Bíó og sjónvarp

Best í heimi aftur í Iðnó

Hópurinn sem að sýningunni stendur er kominn í gang á ný.
Hópurinn sem að sýningunni stendur er kominn í gang á ný.

Rauði þráðurinn hefur auglýst að teknar verði upp sýningar í Iðnó frá og með næsta laugardegi á spunaverkinu Best í heimi sem María Reyndal setti upp fyrir jól við gríðargóðar undirtektir.

Var uppselt á allar sýningar fyrir jól og eru nú fyrirhugaðar fimm aukasýningar til loka janúar. Best í heimi byggir sem kunnugt er á ímynd Íslands og tali manna og hvernig við tökum á móti nýbúum. Verkið er leikið af listamönnum af erlendu bergi brotnu og grandskoðar bullið kringum einföldustu gerð þjóðrembu í samfélagi okkar og vitund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×