Bíó og sjónvarp

Erfitt að leika Borat

Sacha Baron Cohen í hlutverki sjónvarpsmannsins Borat.
Sacha Baron Cohen í hlutverki sjónvarpsmannsins Borat.

Sacha Baron Cohen, sem hefur slegið rækilega í gegn sem Borat frá Kazakstan, segir það hafa tekið sinn toll að leika sjónvarpsmanninn sérstæða.

Sérstaklega hafi það verið erfitt þá mánuði sem tökur á myndinni stóðu yfir því þá þurfti hann stanslaust að vera í karakter. Þegar kvikmyndin var frumsýnd þurfti hann síðan að halda hlutverkinu áfram í nokkra mánuði í viðbót í kynningarskyni.

Við tökurnar neitaði hann meira að segja að þvo gráu jakkafötin sín og að nota svitalyktareyði til að auka á raunveruleika persónunnar. „Þetta var mjög erfitt,“ sagði hinn 35 ára Cohen.

„Ég varð að vera svona dag og nótt, vegna þess að ef minnsta smáatriði hefði breyst hjá mér hefði ég gert þá tortryggna. Meira að segja þegar ég fór á klósettið þurfti ég að fara þangað sem Borat.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×