hægt að koma því til leiðar að karlmaður geti karli barn eða kona konu. Þarna er ákveðið ójafnræði sem hefur farið að svíða sárt á tíma aukins kynfrelsis. Það eru farnar flóknar leiðir til að leiðrétta þennan ójöfnuð í náttúrunni. Við hin getum notað gömlu aðferðina sem er tiltölulega einföld, þ.e. ef maður býr við þann jöfnuð að einhver vill gera það með manni. Svo er alls ekki um alla. Svipað gildir um lög um fæðingarorlof. Það er ekkert launungarmál að þau eru ekki samin með hagsmuni barna í huga heldur til að jafna milli karla og kvenna. Því það er staðreynd að náttúrunnar vegna þarf karlmaður ekki að missa úr einn einasta vinnudag vegna barnsfæðingar. Það þarf að lokka karlana burt með peningum í nafni jafnræðisins. Í skólunum er líka talin nauðsyn að jafna, enda er allt sem tengist elítisma bannorð núorðið. Samt er staðreynd að sumir geta ekki lært, vegna þess að þeir vilja það ekki, vegna heimsku eða vegna þess að þeir nenna því ekki. Samt skal blandað í bekki með þeim afleiðingum að helst enginn lærir neitt. Aðferðin er einfaldlega að draga niður bestu nemendurna. Þannig er aftur jafnað að ofan. Í nafni jöfnuðar má heldur ekki rukka inn skólagjöld. Afleiðingin af því er jöfnuður sem felst í því að allir skólar verða jafnlélegir. Í heilbrigðiskerfinu á líka að ríkja jafnræði og birtist í því að fólki sem á peninga er bannað að nota þá til að kaupa læknisþjónustu, það má kaupa bíla og alls kyns skran, en helst ekki heilsu. Þarna er líka jafnað að ofan og niður. --- --- --- Svona rís jafnaðarsamfélagið bjart og fagurt. Það er ólíkt dýraríkinu þar sem allt gengur út á að éta og vera étinn, frumstæðum kapítalisma þar sem allir skara eld að sinni köku - það gefur langt nef sjálfselska geninu sem ný-darwinistar segja að stjórni öllu í veröldinni. Þannig má í rauninni segja að jafnaðarhugsjónin hafi verið býsna sigursæl þrátt fyrir allt tal um sigur auðhyggjunnar. Stjórnmálamenn eru óða önn að samþykkja mannréttindaskrár sem kveða á um margháttaðan jöfnuð, félagslegan og jafnvel líka efnahagslegan. Það mætti jafnvel ímynda sér að sósíalisminn hafi með þessu smyglað sér inn um bakdyrnar og heiti nú mannréttindaismi. Þetta er ósköp sívílíserað á sinn hátt, enda þótt jöfnuðurinn taki stundum á sig fáránlegar myndir og geti orðið að kæfandi rétttrúnaði. Við verðum bara að passa okkur að drepa okkur ekki alveg úr góðseminni. Jöfnuður er góður en getur stundum orðið ga ga ef við gáum ekki að okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Háttsettur yfirmaður í lögreglunni stígur fram og telur að jöfnuður ríki ekki hér vegna þess að ríkir menn geti keypt sér fleiri og betri lögfræðinga en fátækir menn. Það er farið að tala um eitthvað sem heitir jafnræðisregla í þessu sambandi. Þýðir sennilega að menn séu ekki jafnir fyrir lögunum. Þetta verður kannski jafnað með því að sakborningar fái að draga sér lögfræðinga úr potti, en annars dugir varla neitt nema kommúnistabylting. Þá er hægt að setja upp alþýðudómstóla að marxískum sið, leiða ríka menn fyrir þá og skjóta þá síðan. Þannig er jafnað ofan frá og niður, en fátæka fólkið er alveg jafn illa statt og áður. Ögmundur Jónasson vill líka jafna að ofan. Hann telur best að bankarnir fari úr landi með gróða sinn. Honum líst betur á að allir séu jafn blankir en að sumir séu ríkir. Verst að þetta hefur verið reynt áður og gafst ekki sérlega vel. Hugmynd kommúnista um jöfnuð var að enginn mætti eiga neitt, allt skyldi vera ríkiseign. Stundum eru Vinstri grænir ekki komnir sérlega langt frá upprunanum. --- --- --- Jafnaðarhugsjónin er mjög rík í samtímanum en því miður er ekki hægt að jafna allt svo vel sé. Til dæmis vilja íþróttaáhugamenn frekar horfa á karla en konur spila fótbolta - og þarafleiðandi fá karlar hærri laun fyrir að iðka þessa í þrótt en konur. Nýlega spratt samt upp umræða um að jafna þyrfti þennan mun. Á móti er þykir flestum skemmtilegra að sjá konur iðka fimleika en karla og hið sama gildir um tennis og jafnvel um handbolta. Það er ekki hægt að koma því til leiðar að karlmaður geti karli barn eða kona konu. Þarna er ákveðið ójafnræði sem hefur farið að svíða sárt á tíma aukins kynfrelsis. Það eru farnar flóknar leiðir til að leiðrétta þennan ójöfnuð í náttúrunni. Við hin getum notað gömlu aðferðina sem er tiltölulega einföld, þ.e. ef maður býr við þann jöfnuð að einhver vill gera það með manni. Svo er alls ekki um alla. Svipað gildir um lög um fæðingarorlof. Það er ekkert launungarmál að þau eru ekki samin með hagsmuni barna í huga heldur til að jafna milli karla og kvenna. Því það er staðreynd að náttúrunnar vegna þarf karlmaður ekki að missa úr einn einasta vinnudag vegna barnsfæðingar. Það þarf að lokka karlana burt með peningum í nafni jafnræðisins. Í skólunum er líka talin nauðsyn að jafna, enda er allt sem tengist elítisma bannorð núorðið. Samt er staðreynd að sumir geta ekki lært, vegna þess að þeir vilja það ekki, vegna heimsku eða vegna þess að þeir nenna því ekki. Samt skal blandað í bekki með þeim afleiðingum að helst enginn lærir neitt. Aðferðin er einfaldlega að draga niður bestu nemendurna. Þannig er aftur jafnað að ofan. Í nafni jöfnuðar má heldur ekki rukka inn skólagjöld. Afleiðingin af því er jöfnuður sem felst í því að allir skólar verða jafnlélegir. Í heilbrigðiskerfinu á líka að ríkja jafnræði og birtist í því að fólki sem á peninga er bannað að nota þá til að kaupa læknisþjónustu, það má kaupa bíla og alls kyns skran, en helst ekki heilsu. Þarna er líka jafnað að ofan og niður. --- --- --- Svona rís jafnaðarsamfélagið bjart og fagurt. Það er ólíkt dýraríkinu þar sem allt gengur út á að éta og vera étinn, frumstæðum kapítalisma þar sem allir skara eld að sinni köku - það gefur langt nef sjálfselska geninu sem ný-darwinistar segja að stjórni öllu í veröldinni. Þannig má í rauninni segja að jafnaðarhugsjónin hafi verið býsna sigursæl þrátt fyrir allt tal um sigur auðhyggjunnar. Stjórnmálamenn eru óða önn að samþykkja mannréttindaskrár sem kveða á um margháttaðan jöfnuð, félagslegan og jafnvel líka efnahagslegan. Það mætti jafnvel ímynda sér að sósíalisminn hafi með þessu smyglað sér inn um bakdyrnar og heiti nú mannréttindaismi. Þetta er ósköp sívílíserað á sinn hátt, enda þótt jöfnuðurinn taki stundum á sig fáránlegar myndir og geti orðið að kæfandi rétttrúnaði. Við verðum bara að passa okkur að drepa okkur ekki alveg úr góðseminni. Jöfnuður er góður en getur stundum orðið ga ga ef við gáum ekki að okkur.