Brúðkaup ársins í norðangarra og kulda 19. nóvember 2007 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir nýgift. Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttur gengu í það heilaga á laugardaginn. Hjónakornin héldu síðan veglega veislu í Hafnarhúsinu þar sem Ný Dönsk og Gus Gus léku fyrir dansi. Klukkan hálf sex á laugardagskvöldinu dró til tíðinda á Lækjargötunni þegar allt tók að fyllast af glæsibifreiðum fyrir utan Fríkirkjuna. Prúðbúin fyrirmenninn tóku að týnast inn í kirkjuna. Brúðinni seinkaði örlítið og mætti tuttugu mínútur í sex, klædd í glæsilegan hvítan brúðarkjól sem var hannaður og saumaður af fatahönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur. Ingibjörg gekk inn um hliðardyrnar á Fríkirkjunni og sáu öryggisverðir um að ekki sæist högg á vatni á glæsilegum kjól hennar með regnhlífum. Inní kirkjunni beið hennar Jón Ásgeir sem stóð stoltur ásamt föður sínum Jóhannes Jónssyni. Séra Hjörtur Magni, fríkirkjuprestur, gaf hjónakornin saman frammi fyrir Guði og mönnum og stórsöngvararnir Garðar Thor Cortes og Daníel Ágúst Haraldsson sungu við athöfnina. Kirkjan var dúkalögð með gráu teppi og hvítum línum og útí gluggum kirkjunnar hafði verið komið fyrir hvítum kertum og rósum í sama lit. Rétt yfir sex voru kirkjudyrnar opnaðar og haldið yfir í Hafnarhúsið þar sem glæsileg veislan stóð langt fram á nótt undir styrkri stjórn veislustjórans og kvikmyndaleikstjórans Baltasars Kormáks en hann er sem kunnugt er mágur Ingibjargar. Slíkur var fjöldi gesta að biðröð myndaðist fyrir utan Hafnarhúsið og olli nokkrum umferðartöfum á Tryggvagötunni. Veislan var að sögn veislugesta nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast. Faðir brúðgumans, Jóhannes. tók til máls og óskaði brúðarhjónunum velfarnaðar og í kjölfarið komu ræðumennirnir einn af öðrum, Lilja Pálmadóttir, systir Ingibjargar, auk þess sem sonur Ingibjargar, Sigurður Pálmi, hélt hugljúfa tölu um brúðhjónin. Skemmtiatriðin voru ekki af verra taginu, íslensku hljómsveitirnar Ný Dönsk og Gus Gus, léku fyrir dansi. Ekki var neinn hörgull á rómantíkinni, staðurinn var skreyttur hvítum rósum og hvítum kertum og ákveðnum hápunkti var náð þegar kvennakór gekk í salinn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og söng með gestunum Bítlalagið All You Need is Love. Hjónakornin virtust una sér vel í kringum íslensku listamennina og léku á alls oddi og gestirnir dönsuðu fram á rauða nótt. Slík var veislugleðin að um fjögurleytið var gripið til þess ráðs að breyta listasafninu í alvöru hamborgarastað þar sem reiddir voru fram dýrindis borgara með frönskum. Samkvæmt sjónarvottum hurfu síðustu gestirnir útí kaldan vetrarmorgunin klukkan hálf fimm. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttur gengu í það heilaga á laugardaginn. Hjónakornin héldu síðan veglega veislu í Hafnarhúsinu þar sem Ný Dönsk og Gus Gus léku fyrir dansi. Klukkan hálf sex á laugardagskvöldinu dró til tíðinda á Lækjargötunni þegar allt tók að fyllast af glæsibifreiðum fyrir utan Fríkirkjuna. Prúðbúin fyrirmenninn tóku að týnast inn í kirkjuna. Brúðinni seinkaði örlítið og mætti tuttugu mínútur í sex, klædd í glæsilegan hvítan brúðarkjól sem var hannaður og saumaður af fatahönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur. Ingibjörg gekk inn um hliðardyrnar á Fríkirkjunni og sáu öryggisverðir um að ekki sæist högg á vatni á glæsilegum kjól hennar með regnhlífum. Inní kirkjunni beið hennar Jón Ásgeir sem stóð stoltur ásamt föður sínum Jóhannes Jónssyni. Séra Hjörtur Magni, fríkirkjuprestur, gaf hjónakornin saman frammi fyrir Guði og mönnum og stórsöngvararnir Garðar Thor Cortes og Daníel Ágúst Haraldsson sungu við athöfnina. Kirkjan var dúkalögð með gráu teppi og hvítum línum og útí gluggum kirkjunnar hafði verið komið fyrir hvítum kertum og rósum í sama lit. Rétt yfir sex voru kirkjudyrnar opnaðar og haldið yfir í Hafnarhúsið þar sem glæsileg veislan stóð langt fram á nótt undir styrkri stjórn veislustjórans og kvikmyndaleikstjórans Baltasars Kormáks en hann er sem kunnugt er mágur Ingibjargar. Slíkur var fjöldi gesta að biðröð myndaðist fyrir utan Hafnarhúsið og olli nokkrum umferðartöfum á Tryggvagötunni. Veislan var að sögn veislugesta nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast. Faðir brúðgumans, Jóhannes. tók til máls og óskaði brúðarhjónunum velfarnaðar og í kjölfarið komu ræðumennirnir einn af öðrum, Lilja Pálmadóttir, systir Ingibjargar, auk þess sem sonur Ingibjargar, Sigurður Pálmi, hélt hugljúfa tölu um brúðhjónin. Skemmtiatriðin voru ekki af verra taginu, íslensku hljómsveitirnar Ný Dönsk og Gus Gus, léku fyrir dansi. Ekki var neinn hörgull á rómantíkinni, staðurinn var skreyttur hvítum rósum og hvítum kertum og ákveðnum hápunkti var náð þegar kvennakór gekk í salinn undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og söng með gestunum Bítlalagið All You Need is Love. Hjónakornin virtust una sér vel í kringum íslensku listamennina og léku á alls oddi og gestirnir dönsuðu fram á rauða nótt. Slík var veislugleðin að um fjögurleytið var gripið til þess ráðs að breyta listasafninu í alvöru hamborgarastað þar sem reiddir voru fram dýrindis borgara með frönskum. Samkvæmt sjónarvottum hurfu síðustu gestirnir útí kaldan vetrarmorgunin klukkan hálf fimm.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira