Ríkisvæðing Sjálfstæðisflokks 4. nóvember 2006 00:01 Fyrir þá sem trúa að "athafnafrelsi fólks og fyrirtækja verði best tryggt með lágmarksafskiptum hins opinbera" orkar margt tvímælis þessa dagana. Í vikunni keypti ríkisfyrirtækið Íslandspóstur prentfyrirtækið Samskipti. Þar með er þetta ríkisfyrirtæki skyndilega komið í samkeppni við fjölmörg einkafyrirtæki um verkefni sem ríkið sinnti ekki áður, enda nákvæmlega engin eftirspurn eftir innkomu hins opinbera á prentmarkaðinn. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, rökstyður kaupin með því að benda á að þar sem vettvangur fyrirtækisins sé "býsna rúmt skilgreindur" og það sé "rekið sem hvert annað hlutafélag" verði það að vera opið fyrir nýjungum á sviðum sem geta tengst starfssviði þess. Nú vill svo til að flokksfélagi Ingimundar, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, fer fyrir hönd ríkissjóðs með allt hlutafé Íslandspósts, þannig að allt tal um að Íslandspóstur sé eins og "hvert annað hlutafélag" er í besta falli hlægilegt. Þessi þróun þarf þó ekki að koma á óvart því eins og forstjóri Íslandspósts segir er vettvangur félagsins rúmt skilgreindur og því ekkert til fyrirstöðu að það seilist inn á markað sem einkafyrirtæki kepptu á sín á milli áður ef stjórnendur þess hafa á því áhuga. En það er ekki eins og Íslandspóstur sé eina ríkisfyrirtækið sem sjálfstæðismenn hafa notað til að ríkisvæða einkafyrirtæki. Fyrir réttum tveimur árum keypti Síminn, sem þá var í fullri eigu ríkissjóðs, sjónvarpsstöðina Skjá einn og rökstuddi forstjóri Símans þau kaup á nákvæmlega sama hátt og kollegi hans og flokksfélagi hjá Íslandspósti. Sami sjálfstæðisráðherra fór þá með hlutabréf ríkissjóðs í Símanum og fer nú með hlutabréfið í Íslandspósti. Næst ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa sér að hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Á þeim málatilbúnaði er þó sá stóri galli að hlutverk RÚV er svo vítt skilgreint að ekki þarf að velkj-ast í vafa um að stofnunin verður mun plássfrekari á erfiðum samkeppnismarkaði fjölmiðla en hún er núna. Auðvitað hafa sannir áhugamenn um "lágmarksafskipti hins opinbera" af þessu áhyggjur. Einn af þeim er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hann gerir verulegar athugasemdir við RÚV-frumvarpið í grein á heimasíðu samtakanna. Í umsögn SA við frumvarpið er tekið enn sterkar til orða en framkvæmdastjórinn leyfir sér, og meðal annars bent á að það sé "algjörlega fráleitt að skilgreina með svo víðtækum hætti þá starfsemi sem réttlætir ríkisaðstoð til RÚV." Fyrir þá sem ekki þekktu tilvísunina sem þessi pistill hófst á, er rétt að geta þess að hún er einmitt hornsteinn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur á einmitt fjölmennustu sveit Alþingis. Enn er því von til þess að þingið varpi frumvarpinu um hlutafélagavæðingu RÚV á dyr, eða geri að minnsta kosti á því verulega bragarbót. Og þó " Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Fyrir þá sem trúa að "athafnafrelsi fólks og fyrirtækja verði best tryggt með lágmarksafskiptum hins opinbera" orkar margt tvímælis þessa dagana. Í vikunni keypti ríkisfyrirtækið Íslandspóstur prentfyrirtækið Samskipti. Þar með er þetta ríkisfyrirtæki skyndilega komið í samkeppni við fjölmörg einkafyrirtæki um verkefni sem ríkið sinnti ekki áður, enda nákvæmlega engin eftirspurn eftir innkomu hins opinbera á prentmarkaðinn. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, rökstyður kaupin með því að benda á að þar sem vettvangur fyrirtækisins sé "býsna rúmt skilgreindur" og það sé "rekið sem hvert annað hlutafélag" verði það að vera opið fyrir nýjungum á sviðum sem geta tengst starfssviði þess. Nú vill svo til að flokksfélagi Ingimundar, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, fer fyrir hönd ríkissjóðs með allt hlutafé Íslandspósts, þannig að allt tal um að Íslandspóstur sé eins og "hvert annað hlutafélag" er í besta falli hlægilegt. Þessi þróun þarf þó ekki að koma á óvart því eins og forstjóri Íslandspósts segir er vettvangur félagsins rúmt skilgreindur og því ekkert til fyrirstöðu að það seilist inn á markað sem einkafyrirtæki kepptu á sín á milli áður ef stjórnendur þess hafa á því áhuga. En það er ekki eins og Íslandspóstur sé eina ríkisfyrirtækið sem sjálfstæðismenn hafa notað til að ríkisvæða einkafyrirtæki. Fyrir réttum tveimur árum keypti Síminn, sem þá var í fullri eigu ríkissjóðs, sjónvarpsstöðina Skjá einn og rökstuddi forstjóri Símans þau kaup á nákvæmlega sama hátt og kollegi hans og flokksfélagi hjá Íslandspósti. Sami sjálfstæðisráðherra fór þá með hlutabréf ríkissjóðs í Símanum og fer nú með hlutabréfið í Íslandspósti. Næst ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa sér að hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Á þeim málatilbúnaði er þó sá stóri galli að hlutverk RÚV er svo vítt skilgreint að ekki þarf að velkj-ast í vafa um að stofnunin verður mun plássfrekari á erfiðum samkeppnismarkaði fjölmiðla en hún er núna. Auðvitað hafa sannir áhugamenn um "lágmarksafskipti hins opinbera" af þessu áhyggjur. Einn af þeim er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hann gerir verulegar athugasemdir við RÚV-frumvarpið í grein á heimasíðu samtakanna. Í umsögn SA við frumvarpið er tekið enn sterkar til orða en framkvæmdastjórinn leyfir sér, og meðal annars bent á að það sé "algjörlega fráleitt að skilgreina með svo víðtækum hætti þá starfsemi sem réttlætir ríkisaðstoð til RÚV." Fyrir þá sem ekki þekktu tilvísunina sem þessi pistill hófst á, er rétt að geta þess að hún er einmitt hornsteinn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur á einmitt fjölmennustu sveit Alþingis. Enn er því von til þess að þingið varpi frumvarpinu um hlutafélagavæðingu RÚV á dyr, eða geri að minnsta kosti á því verulega bragarbót. Og þó "
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun