Blekkingar Nolans 11. janúar 2007 10:00 Scarlett Johansson og Hugh Jackman lifa og hrærast í heimi sjónhverfinga í The Prestige. Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Sýningar á nýjustu mynd hans, The Prestige, hefjast á Íslandi á morgun en þar egnir hann saman áðurnefndum Bale og Hugh Jackman í hlutverkum tveggja töframanna sem eru í bullandi samkeppni við upphaf 20. aldarinnar. Jackman leikur Robert Angier sem er með sviðstöfrabrögðum sínum að verða vinsæll skemmtikraftur en Bale leikur félaga hans og kollega Alfred Borden. Sá er hugmyndaríkt séní sem á öllu erfiðara með að láta hugmyndir sínar og brellur njóta sín í sviðsljósinu. Þegar magnaðasta töfrabragð þeirra félaga mislukkast með skelfilegum afleiðingum skilja leiðir og þeir verða svarnir óvinir sem leggja ofurkapp á að skyggja hvor á annan og fletta ofan af brellum hins. Samkeppnin stigmagnast þegar þeir neyta báðir alra bragða til að slá hinum við og notast meðal annars við nýjustu rafnagnstækni. Persónulegur núningurinn er ekki síður rafmagnaður og metingur þeirra stofnar öllum í kringum þá í lífshættu áður en yfir lýkur. Auk þeirra Jackmans og Bale fara þau Michael Caine og Scarlett Johansson með veigamikil hlutverk ásamt Andy Serkis (Gollum í Hringadróttinssögu) og sjálfum David Bowie sem leikur rafmagnsbrautryðjandan Nikola Tesla.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira