Múgæsingar og myndir af spámanninum 5. febrúar 2006 20:14 Sýrland er lögregluríki, sagði Flemming Rose Jensen, menningarritstjóri Jótlandspóstsins, í sjónvarpsviðtali sem ég sá áðan. Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að mótmælin í Sýrlandi hefðu ekki orðið nema með leyfi yfirvaldanna þar. Í Sýrlandi er ekki heimilt að efna til mótmæla gegn ríkisstjórninni. Í því sambandi má rifja upp fjöldamorðin í Hama 1982. Margt er á reiki um þessa atburði en Amnesty International áætlar að 10-25 þúsund manns hafi verið myrtir. Meðal annars er sagt að herinn hafi pumpað eiturgasi inn í byggingar þar sem stjórnarandstæðingar földu sig. Sýrlandsstjórn tókst á sínum tíma að þegja fjöldamorðin í hel. Um þau hafa aldrei birst neinar fréttir að ráði á Vesturlöndum. Hins vegar er sagt að borgin Hama hafi ekki borið sitt barr eftir þetta né hreyfingar bókstafstrúarmanna í Sýrlandi sem þessar aðgerðir beindust gegn. Sama ríkisstjórn situr enn í Sýrlandi, nú undir forystu Bashar al-Assad, sonar Hafez al-Assads heitins sem þá var harðstjóri í landinu --- --- --- Það kemur í æ betur í ljós að mótmælin gegn skopteikningunum eru að miklu leyti skipulagðar múgæsingar. Öfgamenn hafa valið að taka slaginn um þessar myndir. Vitlausum myndum er dreift, það er látið spyrjast út að einhverjir hafi ætlað að brenna Kóraninn á Ráðhústorginu. Charles Moore spyr í grein í The Daily Telegraph hvar þeir á Gaza hafi náð í svona marga danska fána? Varla fara þeir út í kjörbúð og kaupa þá? Það er verðugt rannsóknarblaðamannaverkefni að skoða hvernig teikningar sem birtast í dönsku dreifbýlisblaði í september valda óeirðum sem spetta samtímis upp víða í hinum íslamska heimi í febrúar. En kannski þorir enginn að rannsaka þetta? --- --- --- Það er hrollvekjandi að heyra um danska múslimaleiðtoga sem fóru til landa íslams til að bera út óhróður um Dani, þessa smáþjóð sem hefur tekið við miklum fjölda innflytjenda og verið mjög ötul í hjálparstarfi. Er kannski hægt að tala um landráð í því sambandi - að minnsta kosti vantar verulega mikið upp á þegnskapinn hjá svona liði? Hví erum við líka að taka svo mikið tillit til hinna öfgafyllstu í röðum múslima? Er það ekki svolítið eins og að stilla Gunnari í Krossinum og Pat Robertson upp sem talsmönnum alls kristindómsins? --- --- --- Eitt er nú að þessar myndbirtingar eru ekkert einsdæmi. Fyrir nokkrum árum fjallaði teiknimyndaserían South Park um helstu trúarleiðtoga í þætti sem kallaðist Super Best Friends. Þar valsa um spámenn eins og Jesús, Búdda, Móses, Joseph Smith - og Múhammed sem leit svona út í þættinum. Þessum þætt var dreift út um allan heim eins og allri þessari seríu. Hann hefur eflaust verið sýndur í sjónvarpi á Íslandi. En það er ekki vitað til þess að neinn hafi mótmælt. --- --- --- Spámaðurinn var líka fyrir nokkru síðan á mynd utan á franska tímaritinu Le Nouvel Observateur. Þetta er einhvers konar fantasía forsíðuhöfundar blaðsins og vísar til gamalla mynda af Múhammeð - sem vissulega eru til frá ýmsum tímabilum þrátt fyrir að öðru sé nú haldið fram. Þær má sjá í söfunum um víða veröld - spurning hvort brátt þurfi að fjarlægja þær til að friða öfgamennina sem vestrið óttast svo mjög? Reyndar hafa þær kröfur heyrst, til dæmis um verk á safni í Bologna á Ítalíu.Greinin í Le Nouvel Obs fjallaði um konur og íslam. Þetta er eitt víðlesnasta tímarit í Frakklandi. Blaðið er til sölu í hverjum einasta blaðsöluturni í landinu og yfirleitt hanga forsíður þess uppi á mjög áberandi stað.Ekki er vitað til þess að myndin hafi valdið neinum mótmælum þrátt fyrir að margar milljónir múslima búi í Frakklandi. --- --- --- Hvaða þörf var á að að birta þessar myndir, heyrir maður spurt. Svarið er: Engin sérstök. Þetta er hins vegar vitlaus spurning. Það má vera að blaðamennirnir á þessu litla blaði í Árósum séu öfugsnúnar málfrelsishetjur. Þegar reynt er að þagga niður í þeim tekur maður hins vegar afstöðu með tjáningarfrelsinu. Þannig styður maður líka þá sem berjast gegn einræðisstjórnum í heiminum. Ef við látum undan getum við misst réttinn til að segja ótalmargt - líka sannleikann. Ég hef nefnt dæmi um rithöfundinn Taslimu Nasreen sem varð fyrir svipuðum múgæsingum vegna bókarinnar Laja (Skömmin) sem hún skrifaði um ofbeldi gegn konum í íslam. Nasreen byggði þar meðal annars á reynslu sinni sem kvenlæknir. Milljónir manna (karlmanna) sátu um að myrða hana. Dauðadómur - fatwa - var kveðinn upp yfir henni. Hún varð að leita skjóls á Vesturlöndum þar sem ríkir málfrelsi. Var einhver þörf fyrir hana að skrifa þessa bók fyrst hún særði svona marga?--- --- ---Þetta hefur fleiri hliðar. Í nýrri bók For Lust of Knowing: The Orientalists and Their Enemies skrifar Robert Irwin um hvernig austurlandafræðingar séu hræddir um að fjalla um spámanninn Múhammeð af ótta við við viðbrögðin - hann segir að af þeim sökum séu þeir farnir að tjá sig á nokkurs konar dulmáli. Þannig teygir ógnin sig víða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Sýrland er lögregluríki, sagði Flemming Rose Jensen, menningarritstjóri Jótlandspóstsins, í sjónvarpsviðtali sem ég sá áðan. Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að mótmælin í Sýrlandi hefðu ekki orðið nema með leyfi yfirvaldanna þar. Í Sýrlandi er ekki heimilt að efna til mótmæla gegn ríkisstjórninni. Í því sambandi má rifja upp fjöldamorðin í Hama 1982. Margt er á reiki um þessa atburði en Amnesty International áætlar að 10-25 þúsund manns hafi verið myrtir. Meðal annars er sagt að herinn hafi pumpað eiturgasi inn í byggingar þar sem stjórnarandstæðingar földu sig. Sýrlandsstjórn tókst á sínum tíma að þegja fjöldamorðin í hel. Um þau hafa aldrei birst neinar fréttir að ráði á Vesturlöndum. Hins vegar er sagt að borgin Hama hafi ekki borið sitt barr eftir þetta né hreyfingar bókstafstrúarmanna í Sýrlandi sem þessar aðgerðir beindust gegn. Sama ríkisstjórn situr enn í Sýrlandi, nú undir forystu Bashar al-Assad, sonar Hafez al-Assads heitins sem þá var harðstjóri í landinu --- --- --- Það kemur í æ betur í ljós að mótmælin gegn skopteikningunum eru að miklu leyti skipulagðar múgæsingar. Öfgamenn hafa valið að taka slaginn um þessar myndir. Vitlausum myndum er dreift, það er látið spyrjast út að einhverjir hafi ætlað að brenna Kóraninn á Ráðhústorginu. Charles Moore spyr í grein í The Daily Telegraph hvar þeir á Gaza hafi náð í svona marga danska fána? Varla fara þeir út í kjörbúð og kaupa þá? Það er verðugt rannsóknarblaðamannaverkefni að skoða hvernig teikningar sem birtast í dönsku dreifbýlisblaði í september valda óeirðum sem spetta samtímis upp víða í hinum íslamska heimi í febrúar. En kannski þorir enginn að rannsaka þetta? --- --- --- Það er hrollvekjandi að heyra um danska múslimaleiðtoga sem fóru til landa íslams til að bera út óhróður um Dani, þessa smáþjóð sem hefur tekið við miklum fjölda innflytjenda og verið mjög ötul í hjálparstarfi. Er kannski hægt að tala um landráð í því sambandi - að minnsta kosti vantar verulega mikið upp á þegnskapinn hjá svona liði? Hví erum við líka að taka svo mikið tillit til hinna öfgafyllstu í röðum múslima? Er það ekki svolítið eins og að stilla Gunnari í Krossinum og Pat Robertson upp sem talsmönnum alls kristindómsins? --- --- --- Eitt er nú að þessar myndbirtingar eru ekkert einsdæmi. Fyrir nokkrum árum fjallaði teiknimyndaserían South Park um helstu trúarleiðtoga í þætti sem kallaðist Super Best Friends. Þar valsa um spámenn eins og Jesús, Búdda, Móses, Joseph Smith - og Múhammed sem leit svona út í þættinum. Þessum þætt var dreift út um allan heim eins og allri þessari seríu. Hann hefur eflaust verið sýndur í sjónvarpi á Íslandi. En það er ekki vitað til þess að neinn hafi mótmælt. --- --- --- Spámaðurinn var líka fyrir nokkru síðan á mynd utan á franska tímaritinu Le Nouvel Observateur. Þetta er einhvers konar fantasía forsíðuhöfundar blaðsins og vísar til gamalla mynda af Múhammeð - sem vissulega eru til frá ýmsum tímabilum þrátt fyrir að öðru sé nú haldið fram. Þær má sjá í söfunum um víða veröld - spurning hvort brátt þurfi að fjarlægja þær til að friða öfgamennina sem vestrið óttast svo mjög? Reyndar hafa þær kröfur heyrst, til dæmis um verk á safni í Bologna á Ítalíu.Greinin í Le Nouvel Obs fjallaði um konur og íslam. Þetta er eitt víðlesnasta tímarit í Frakklandi. Blaðið er til sölu í hverjum einasta blaðsöluturni í landinu og yfirleitt hanga forsíður þess uppi á mjög áberandi stað.Ekki er vitað til þess að myndin hafi valdið neinum mótmælum þrátt fyrir að margar milljónir múslima búi í Frakklandi. --- --- --- Hvaða þörf var á að að birta þessar myndir, heyrir maður spurt. Svarið er: Engin sérstök. Þetta er hins vegar vitlaus spurning. Það má vera að blaðamennirnir á þessu litla blaði í Árósum séu öfugsnúnar málfrelsishetjur. Þegar reynt er að þagga niður í þeim tekur maður hins vegar afstöðu með tjáningarfrelsinu. Þannig styður maður líka þá sem berjast gegn einræðisstjórnum í heiminum. Ef við látum undan getum við misst réttinn til að segja ótalmargt - líka sannleikann. Ég hef nefnt dæmi um rithöfundinn Taslimu Nasreen sem varð fyrir svipuðum múgæsingum vegna bókarinnar Laja (Skömmin) sem hún skrifaði um ofbeldi gegn konum í íslam. Nasreen byggði þar meðal annars á reynslu sinni sem kvenlæknir. Milljónir manna (karlmanna) sátu um að myrða hana. Dauðadómur - fatwa - var kveðinn upp yfir henni. Hún varð að leita skjóls á Vesturlöndum þar sem ríkir málfrelsi. Var einhver þörf fyrir hana að skrifa þessa bók fyrst hún særði svona marga?--- --- ---Þetta hefur fleiri hliðar. Í nýrri bók For Lust of Knowing: The Orientalists and Their Enemies skrifar Robert Irwin um hvernig austurlandafræðingar séu hræddir um að fjalla um spámanninn Múhammeð af ótta við við viðbrögðin - hann segir að af þeim sökum séu þeir farnir að tjá sig á nokkurs konar dulmáli. Þannig teygir ógnin sig víða.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun