Verkefni nýrrar ríkisstjórnar 12. febrúar 2007 06:00 Félagsleg velferð, efnahagslegur stöðugleiki og sterkt atvinnulíf, með þungri áherslu á menntun allra, eru grunngildin í stefnu okkar jafnaðarmanna. Í henni felst skýr valkostur við þá leið, sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt. Leið hennar einkennist af vaxandi misskiptingu, óstöðugleika í efnahagsmálum, ofurvöxtum, ofurverði á lífsnauðsynjum, ofurtollum, lengsta vinnudegi í Evrópu, hranalegri framkomu við aldraða, og blindri trú á stóriðju á kostnað náttúru Íslands. Utanlands birtist stefnan í undirgefni við bandaríska stríðsherra í Írak og kæruleysi gagnvart alþjóðlegri baráttu gegn skaðlegum loftslagsbreytingum.Félagsleg velferðLangbrýnasta verkefnið á sviði velferðarmála er að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Fyrsta verk ríkisstjórnar jafnaðarmanna verða tafarlausar kjarabætur til lífeyrisþega með hækkun tekjutryggingar, auknu frelsi til vinnu án þess að lífeyrir skerðist, lækkun skatts á fjármagnshluta lífeyristekna niður í 10%, og afnámi tengsla lífeyristekna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.Sú ríkisstjórn mun líka fjölga hjúkrunarheimilum og efla mannréttindi aldraðra með því að afleggja fjölbýli innan veggja þeirra. Kynbundinn launamunur er annað ranglæti sem ný ríkisstjórn mun ráðast gegn. Engum er betur treystandi til þess en ríkisstjórn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Í hennar tíð minnkaði kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg um helming. Ný ríkisstjórn þarf að auðvelda innflytjendum að fóta sig á Íslandi með því að tryggja þeim ókeypis íslenskunám. Brýnast er þó að hún tryggi þeim sömu kjör og Íslendingum á vinnumarkaði. Þannig er komið í veg fyrir félagsleg undirboð, sem eru ein helsta orsök fordóma gegn þeim.Stóriðja eða þekkingarsköpunStóriðju ber fráleitt að útiloka sem framleiðslukost. Ákvarðanir um aukna stóriðju verður hins vegar að taka út frá alþjóðlegum skuldbindingum um baráttuna gegn loftslagsbreytingum, efnahagslegum stöðugleika - en fyrst og síðast út frá sjónarmiðum náttúruverndar. Stefna núverandi ríkisstjórnar um þrjú til fimm stóriðjuver er öfgakennd, og óþörf út frá hagsmunum efnahagslífsins.Næsta ríkisstjórn á því að slá öllum stóriðjuáformum á frest þangað til búið er að gera rammaáætlun um náttúruvernd í anda Samfylkingarinnar. Í þessu sambandi má sérstaklega minna á yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi í sl. viku um að það sé „ … algjörlega nauðsynlegt að fyrirhuguðum framkvæmdum í Straumsvík og Helguvík verði frestað á næstu árum."Athyglisvert er, að leiðtogar í atvinnulífi telja að kerfisbreytingar á mörgum þáttum hagkerfisins auk fjárfestinga leiði til töluverðs hagvaxtar - án frekari stóriðju. Í stað stóriðju á næsta ríkisstjórn að leggja áherslu á fjárfestingar í menntun, samgöngubótum og í grunngerð hátækni og þekkingarframleiðslu. Á nýlegu Sprotaþingi urðu tillögur Samfylkingarinnar í þessu efni í 1.-3. sæti í kosningu um tillögur flokkanna.Stöðugleiki í efnahagslífiUm miðjan síðasta áratug uppfylltu Íslendingar öll skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Vaxandi óstöðugleiki birtist í því að í dag uppfyllum við aðeins tvö af fimm. Upptaka evrunnar myndi að sönnu ekki leysa vandamál óstöðugleikans við núverandi aðstæður. Höfuðmarkmið nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum ætti hins vegar að vera efnahagslegt jafnvægi þannig að Íslendingar ættu að minnsta kosti val - vilji þeir taka upp evruna.Vextir, verðbólga og gengissveiflur yrðu miklu minni en í dag, og hægt væri að hefjast handa um afnám verðtryggingar - sem er fjötur á venjulegum skuldugum Íslendingum. Samfylkingin telur að frestun á stóriðjuframkvæmdum sé forsenda þess að ná niður þenslunni og tryggja aftur stöðugleika í efnahagslífinu. Ábatinn birtist í lægri vöxtum, lægri verðbólgu og traustara umhverfi sprota- og smáfyrirtækja. Valkostur okkar í Samfylkingunni gengur því í þveröfuga átt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Um þessar ágreiningslínur munu átök stjórnmálanna standa á kosningavori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Félagsleg velferð, efnahagslegur stöðugleiki og sterkt atvinnulíf, með þungri áherslu á menntun allra, eru grunngildin í stefnu okkar jafnaðarmanna. Í henni felst skýr valkostur við þá leið, sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt. Leið hennar einkennist af vaxandi misskiptingu, óstöðugleika í efnahagsmálum, ofurvöxtum, ofurverði á lífsnauðsynjum, ofurtollum, lengsta vinnudegi í Evrópu, hranalegri framkomu við aldraða, og blindri trú á stóriðju á kostnað náttúru Íslands. Utanlands birtist stefnan í undirgefni við bandaríska stríðsherra í Írak og kæruleysi gagnvart alþjóðlegri baráttu gegn skaðlegum loftslagsbreytingum.Félagsleg velferðLangbrýnasta verkefnið á sviði velferðarmála er að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Fyrsta verk ríkisstjórnar jafnaðarmanna verða tafarlausar kjarabætur til lífeyrisþega með hækkun tekjutryggingar, auknu frelsi til vinnu án þess að lífeyrir skerðist, lækkun skatts á fjármagnshluta lífeyristekna niður í 10%, og afnámi tengsla lífeyristekna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.Sú ríkisstjórn mun líka fjölga hjúkrunarheimilum og efla mannréttindi aldraðra með því að afleggja fjölbýli innan veggja þeirra. Kynbundinn launamunur er annað ranglæti sem ný ríkisstjórn mun ráðast gegn. Engum er betur treystandi til þess en ríkisstjórn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Í hennar tíð minnkaði kynbundinn launamunur hjá Reykjavíkurborg um helming. Ný ríkisstjórn þarf að auðvelda innflytjendum að fóta sig á Íslandi með því að tryggja þeim ókeypis íslenskunám. Brýnast er þó að hún tryggi þeim sömu kjör og Íslendingum á vinnumarkaði. Þannig er komið í veg fyrir félagsleg undirboð, sem eru ein helsta orsök fordóma gegn þeim.Stóriðja eða þekkingarsköpunStóriðju ber fráleitt að útiloka sem framleiðslukost. Ákvarðanir um aukna stóriðju verður hins vegar að taka út frá alþjóðlegum skuldbindingum um baráttuna gegn loftslagsbreytingum, efnahagslegum stöðugleika - en fyrst og síðast út frá sjónarmiðum náttúruverndar. Stefna núverandi ríkisstjórnar um þrjú til fimm stóriðjuver er öfgakennd, og óþörf út frá hagsmunum efnahagslífsins.Næsta ríkisstjórn á því að slá öllum stóriðjuáformum á frest þangað til búið er að gera rammaáætlun um náttúruvernd í anda Samfylkingarinnar. Í þessu sambandi má sérstaklega minna á yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi í sl. viku um að það sé „ … algjörlega nauðsynlegt að fyrirhuguðum framkvæmdum í Straumsvík og Helguvík verði frestað á næstu árum."Athyglisvert er, að leiðtogar í atvinnulífi telja að kerfisbreytingar á mörgum þáttum hagkerfisins auk fjárfestinga leiði til töluverðs hagvaxtar - án frekari stóriðju. Í stað stóriðju á næsta ríkisstjórn að leggja áherslu á fjárfestingar í menntun, samgöngubótum og í grunngerð hátækni og þekkingarframleiðslu. Á nýlegu Sprotaþingi urðu tillögur Samfylkingarinnar í þessu efni í 1.-3. sæti í kosningu um tillögur flokkanna.Stöðugleiki í efnahagslífiUm miðjan síðasta áratug uppfylltu Íslendingar öll skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Vaxandi óstöðugleiki birtist í því að í dag uppfyllum við aðeins tvö af fimm. Upptaka evrunnar myndi að sönnu ekki leysa vandamál óstöðugleikans við núverandi aðstæður. Höfuðmarkmið nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum ætti hins vegar að vera efnahagslegt jafnvægi þannig að Íslendingar ættu að minnsta kosti val - vilji þeir taka upp evruna.Vextir, verðbólga og gengissveiflur yrðu miklu minni en í dag, og hægt væri að hefjast handa um afnám verðtryggingar - sem er fjötur á venjulegum skuldugum Íslendingum. Samfylkingin telur að frestun á stóriðjuframkvæmdum sé forsenda þess að ná niður þenslunni og tryggja aftur stöðugleika í efnahagslífinu. Ábatinn birtist í lægri vöxtum, lægri verðbólgu og traustara umhverfi sprota- og smáfyrirtækja. Valkostur okkar í Samfylkingunni gengur því í þveröfuga átt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Um þessar ágreiningslínur munu átök stjórnmálanna standa á kosningavori.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun