Bíó og sjónvarp

Gibson til Mexíkó

Leikstjórinn ætlar að vera viðstaddur frumsýningu Apocalypto í Mexíkó.
Leikstjórinn ætlar að vera viðstaddur frumsýningu Apocalypto í Mexíkó.

Leikstjórinn Mel Gibson verður viðstaddur frumsýningu myndar sinnar Apocalypto í Mexíkó í næstu viku. Myndin gerist fyrir fimm hundruð árum og fjallar um Maya-ættbálkinn sem byggði upp samfélag í Mexíkó, Gvatemala og Hondúras. Er hún öll töluð á tungumáli Maya.

Gibson réð fólk af Maya-ætt til að leika í myndinni og hefur hann lýst því yfir að hann vilji að tungumál Maya verði vinsælt á nýjan leik og hefur hvatt fólk til að tala málið með stolti.

Apocalypto, sem var nýlega frumsýnd hér á landi, hefur fengið mjög góðar viðtökur erlendis. Var hún m.a. tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta myndin á erlendu tungumáli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×