Talnabrellur Stefáns Ólafssonar 12. janúar 2007 06:00 Fjör færist jafnan í Stefán Ólafsson prófessor, þegar þingkosningar nálgast. Hann stagaðist á því í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum, að fátækt hefði aukist á Íslandi. Hann átti við hlutdeild tekjulægsta hópsins í heildartekjum, en hún hafði minnkað af þeirri ástæðu einni, að ríku fólki hafði fjölgað. Stefán þagnaði raunar snarlega, þegar bent var á, að Reykjavíkurborg hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gengið hart fram í að skerða kjör þeirra, sem minnst mega sín. Nú heldur Stefán því fram, að ríkisstjórnin hafi stórhækkað skatta, þótt tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað úr 30,41% 1997 í 22,75% 2006 og tekjuskattur fyrirtækja úr 45% 1991 í 18% 2001, eignarskattar, aðstöðugjald og hátekjuskattur allt verið fellt niður og erfðafjárskattur lækkaður. Stefán nefnir tölur frá OECD um það, að tekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar. Í Morgunblaðinu 24. febrúar 2006 segir Stefán háðslega, að Davíð Oddsson sé skattakóngur Íslands. Ríkisstjórn hans hafi fundið „breiðu bökin". Skattbyrði tekjulægsta hópsins hafi þyngst vegna þess, að skattleysismörk hefðu ekki færst eins hratt upp og launatekjur. Í fyrsta lagi ruglar Stefán saman skattheimtu (til dæmis hvort tekjuskattur er 10% eða 20%) og skatttekjum (hver afrakstur af skattheimtunni er í krónum). Davíð Oddsson og menn hans töldu vissulega mikilvægt að minnka skattheimtu. En þeir bentu einmitt á, að það gæti leitt til aukinna skatttekna ríkisins. Til dæmis voru varla til neinar fjármagnstekjur fyrir tíu árum, af því að fjármagn var illa nýtt. Nú nema skatttekjur ríkisins af fjármagnstekjum 18-20 milljörðum króna á ári. Skatttekjur af tekjuskatti fyrirtækja voru 2,7 milljarðar 1991, þegar tekjuskatturinn var 45%, en þær eru 20,5 milljarðar 2005, þegar tekjuskatturinn er 18%. Skattheimta hefur minnkað, en skatttekjur aukist. Í öðru lagi gerir Stefán ekki greinarmun á skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Skatttekjur ríkissjóðs voru sem hlutfall af landsframleiðslu 32,4% 1992, fóru næstu tvö ár niður í rúm 30%, voru um 31 til 33% næstu ár, en fóru upp í 34,3% 2004 og 36,9% 2005. Áætlað er, að þær fari næstu tvö ár niður aftur og verði 32,1% 2008. Þá verður hlutfallið komið niður fyrir það, sem það var 1992. Eru þetta stórkostlegar skattahækkanir? Því miður hefur orðið önnur þróun í skatttekjum sveitarfélaga. Þær voru sem hlutfall af landsframleiðslu 8,6% 1994 og voru komnar upp í 12,4% 2002, en gert er ráð fyrir, að þær verði 12,3% 2008. Með öðrum orðum hafa skatttekjur sveitarfélaga hækkað um tæpan fjórðung. Stærsta sveitarfélagið er Reykjavík. Þar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri 1994-2002. Er hún ekki sannnefnd skattadrottning Íslands og þótt víðar væri leitað? Í þriðja lagi er skuldasöfnun óbein skattlagning. Stefán þegir vandlega um, að ríkið hefur greitt niður skuldir. Hreinar skuldir ríkisins hafa minnkað úr 170 milljörðum 1997 í 45 milljarða 2006. Hreinar skuldir sveitarfélaga (og þá aðallega Reykjavíkurborgar) jukust hins vegar úr 14 milljörðum 1993 í 60 milljarða 2006. Þetta er stórkostleg aukning. Er Ingibjörg Sólrún ekki sannnefnd skuldadrottning Íslands og þótt víðar væri leitað? Í fjórða lagi er vissulega rétt, að árin 2004 og 2005 skutust skatttekjur ríkisins upp, þótt þær fari væntanlega 2008 niður í sama hlutfall og þær voru 1992. Auknar skattgreiðslur tekjulægsta hópsins vegna hærri tekna hans mynda óverulegar skatttekjur og skýra auðvitað ekki nema að litlu leyti auknar skatttekjur ríkissjóðs. Skýringarnar eru aðrar. Vegna góðærisins myndast miklar tekjur af vörugjöldum. Meira er líka keypt hlutfallslega af þeirri vöru, sem ber hæstan virðisaukaskatt. Menn greiða skatta af meiri hluta tekna sinna en áður, af því að skattleysismörkin hafa ekki færst eins hratt upp og launatekjur. Ríkið sparar sér líka ýmsar tekjutengdar bætur, til dæmis barnabætur og vaxtabætur, af því að þeir, sem þær fengu, þurfa þeirra ekki lengur með. Eftir stendur, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í senn skatta- og skuldadrottning Íslands, en við hirð hennar skemmtir Stefán Ólafsson með sjónhverfingum. Honum ferst það vel úr hendi: Það er ekki á allra færi að breyta raunverulegum skattalækkunum í skattahækkanir með talnabrellum. Stefán þagnaði raunar snarlega, þegar bent var á, að Reykjavíkurborg hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gengið hart fram í að skerða kjör þeirra, sem minnst mega sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Fjör færist jafnan í Stefán Ólafsson prófessor, þegar þingkosningar nálgast. Hann stagaðist á því í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum, að fátækt hefði aukist á Íslandi. Hann átti við hlutdeild tekjulægsta hópsins í heildartekjum, en hún hafði minnkað af þeirri ástæðu einni, að ríku fólki hafði fjölgað. Stefán þagnaði raunar snarlega, þegar bent var á, að Reykjavíkurborg hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gengið hart fram í að skerða kjör þeirra, sem minnst mega sín. Nú heldur Stefán því fram, að ríkisstjórnin hafi stórhækkað skatta, þótt tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað úr 30,41% 1997 í 22,75% 2006 og tekjuskattur fyrirtækja úr 45% 1991 í 18% 2001, eignarskattar, aðstöðugjald og hátekjuskattur allt verið fellt niður og erfðafjárskattur lækkaður. Stefán nefnir tölur frá OECD um það, að tekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar. Í Morgunblaðinu 24. febrúar 2006 segir Stefán háðslega, að Davíð Oddsson sé skattakóngur Íslands. Ríkisstjórn hans hafi fundið „breiðu bökin". Skattbyrði tekjulægsta hópsins hafi þyngst vegna þess, að skattleysismörk hefðu ekki færst eins hratt upp og launatekjur. Í fyrsta lagi ruglar Stefán saman skattheimtu (til dæmis hvort tekjuskattur er 10% eða 20%) og skatttekjum (hver afrakstur af skattheimtunni er í krónum). Davíð Oddsson og menn hans töldu vissulega mikilvægt að minnka skattheimtu. En þeir bentu einmitt á, að það gæti leitt til aukinna skatttekna ríkisins. Til dæmis voru varla til neinar fjármagnstekjur fyrir tíu árum, af því að fjármagn var illa nýtt. Nú nema skatttekjur ríkisins af fjármagnstekjum 18-20 milljörðum króna á ári. Skatttekjur af tekjuskatti fyrirtækja voru 2,7 milljarðar 1991, þegar tekjuskatturinn var 45%, en þær eru 20,5 milljarðar 2005, þegar tekjuskatturinn er 18%. Skattheimta hefur minnkað, en skatttekjur aukist. Í öðru lagi gerir Stefán ekki greinarmun á skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Skatttekjur ríkissjóðs voru sem hlutfall af landsframleiðslu 32,4% 1992, fóru næstu tvö ár niður í rúm 30%, voru um 31 til 33% næstu ár, en fóru upp í 34,3% 2004 og 36,9% 2005. Áætlað er, að þær fari næstu tvö ár niður aftur og verði 32,1% 2008. Þá verður hlutfallið komið niður fyrir það, sem það var 1992. Eru þetta stórkostlegar skattahækkanir? Því miður hefur orðið önnur þróun í skatttekjum sveitarfélaga. Þær voru sem hlutfall af landsframleiðslu 8,6% 1994 og voru komnar upp í 12,4% 2002, en gert er ráð fyrir, að þær verði 12,3% 2008. Með öðrum orðum hafa skatttekjur sveitarfélaga hækkað um tæpan fjórðung. Stærsta sveitarfélagið er Reykjavík. Þar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri 1994-2002. Er hún ekki sannnefnd skattadrottning Íslands og þótt víðar væri leitað? Í þriðja lagi er skuldasöfnun óbein skattlagning. Stefán þegir vandlega um, að ríkið hefur greitt niður skuldir. Hreinar skuldir ríkisins hafa minnkað úr 170 milljörðum 1997 í 45 milljarða 2006. Hreinar skuldir sveitarfélaga (og þá aðallega Reykjavíkurborgar) jukust hins vegar úr 14 milljörðum 1993 í 60 milljarða 2006. Þetta er stórkostleg aukning. Er Ingibjörg Sólrún ekki sannnefnd skuldadrottning Íslands og þótt víðar væri leitað? Í fjórða lagi er vissulega rétt, að árin 2004 og 2005 skutust skatttekjur ríkisins upp, þótt þær fari væntanlega 2008 niður í sama hlutfall og þær voru 1992. Auknar skattgreiðslur tekjulægsta hópsins vegna hærri tekna hans mynda óverulegar skatttekjur og skýra auðvitað ekki nema að litlu leyti auknar skatttekjur ríkissjóðs. Skýringarnar eru aðrar. Vegna góðærisins myndast miklar tekjur af vörugjöldum. Meira er líka keypt hlutfallslega af þeirri vöru, sem ber hæstan virðisaukaskatt. Menn greiða skatta af meiri hluta tekna sinna en áður, af því að skattleysismörkin hafa ekki færst eins hratt upp og launatekjur. Ríkið sparar sér líka ýmsar tekjutengdar bætur, til dæmis barnabætur og vaxtabætur, af því að þeir, sem þær fengu, þurfa þeirra ekki lengur með. Eftir stendur, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í senn skatta- og skuldadrottning Íslands, en við hirð hennar skemmtir Stefán Ólafsson með sjónhverfingum. Honum ferst það vel úr hendi: Það er ekki á allra færi að breyta raunverulegum skattalækkunum í skattahækkanir með talnabrellum. Stefán þagnaði raunar snarlega, þegar bent var á, að Reykjavíkurborg hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gengið hart fram í að skerða kjör þeirra, sem minnst mega sín.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun