Vont er þitt frjálslyndi 18. febrúar 2007 00:01 Íslenskan er skemmtilega gegnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda. Einn þeirra, Valdimar L. Friðriksson, lýsti því nýlega yfir að hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir hér. Þegar í ljós kom að þetta var bull réttlætti hann ummælin með því að fíkniefnasmyglarar væru í hans augum hryðjuverkamenn. Refsigleði er ekki bara afar ógeðfelld heldur einnig fullkomlega gagnslaus. Reynslan hefur sýnt æ ofan í æ að refsiþyngd hefur engin áhrif á glæpatíðni. Hvergi í hinum siðaða heimi eru dómar þyngri en í Bandaríkjunum. Fyrir vikið er hvergi hærra hlutfall þjóðar á bak við lás og slá, en óvíða eru glæpir samt tíðari. Þar var dauðarefsing tekin upp að nýju í þeirri von að morðum myndi fækka. Sú von brást. Reynslan hefur ennfremur sýnt að það sem best hefur gefist í baráttunni við fíkniefnavána er að meðhöndla hana sem heilbrigðisvandamál, að líta ekki á fíkla sem glæpamenn heldur sjúklinga og meðhöndla þá sem slíka. Enda eru þeir fyrst og fremst veikir. Þeir eru haldnir banvænum sjúkdómi sem lýsir sér í andfélagslegri hegðun og gerir þá hættulega sjálfum sér og umhverfi sínu. Sjúkdóminn má þó meðhöndla og sé einlæg löngun fyrir hendi er bati mögulegur. Langflestir smyglarar eru neytendur sem grípa til örþrifaráða til að fjármagna og viðhalda eigin neyslu. Þar á bak við er sjaldnast einbeittur vilji til að vera vondur og skaða aðra sér til ánægju og afþreyingar. Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun. Davíð Þór Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Íslenskan er skemmtilega gegnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda. Einn þeirra, Valdimar L. Friðriksson, lýsti því nýlega yfir að hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir hér. Þegar í ljós kom að þetta var bull réttlætti hann ummælin með því að fíkniefnasmyglarar væru í hans augum hryðjuverkamenn. Refsigleði er ekki bara afar ógeðfelld heldur einnig fullkomlega gagnslaus. Reynslan hefur sýnt æ ofan í æ að refsiþyngd hefur engin áhrif á glæpatíðni. Hvergi í hinum siðaða heimi eru dómar þyngri en í Bandaríkjunum. Fyrir vikið er hvergi hærra hlutfall þjóðar á bak við lás og slá, en óvíða eru glæpir samt tíðari. Þar var dauðarefsing tekin upp að nýju í þeirri von að morðum myndi fækka. Sú von brást. Reynslan hefur ennfremur sýnt að það sem best hefur gefist í baráttunni við fíkniefnavána er að meðhöndla hana sem heilbrigðisvandamál, að líta ekki á fíkla sem glæpamenn heldur sjúklinga og meðhöndla þá sem slíka. Enda eru þeir fyrst og fremst veikir. Þeir eru haldnir banvænum sjúkdómi sem lýsir sér í andfélagslegri hegðun og gerir þá hættulega sjálfum sér og umhverfi sínu. Sjúkdóminn má þó meðhöndla og sé einlæg löngun fyrir hendi er bati mögulegur. Langflestir smyglarar eru neytendur sem grípa til örþrifaráða til að fjármagna og viðhalda eigin neyslu. Þar á bak við er sjaldnast einbeittur vilji til að vera vondur og skaða aðra sér til ánægju og afþreyingar. Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun. Davíð Þór Jónsson
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun