Fyrirspurnir frá draumaborginni hafa sexfaldast 15. janúar 2007 07:45 Stærsta verkefnið. Gerð kvikmyndarinnar Flags of our Fathers er talin hafa skilað hundruðum milljóna til íslenskra aðila. „Það hefur átt sér stað mikil vakning um Ísland meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Einar Tómasson hjá Film in Iceland. „Fyrirspurnir hafa sexfaldast á undanförnum árum og hækkun á endurgreiðslu í fjórtán prósent skipti þar miklu máli,“ útskýrir hann. Á undanförnum árum hafa kvikmyndir á borð við Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day verið að hluta til teknar upp á Íslandi en eitt stærsta verkefnið var án nokkurs vafa Flags of our Fathers þar sem Clint Eastwood lagði Sandvík á Reykjanesi undir sig í nokkrar vikur en reikna má með að dvöl tökuliðsins hafi skilað hundruðum milljóna til baka. Helga Margrét Reykdal hjá True North staðfestir þetta en vill ekki gefa upp nákvæma tölu, það sé trúnaðarmál. Hún segir að aðstæður skipti miklu máli fyrir áhugann og nefnir þar sérstaklega gengi krónunnar. „En fyrirspurnirnar eru alltaf jafn margar,“ segir hún. „Að fá erlent kvikmyndagerðarfólk til landsins er atriði sem skiptir miklu máli fyrir litla þjóðarbúskapinn okkar.“ Einar Sveinn, markaðsstjóri hjá Pegasus, segist finna vel fyrir auknum áhuga hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki sem vilji koma hingað til lands. Hann segist ekki vita til þess að jafn stórt verkefni og Flags of our Fathers sé á teikniborðinu en upplýsir að Pegasus sé með í pottinum nokkrar bitastæðar kvikmyndir sem gætu ratað hingað upp á land. „Í þessum iðnaði er betra að segja minna heldur en meira,“ svara Einar sem vildi ekki gefa upp hverjir það væru sem sýnt hefðu landi og þjóð áhuga. Hjá Saga Film fengust þær upplýsingar að stórt verkefni væri í burðarliðnum en framleiðandinn Jón Bjarni Guðmundsson var þögull sem gröfin og vildi ekkert tjá sig um málið. „Þetta er ekki jafn viðamikið og Flags of our Fathers en tökudagarnir verða fleiri,“ útskýrir Jón Bjarni og segir að mjög stórt nafn í Hollywood sé að lesa handritið yfir en sagðist ekki geta upplýst hver það væri að svo stöddu. „Við náum henni vonandi, ef ekki á þessu ári þá á því næsta,“ segir Jón Bjarni. Hann tók hins vegar undir með Helgu Margréti og sagði að ytri aðstæður gætu oft skipt sköpum. „Við getum ráðið við veðrið en ekki við hátt matarverð.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Það hefur átt sér stað mikil vakning um Ísland meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Einar Tómasson hjá Film in Iceland. „Fyrirspurnir hafa sexfaldast á undanförnum árum og hækkun á endurgreiðslu í fjórtán prósent skipti þar miklu máli,“ útskýrir hann. Á undanförnum árum hafa kvikmyndir á borð við Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day verið að hluta til teknar upp á Íslandi en eitt stærsta verkefnið var án nokkurs vafa Flags of our Fathers þar sem Clint Eastwood lagði Sandvík á Reykjanesi undir sig í nokkrar vikur en reikna má með að dvöl tökuliðsins hafi skilað hundruðum milljóna til baka. Helga Margrét Reykdal hjá True North staðfestir þetta en vill ekki gefa upp nákvæma tölu, það sé trúnaðarmál. Hún segir að aðstæður skipti miklu máli fyrir áhugann og nefnir þar sérstaklega gengi krónunnar. „En fyrirspurnirnar eru alltaf jafn margar,“ segir hún. „Að fá erlent kvikmyndagerðarfólk til landsins er atriði sem skiptir miklu máli fyrir litla þjóðarbúskapinn okkar.“ Einar Sveinn, markaðsstjóri hjá Pegasus, segist finna vel fyrir auknum áhuga hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki sem vilji koma hingað til lands. Hann segist ekki vita til þess að jafn stórt verkefni og Flags of our Fathers sé á teikniborðinu en upplýsir að Pegasus sé með í pottinum nokkrar bitastæðar kvikmyndir sem gætu ratað hingað upp á land. „Í þessum iðnaði er betra að segja minna heldur en meira,“ svara Einar sem vildi ekki gefa upp hverjir það væru sem sýnt hefðu landi og þjóð áhuga. Hjá Saga Film fengust þær upplýsingar að stórt verkefni væri í burðarliðnum en framleiðandinn Jón Bjarni Guðmundsson var þögull sem gröfin og vildi ekkert tjá sig um málið. „Þetta er ekki jafn viðamikið og Flags of our Fathers en tökudagarnir verða fleiri,“ útskýrir Jón Bjarni og segir að mjög stórt nafn í Hollywood sé að lesa handritið yfir en sagðist ekki geta upplýst hver það væri að svo stöddu. „Við náum henni vonandi, ef ekki á þessu ári þá á því næsta,“ segir Jón Bjarni. Hann tók hins vegar undir með Helgu Margréti og sagði að ytri aðstæður gætu oft skipt sköpum. „Við getum ráðið við veðrið en ekki við hátt matarverð.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira