Helgi trúbador snýr aftur 20. febrúar 2007 06:15 Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Sigurjón Kjartansson gerði Helga ódauðlegan í gamanþáttunum Fóstbræðrum og eiga vafalaust margir eftir að taka honum fagnandi þegar hann mætir aftur á skjáinn. „Þetta er verkefni sem var leitað með til mín og er að mínu mati afskaplega vel heppnað," segir Sigurjón, sem hefur m.a. farið á kostum í auglýsingum fyrir Homeblest og Tal. Sigurjón segist fylgjast vel með fótbolta í gegnum syni sína sem séu mjög áhugasamir. „Ég fór til dæmis á leik Barcelona og Real Madrid í fyrra, áður en Eiður kom. Það var helvíti skemmtilegt og ég hef miklu meiri mætur á spænska boltanum en þeim enska," segir hann. „Spænski boltinn er svo miklu flottari bolti og miklu meira töff heldur en hjá þessum húlígönum í Bretlandi sem gera ekki annað en að drekka bjór og baula. Þarna á Spáni fara fjölskyldur saman á völlinn, ekki þessir gúbbar, þar sem gamlir og ungir sameinast í stuði." Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Helgi, persónulegi trúbadorinn, er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Lengjuna sem verða frumsýndar í sjónvarpinu í kvöld. Í auglýsingunum, sem eru um fimmtán talsins, syngur Helgi á sinn angurværa og hreinskilna hátt um þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Rio Ferdinand og Eggert Magnússon. Sigurjón Kjartansson gerði Helga ódauðlegan í gamanþáttunum Fóstbræðrum og eiga vafalaust margir eftir að taka honum fagnandi þegar hann mætir aftur á skjáinn. „Þetta er verkefni sem var leitað með til mín og er að mínu mati afskaplega vel heppnað," segir Sigurjón, sem hefur m.a. farið á kostum í auglýsingum fyrir Homeblest og Tal. Sigurjón segist fylgjast vel með fótbolta í gegnum syni sína sem séu mjög áhugasamir. „Ég fór til dæmis á leik Barcelona og Real Madrid í fyrra, áður en Eiður kom. Það var helvíti skemmtilegt og ég hef miklu meiri mætur á spænska boltanum en þeim enska," segir hann. „Spænski boltinn er svo miklu flottari bolti og miklu meira töff heldur en hjá þessum húlígönum í Bretlandi sem gera ekki annað en að drekka bjór og baula. Þarna á Spáni fara fjölskyldur saman á völlinn, ekki þessir gúbbar, þar sem gamlir og ungir sameinast í stuði."
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira