Hefur eitthvað breyst? 27. október 2006 00:01 Umræður um tengsl Íslands og Evrópusambandsins hafa legið í láginni. Eftirtektarvert er að áhugasemi um þetta umræðuefni virðist litlu meiri í röðum þeirra stjórnmálamanna sem teljast meðmæltir aðild en hinna sem teljast vera andvígir. Nýr formaður Framsóknarflokksins vísaði til að mynda nýverið öllum slíkum bollaleggingum fram á annan áratug aldarinnar. Í prófkjörskynningarblaði Samfylkingarinnar nefndu fjórir af meir en sjötíu frambjóðendum Evrópusambandið á nafn. Það lýsir ekki djúpri sannfæringu fyrir stefnuskránni. Mála sannast er að við höfum haft gildar ástæður til að standa utan við fulla aðild að Evrópusambandinu. Þar kemur margt til. Sjávárútvegshagsmunir hafa vegið þar mjög þungt. Ennfremur eru viðskiptahagsmunir þjóðarinnar vel tryggðir með EES-samningnum. Jafnframt er á það að líta að hagvöxtur hefur verið góður og atvinnustig hátt. þar af leiðandi hefur ekki verið mikill þrýstingur af efnahagslegum ástæðum til þess að breyta stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu. Tíminn stendur hins vegar ekki í stað. Margvíslegar breytingar eru að gerast bæði í þjóðarbúskapnum og því alþjóðlega umhverfi sem þjóðin er háð bæði viðskiptalega og pólitískt. Slík tengsl eru öllum framsæknum þjóðum nauðsynleg. Óumdeilt er að EES-samningurinn er traust viðskiptaleg undirstaða í þessu tilliti. En þær stofnanir sem hafa öðru fremur tryggt pólitíska fótfestu okkar í alþjóðasamfélaginu, Atlantshafsbandalagið og Norðurlandaráð, hafa hins vegar verið að veikjst. Óneitanlega slævir sú þróun pólitísk tengsl þjóðarinnar út á við. Til lengri tíma getum við ekki horft framhjá því. Að því er þjóðarbúskapinn varðar er deginum ljósara að krónan verður stöðgugt máttlausari sem sjálfstæður gjaldmiðill. Vandséð er að unnt verði að tryggja varanlegan stöðugleika með henni. Sjávarútvegsfyrirtækin eru nú sterkari og samkeppnishæfari en áður var en vægi atvinnugreinarinnar hefur þar á móti minnkað. Við megum ekki loka augunm fyrir breytingum og þróun í eigin umhverfi. En það eru líka pólitískir blindingjar sem ekki gera sér grein fyrir því að sem fyrr eru margvíslegar pólitískar hindranir í vegi Evrópusambandsaðildar. Í því sambandi má nefna beinan kostnað og óvissu um þrón sambandsins. Eftir sem áður er okkur nauðsynlegt að tryggja raunveruleg yfirráð yfir auðlindum sjávar. Og af samkeppnisástæðum er mikilvægt að við getum ákveðið eigin skattastefnu. Að öllu þessu virtu er eigi að síður réttur tími nú til þess að virða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Kjarni þess máls er að meta verulega breyttar aðstæður á móti pólitískum hindrunum sem enn eru til staðar. Ekki er unnt að fullyrða að slíkt mat muni óhjákvæmilega leiða til breytinga á stöðu okkar gagnvart sambandinu. Og fráleitt væri að stilla þeirri spurningu upp sem kosningamáli á vori komanda. Til þess er það ekki nógsamlega þroskað. En það ber vott um ógott pólitískt tímaskyn að skjóta þessu mati inn í framtíðina. Þetta er verkefni sem þarf að takast á við í málefnalegri pólitískri umræðu. Næstu fjögur ár eru eðlilegur tími til virkrar og hleypidómalausrar skoðunar á þessu mikla álitaefni. Að því búnu er unnt að taka strikið. Breytingar á stefnu Íslands að þessu leyti eru ekki skynsamlegar nema um þær náist breið samstaða aukins meirihluta á Alþingi og meðal þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Umræður um tengsl Íslands og Evrópusambandsins hafa legið í láginni. Eftirtektarvert er að áhugasemi um þetta umræðuefni virðist litlu meiri í röðum þeirra stjórnmálamanna sem teljast meðmæltir aðild en hinna sem teljast vera andvígir. Nýr formaður Framsóknarflokksins vísaði til að mynda nýverið öllum slíkum bollaleggingum fram á annan áratug aldarinnar. Í prófkjörskynningarblaði Samfylkingarinnar nefndu fjórir af meir en sjötíu frambjóðendum Evrópusambandið á nafn. Það lýsir ekki djúpri sannfæringu fyrir stefnuskránni. Mála sannast er að við höfum haft gildar ástæður til að standa utan við fulla aðild að Evrópusambandinu. Þar kemur margt til. Sjávárútvegshagsmunir hafa vegið þar mjög þungt. Ennfremur eru viðskiptahagsmunir þjóðarinnar vel tryggðir með EES-samningnum. Jafnframt er á það að líta að hagvöxtur hefur verið góður og atvinnustig hátt. þar af leiðandi hefur ekki verið mikill þrýstingur af efnahagslegum ástæðum til þess að breyta stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu. Tíminn stendur hins vegar ekki í stað. Margvíslegar breytingar eru að gerast bæði í þjóðarbúskapnum og því alþjóðlega umhverfi sem þjóðin er háð bæði viðskiptalega og pólitískt. Slík tengsl eru öllum framsæknum þjóðum nauðsynleg. Óumdeilt er að EES-samningurinn er traust viðskiptaleg undirstaða í þessu tilliti. En þær stofnanir sem hafa öðru fremur tryggt pólitíska fótfestu okkar í alþjóðasamfélaginu, Atlantshafsbandalagið og Norðurlandaráð, hafa hins vegar verið að veikjst. Óneitanlega slævir sú þróun pólitísk tengsl þjóðarinnar út á við. Til lengri tíma getum við ekki horft framhjá því. Að því er þjóðarbúskapinn varðar er deginum ljósara að krónan verður stöðgugt máttlausari sem sjálfstæður gjaldmiðill. Vandséð er að unnt verði að tryggja varanlegan stöðugleika með henni. Sjávarútvegsfyrirtækin eru nú sterkari og samkeppnishæfari en áður var en vægi atvinnugreinarinnar hefur þar á móti minnkað. Við megum ekki loka augunm fyrir breytingum og þróun í eigin umhverfi. En það eru líka pólitískir blindingjar sem ekki gera sér grein fyrir því að sem fyrr eru margvíslegar pólitískar hindranir í vegi Evrópusambandsaðildar. Í því sambandi má nefna beinan kostnað og óvissu um þrón sambandsins. Eftir sem áður er okkur nauðsynlegt að tryggja raunveruleg yfirráð yfir auðlindum sjávar. Og af samkeppnisástæðum er mikilvægt að við getum ákveðið eigin skattastefnu. Að öllu þessu virtu er eigi að síður réttur tími nú til þess að virða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Kjarni þess máls er að meta verulega breyttar aðstæður á móti pólitískum hindrunum sem enn eru til staðar. Ekki er unnt að fullyrða að slíkt mat muni óhjákvæmilega leiða til breytinga á stöðu okkar gagnvart sambandinu. Og fráleitt væri að stilla þeirri spurningu upp sem kosningamáli á vori komanda. Til þess er það ekki nógsamlega þroskað. En það ber vott um ógott pólitískt tímaskyn að skjóta þessu mati inn í framtíðina. Þetta er verkefni sem þarf að takast á við í málefnalegri pólitískri umræðu. Næstu fjögur ár eru eðlilegur tími til virkrar og hleypidómalausrar skoðunar á þessu mikla álitaefni. Að því búnu er unnt að taka strikið. Breytingar á stefnu Íslands að þessu leyti eru ekki skynsamlegar nema um þær náist breið samstaða aukins meirihluta á Alþingi og meðal þjóðarinnar.