Danir og alþjóðavæðingin 11. febrúar 2007 06:00 Tillögur dönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattalöggjöfinni eru athyglisverðar. Þær endurspegla umræðu sem fer nú fram bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum um alþjóðavæðinguna og þá sérstaklega þann hluta hennar sem snýr að frjálsu flæði fjármagns á milli landa. Ég held að það sé rétt hjá mönnum eins og Hannesi Smárasyni forstjóra FL Group og Jess Søderberg forstjóra A.P. Møller - Mærsk, að verði þessar tillögur að lögum, megi gera ráð fyrir því að meðal annars muni draga úr umsvifum fjárfestingafyrirtækja í Danmörku. En það hangir fleira á spýtunni. Ég hef áður nefnt það á þessum vettvangi að Vesturlönd standa frammi fyrir flóknu viðfangsefni vegna alþjóðavæðingarinnar. Það felst í því að hlutur fjármagnsins í þeim ávinningi sem alþjóðavæðingin hefur skapað er miklu meiri en hlutur vinnuaflsins á Vesturlöndum. Þessi þróun, sem meðal annars kemur til vegna þess hversu hreyfanlegt fjármagnið er, veldur vaxandi spennu. Veik samkeppnisstaða verkafólks gagnvart vinnuafli Asíu og Austur-Evrópu, ásamt veikari verkalýðsfélögum í Evrópu en áður var, þýðir að það eykst þrýstingur á stjórnmálamenn og stjórnvöld að snúa þessari þróun við. Mér þykir það ekki ólíklegt að gangi þessi stefna dönsku ríkisstjórnarinnar fram muni aðrar ríkisstjórnir í Evrópu hugsa sér til hreyfings, ekki endilega með nákvæmlega sama hætti og sú danska en í átt til þess að takmarka hversu auðveldlega fjármagn hreyfist á milli landa. Gangi það eftir yrði niðurstaðan vond fyrir Evrópu. Það er nefnilega Evrópa sem á hvað mest undir því að heimsviðskiptin, bæði með vörur og fjármagn, séu sem frjálsust. Þjóðir ESB eru samanlagt mesti útflytjandi heimsins, hlutur þjóðanna í heimsviðskiptunum er 16%, hlutur Bandaríkjanna 10% og hlutur Japan og Kína er innan við 7%, þó má reikna með að innan fárra ára muni Kína komast á toppinn á þessum lista. Það væru mistök að draga úr samkeppnishæfni Evrópuríkja á alþjóðavettvangi með því að taka upp verndarstefnu á borð við þá sem Danir eru nú að hugleiða. Slík stefna myndi koma hart niður þegar til lengri tíma er litið og jafnframt yrðu slík viðbrögð vatn á myllu þeirra sem um þessar mundir tala hvað mest fyrir verndaraðgerðum í Bandaríkjunum gegn viðskiptum við Kína. Viðskiptaátök á milli Kína og Bandaríkjanna myndu örugglega hafa slæm áhrif á heimsverslunina og þá um leið á efnahag Evrópuríkjanna. Verndarstefna leysir engan vanda, þvert á móti eykur hún hann ef eitthvað er. Þess vegna verða evrópsk stjórnvöld að fara aðrar leiðir til að koma til móts við þá spennu sem alþjóðavæðingin hefur skapað á Vesturlöndum. Að mínu mati hlýtur sú leið að liggja í gegnum menntakerfið og aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það er sú leið sem við Íslendingar höfum lagt áherslu á undanfarinn einn og hálfan áratug með góðum árangri.Athugasemd vegna skrifa Árna Páls Árnasonar @Megin-Ol Idag 8,3p :Í grein í Fréttablaðinu þann 9. febrúar síðastliðinn taldi Árni Páll að ég hefði tekið undir með sér að takmarka eigi möguleika orkufyrirtækjanna til að beita eignarnámsheimildum sem finna m Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun
Tillögur dönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattalöggjöfinni eru athyglisverðar. Þær endurspegla umræðu sem fer nú fram bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum um alþjóðavæðinguna og þá sérstaklega þann hluta hennar sem snýr að frjálsu flæði fjármagns á milli landa. Ég held að það sé rétt hjá mönnum eins og Hannesi Smárasyni forstjóra FL Group og Jess Søderberg forstjóra A.P. Møller - Mærsk, að verði þessar tillögur að lögum, megi gera ráð fyrir því að meðal annars muni draga úr umsvifum fjárfestingafyrirtækja í Danmörku. En það hangir fleira á spýtunni. Ég hef áður nefnt það á þessum vettvangi að Vesturlönd standa frammi fyrir flóknu viðfangsefni vegna alþjóðavæðingarinnar. Það felst í því að hlutur fjármagnsins í þeim ávinningi sem alþjóðavæðingin hefur skapað er miklu meiri en hlutur vinnuaflsins á Vesturlöndum. Þessi þróun, sem meðal annars kemur til vegna þess hversu hreyfanlegt fjármagnið er, veldur vaxandi spennu. Veik samkeppnisstaða verkafólks gagnvart vinnuafli Asíu og Austur-Evrópu, ásamt veikari verkalýðsfélögum í Evrópu en áður var, þýðir að það eykst þrýstingur á stjórnmálamenn og stjórnvöld að snúa þessari þróun við. Mér þykir það ekki ólíklegt að gangi þessi stefna dönsku ríkisstjórnarinnar fram muni aðrar ríkisstjórnir í Evrópu hugsa sér til hreyfings, ekki endilega með nákvæmlega sama hætti og sú danska en í átt til þess að takmarka hversu auðveldlega fjármagn hreyfist á milli landa. Gangi það eftir yrði niðurstaðan vond fyrir Evrópu. Það er nefnilega Evrópa sem á hvað mest undir því að heimsviðskiptin, bæði með vörur og fjármagn, séu sem frjálsust. Þjóðir ESB eru samanlagt mesti útflytjandi heimsins, hlutur þjóðanna í heimsviðskiptunum er 16%, hlutur Bandaríkjanna 10% og hlutur Japan og Kína er innan við 7%, þó má reikna með að innan fárra ára muni Kína komast á toppinn á þessum lista. Það væru mistök að draga úr samkeppnishæfni Evrópuríkja á alþjóðavettvangi með því að taka upp verndarstefnu á borð við þá sem Danir eru nú að hugleiða. Slík stefna myndi koma hart niður þegar til lengri tíma er litið og jafnframt yrðu slík viðbrögð vatn á myllu þeirra sem um þessar mundir tala hvað mest fyrir verndaraðgerðum í Bandaríkjunum gegn viðskiptum við Kína. Viðskiptaátök á milli Kína og Bandaríkjanna myndu örugglega hafa slæm áhrif á heimsverslunina og þá um leið á efnahag Evrópuríkjanna. Verndarstefna leysir engan vanda, þvert á móti eykur hún hann ef eitthvað er. Þess vegna verða evrópsk stjórnvöld að fara aðrar leiðir til að koma til móts við þá spennu sem alþjóðavæðingin hefur skapað á Vesturlöndum. Að mínu mati hlýtur sú leið að liggja í gegnum menntakerfið og aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það er sú leið sem við Íslendingar höfum lagt áherslu á undanfarinn einn og hálfan áratug með góðum árangri.Athugasemd vegna skrifa Árna Páls Árnasonar @Megin-Ol Idag 8,3p :Í grein í Fréttablaðinu þann 9. febrúar síðastliðinn taldi Árni Páll að ég hefði tekið undir með sér að takmarka eigi möguleika orkufyrirtækjanna til að beita eignarnámsheimildum sem finna m
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun