Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð 10. febrúar 2007 08:00 Fyrsti leikur CCP, Eve Online, hefur notið mikilla vinsælda, og eru nú tæplega 200 þúsund manns áskrifendur að honum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira