Minnir á aðdraganda Íraksstríðs 6. febrúar 2007 06:15 Flugmóðurskip og önnur stór herskip bandaríska flotans eru nú á stöðugri vakt á Persaflóa, berandi þau skilaboð til ráðamanna í Teheran að Bandaríkjaher sé reiðubúinn að grípa hvenær sem er til hernaðarárásar gegn Íran. Samhliða þessari hernaðaruppbyggingu í grennd við landamæri Írans hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti gerzt æ hvassyrtari í garð klerkastjórnarinnar og þykir mörgum sem þetta minni illþyrmilega á aðdraganda Íraksstríðsins á árinu 2002 og fram á árið 2003. Francis Fukuyama er einn þekktasti hugsuður Bandaríkjanna sem lengi var tengdur Repúblikanaflokki Bush og er nú prófessor við alþjóðastjórnmálafræðiskóla Johns Hopkins-háskóla í Washington. Hann liggur ekki á skoðun sinni er hann fjallar um þessa þróun og lærdómana sem Bush-stjórnin virðist þverskallast við að draga af Íraksstríðinu í skoðanapistli sem danska blaðið Politiken birti fyrir helgi. Fukuyama bendir á, að Bush hafi með stefnunni um „fyrirbyggjandi stríð" gegn Írak reynt að sýna öllum valdabrölturum heimsins, sem ættu sér draum um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, að með slíkum áformum væru þeir að taka mikla áhættu. „Því miður var kostnaðurinn fyrir Bandaríkin svo hár, að lærdómurinn [sem af hinu fyrirbyggjandi stríði verður dreginn] varð þveröfugur," skrifar Fukuyama. „Fælingarmáttur hefðbundins herafla Bandaríkjanna er nú svo lítill, að líkurnar á fyrirbyggjandi stríði minnka í raun ef valdabröltsríki tekst að kjarnorkuvígvæðast." Fukuyama klykkir út með að ríkisstjórn Bush hafi í Íraksmálinu „hagað sér eins og uppdráttarsjúkt barn með athyglisbrest". Að sögn Fukuyama hafa ógöngurnar í Írak heldur ekki aftrað nokkrum forsvarsmönnum nýíhaldsstefnunnar svonefndu í að tala fyrir því að beita Írana hervaldi til að hindra að þeim takist að kjarnorkuvígvæðast. Fukuyama var reyndar sjálfur einn af upphafsmönnum nýíhaldsstefnunnar, en sagði skilið við hana árið 2003. Þekktustu forsvarsmenn stefnunnar í þessu samhengi eru Paul Wolfowitz, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra og „höfundur Bush-kenningarinnar" um fyrirbyggjandi stríð (og reyndar fyrrverandi rektor SAIS-alþjóðastjórnmálafræðiskólans sem Fukuyama starfar nú við), Dick Cheney varaforseti, Donald H. Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og fleiri af helstu ráðgjöfum Bush yngri. Sumir þeirra hafa slegið því föstu að af Íran stafi nú meiri ógn en af Írak í tíð Saddams Hussein. En að sögn Fukuyama horfa þessir menn framhjá því, að röksemdir þeirra fyrir innrásinni í Írak hafa „eyðilagt trúverðugleika Bandaríkjanna og grafið undan getu landsins til að beita öflugum verkfærum í rimmunni við Írana". Þegar maður eins og Fukuyama gefur stefnu Bandaríkjastjórnar slíka falleinkunn er vert að veita því athygli. Það er líka hægt að taka undir með niðurlagsályktun hans um að þegar ný-íhaldsmennirnir í Washington viðhafa nú hliðstæðar röksemdir fyrir því að beita Írana hörðu og þeir gerðu fyrir fimm árum í Íraksmálinu, séu nú góðar horfur á að í þetta sinn muni öllu færri vera reiðubúnir að taka mark á þeim. Eftir stendur alþjóðasamfélagið, engu nær lausn á því hvernig fá má Írana ofan af kjarnorkuvígvæðingaráformum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Flugmóðurskip og önnur stór herskip bandaríska flotans eru nú á stöðugri vakt á Persaflóa, berandi þau skilaboð til ráðamanna í Teheran að Bandaríkjaher sé reiðubúinn að grípa hvenær sem er til hernaðarárásar gegn Íran. Samhliða þessari hernaðaruppbyggingu í grennd við landamæri Írans hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti gerzt æ hvassyrtari í garð klerkastjórnarinnar og þykir mörgum sem þetta minni illþyrmilega á aðdraganda Íraksstríðsins á árinu 2002 og fram á árið 2003. Francis Fukuyama er einn þekktasti hugsuður Bandaríkjanna sem lengi var tengdur Repúblikanaflokki Bush og er nú prófessor við alþjóðastjórnmálafræðiskóla Johns Hopkins-háskóla í Washington. Hann liggur ekki á skoðun sinni er hann fjallar um þessa þróun og lærdómana sem Bush-stjórnin virðist þverskallast við að draga af Íraksstríðinu í skoðanapistli sem danska blaðið Politiken birti fyrir helgi. Fukuyama bendir á, að Bush hafi með stefnunni um „fyrirbyggjandi stríð" gegn Írak reynt að sýna öllum valdabrölturum heimsins, sem ættu sér draum um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, að með slíkum áformum væru þeir að taka mikla áhættu. „Því miður var kostnaðurinn fyrir Bandaríkin svo hár, að lærdómurinn [sem af hinu fyrirbyggjandi stríði verður dreginn] varð þveröfugur," skrifar Fukuyama. „Fælingarmáttur hefðbundins herafla Bandaríkjanna er nú svo lítill, að líkurnar á fyrirbyggjandi stríði minnka í raun ef valdabröltsríki tekst að kjarnorkuvígvæðast." Fukuyama klykkir út með að ríkisstjórn Bush hafi í Íraksmálinu „hagað sér eins og uppdráttarsjúkt barn með athyglisbrest". Að sögn Fukuyama hafa ógöngurnar í Írak heldur ekki aftrað nokkrum forsvarsmönnum nýíhaldsstefnunnar svonefndu í að tala fyrir því að beita Írana hervaldi til að hindra að þeim takist að kjarnorkuvígvæðast. Fukuyama var reyndar sjálfur einn af upphafsmönnum nýíhaldsstefnunnar, en sagði skilið við hana árið 2003. Þekktustu forsvarsmenn stefnunnar í þessu samhengi eru Paul Wolfowitz, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra og „höfundur Bush-kenningarinnar" um fyrirbyggjandi stríð (og reyndar fyrrverandi rektor SAIS-alþjóðastjórnmálafræðiskólans sem Fukuyama starfar nú við), Dick Cheney varaforseti, Donald H. Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og fleiri af helstu ráðgjöfum Bush yngri. Sumir þeirra hafa slegið því föstu að af Íran stafi nú meiri ógn en af Írak í tíð Saddams Hussein. En að sögn Fukuyama horfa þessir menn framhjá því, að röksemdir þeirra fyrir innrásinni í Írak hafa „eyðilagt trúverðugleika Bandaríkjanna og grafið undan getu landsins til að beita öflugum verkfærum í rimmunni við Írana". Þegar maður eins og Fukuyama gefur stefnu Bandaríkjastjórnar slíka falleinkunn er vert að veita því athygli. Það er líka hægt að taka undir með niðurlagsályktun hans um að þegar ný-íhaldsmennirnir í Washington viðhafa nú hliðstæðar röksemdir fyrir því að beita Írana hörðu og þeir gerðu fyrir fimm árum í Íraksmálinu, séu nú góðar horfur á að í þetta sinn muni öllu færri vera reiðubúnir að taka mark á þeim. Eftir stendur alþjóðasamfélagið, engu nær lausn á því hvernig fá má Írana ofan af kjarnorkuvígvæðingaráformum sínum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun