Færumst nær og nær ESB 10. febrúar 2007 06:00 Innan tíðar skilar Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar væntanlega af sér. Hún er skipuð fulltrúum þeirra flokka sem nú eiga setu á Alþingi og hefur starfað frá því um mitt ár 2004, undir forystu dómsmálaráðherra. Meðal helstu hlutverka nefndarinnar í upphafi var að kanna framkvæmd EES-samningsins og hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu. Einnig að kanna kosti og galla evrunnar fyrir okkur. Frá því að nefndin hóf störf hafa orðið töluverðar breytingar á Evrópusambandinu, það hefur stækkað og þróast, en því hefur þó ekki tekist að koma sér saman um nýja stjórnarskrá, þrátt fyrir mikla vinnu í þeim efnum. Hér á landi hafa líka orðið töluverðar breytingar á efnahags-og viðskiptaumhverfinu, ekki síst nú síðustu vikurnar varðandi evruna. Stöðugt fleiri stórfyrirtæki hér tilkynna um fyrirætlanir um að gera upp í evrum og einnig að skrá hlutafé í Kauphöllinni í evrum. Þannig erum við Íslendingar stöðugt að færast nær og nær Evrópusambandinu á viðskiptasviðinu, og það styttist alltaf í stóra stökkið. Formaður Viðskiptaráðs gerði evruna að sérstöku umræðuefni á Viðskiptaþingi í vikunni. Hann vitnaði þar í sérfræðinganefnd ráðsins um krónuna frá því á síðasta ári og sagði að ekki yrði unað við núverandi ástand varðandi efnahagsmál og evru og að stöðugt fleiri fyrirtæki hölluðu sér að evrunni. „Ef ætlunin er að taka upp evru er líklega heppilegast að gera það samfara inngöngu í Evrópusambandið," sagði stjórnarformaðurinn, en minnti svo á nokkra ókosti þess fyrir fyrirtæki hér að Íslendingar gengju í sambandið. Á öðrum vettvangi var svo í vikunni rætt um helsta ásteytingarstein þess að Íslendingar gangi í Evrópusambandið, en það er sjávarútvegsstefna þess. Fulltrúi Evrópusambandsins lagði sig í líma við að fullvissa viðstadda um að við hefðum full yfirráð yfir veiðiheimilum innan 200 mílna markanna hér við land þótt við gengjum í Evrópusambandið, þrátt fyrir að heildarfiskveiðikvóti sambandsins væri ákveðinn í Brussel. Það væri á valdi íslenskra stjórnvalda að heimila erlendum veiðiskipum veiðar innan okkar fiskveiðilögsögu. Ekki skal dregið í efa að fulltrúinn hefur sagt satt og rétt frá núgildandi sjávarútvegsreglum ESB, en þeim er líka alltaf hægt að breyta. Endanleg svör við spurningunum um áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf og hvernig íslenskum sjávarútvegi og fiskiðnaði myndi reiða af, ef við gengjum í sambandið, fæst ekki nema með því að láta reyna á þessi mál og mörg önnur í aðildarviðræðum. Það er því mjög mikilvægt að við Íslendingar undirbúum okkur vel fyrir slíkar viðræður til þess að vera tilbúnir þegar þar að kemur. Eins og nú horfir virðist sem íslenskt viðskiptalíf sé meira og meira að halla sér að evrunni, og þá er það spurningin hvort hin pólitísku öfl séu ekki að missa stjórn á þróuninni og við lendum þá einhvernveginn sjálfkrafa inn í Evrópusambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Innan tíðar skilar Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar væntanlega af sér. Hún er skipuð fulltrúum þeirra flokka sem nú eiga setu á Alþingi og hefur starfað frá því um mitt ár 2004, undir forystu dómsmálaráðherra. Meðal helstu hlutverka nefndarinnar í upphafi var að kanna framkvæmd EES-samningsins og hvort og þá hvers konar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum að Evrópusambandinu. Einnig að kanna kosti og galla evrunnar fyrir okkur. Frá því að nefndin hóf störf hafa orðið töluverðar breytingar á Evrópusambandinu, það hefur stækkað og þróast, en því hefur þó ekki tekist að koma sér saman um nýja stjórnarskrá, þrátt fyrir mikla vinnu í þeim efnum. Hér á landi hafa líka orðið töluverðar breytingar á efnahags-og viðskiptaumhverfinu, ekki síst nú síðustu vikurnar varðandi evruna. Stöðugt fleiri stórfyrirtæki hér tilkynna um fyrirætlanir um að gera upp í evrum og einnig að skrá hlutafé í Kauphöllinni í evrum. Þannig erum við Íslendingar stöðugt að færast nær og nær Evrópusambandinu á viðskiptasviðinu, og það styttist alltaf í stóra stökkið. Formaður Viðskiptaráðs gerði evruna að sérstöku umræðuefni á Viðskiptaþingi í vikunni. Hann vitnaði þar í sérfræðinganefnd ráðsins um krónuna frá því á síðasta ári og sagði að ekki yrði unað við núverandi ástand varðandi efnahagsmál og evru og að stöðugt fleiri fyrirtæki hölluðu sér að evrunni. „Ef ætlunin er að taka upp evru er líklega heppilegast að gera það samfara inngöngu í Evrópusambandið," sagði stjórnarformaðurinn, en minnti svo á nokkra ókosti þess fyrir fyrirtæki hér að Íslendingar gengju í sambandið. Á öðrum vettvangi var svo í vikunni rætt um helsta ásteytingarstein þess að Íslendingar gangi í Evrópusambandið, en það er sjávarútvegsstefna þess. Fulltrúi Evrópusambandsins lagði sig í líma við að fullvissa viðstadda um að við hefðum full yfirráð yfir veiðiheimilum innan 200 mílna markanna hér við land þótt við gengjum í Evrópusambandið, þrátt fyrir að heildarfiskveiðikvóti sambandsins væri ákveðinn í Brussel. Það væri á valdi íslenskra stjórnvalda að heimila erlendum veiðiskipum veiðar innan okkar fiskveiðilögsögu. Ekki skal dregið í efa að fulltrúinn hefur sagt satt og rétt frá núgildandi sjávarútvegsreglum ESB, en þeim er líka alltaf hægt að breyta. Endanleg svör við spurningunum um áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf og hvernig íslenskum sjávarútvegi og fiskiðnaði myndi reiða af, ef við gengjum í sambandið, fæst ekki nema með því að láta reyna á þessi mál og mörg önnur í aðildarviðræðum. Það er því mjög mikilvægt að við Íslendingar undirbúum okkur vel fyrir slíkar viðræður til þess að vera tilbúnir þegar þar að kemur. Eins og nú horfir virðist sem íslenskt viðskiptalíf sé meira og meira að halla sér að evrunni, og þá er það spurningin hvort hin pólitísku öfl séu ekki að missa stjórn á þróuninni og við lendum þá einhvernveginn sjálfkrafa inn í Evrópusambandið.