Dirty weekend in Reykjavik 20. febrúar 2007 05:30 Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun. Líklega eru vandfundnir harðsvíraðri bissnessmenn en einmitt framleiðendur kláms. Þeir eru semsagt ekki í faginu af hugsjón. Nei, dagskráin lítur frekar út eins og dæmigerð skemmtiferð fyrir hvern annan túristahóp með bíltúrum á Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan er því væntanlega einkum hugsuð til að styrkja hin sérhæfðu viðskiptatengsl og gera feita samninga. Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döfinni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni. Kannski verður bráðlega hægt að sjá Gullfoss og Geysi í nýju ljósi, ef svo má segja. Konur sem birtast á klámmyndum selja afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi og eru því vændiskonur. Þeim, sem hefur þá hugmynd um vændiskonur að þær séu einkum spólgraðar alla daga, má benda á að rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og flestar eru háðar fíkniefnum. Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals. Þeir sem enn vita ekkert um hvað er verið að tala, ættu að verða sér úti um kvikmyndina Lilja 4-ever, sem er skylduáhorf fyrir fullorðið fólk. Síst ætti samt að koma mikið á óvart að klámiðnaðurinn hafi fengið augastað á Reykjavík sem notalegum samverustað. Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelldur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. Almennt séð er ímynd okkar því að verða nokkuð áhrifarík. Við leggjum óspillt náttúruvíðerni undir stórvirkjanir og seldum fiskimiðin og þjóðarbankana fáeinum útvöldum. Með því að bjóða klámfólkið velkomið getum við enn ýtt undir þá hugmynd að landið sé aðeins byggt lauslátum gærum og öðru sauðfé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun. Líklega eru vandfundnir harðsvíraðri bissnessmenn en einmitt framleiðendur kláms. Þeir eru semsagt ekki í faginu af hugsjón. Nei, dagskráin lítur frekar út eins og dæmigerð skemmtiferð fyrir hvern annan túristahóp með bíltúrum á Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan er því væntanlega einkum hugsuð til að styrkja hin sérhæfðu viðskiptatengsl og gera feita samninga. Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döfinni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni. Kannski verður bráðlega hægt að sjá Gullfoss og Geysi í nýju ljósi, ef svo má segja. Konur sem birtast á klámmyndum selja afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi og eru því vændiskonur. Þeim, sem hefur þá hugmynd um vændiskonur að þær séu einkum spólgraðar alla daga, má benda á að rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og flestar eru háðar fíkniefnum. Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals. Þeir sem enn vita ekkert um hvað er verið að tala, ættu að verða sér úti um kvikmyndina Lilja 4-ever, sem er skylduáhorf fyrir fullorðið fólk. Síst ætti samt að koma mikið á óvart að klámiðnaðurinn hafi fengið augastað á Reykjavík sem notalegum samverustað. Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelldur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. Almennt séð er ímynd okkar því að verða nokkuð áhrifarík. Við leggjum óspillt náttúruvíðerni undir stórvirkjanir og seldum fiskimiðin og þjóðarbankana fáeinum útvöldum. Með því að bjóða klámfólkið velkomið getum við enn ýtt undir þá hugmynd að landið sé aðeins byggt lauslátum gærum og öðru sauðfé.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun