Sýna hjá Gorkí 21. febrúar 2007 07:00 Fyrsta íslenska millistjórnendadramað. Leikritið Eilíf hamingja hefur fengið fínar viðtökur og ferðast brátt til Berlínar. Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Nýtt leikrit Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar verður sýnt í hinu virta Maxim Gorkí-leikhúsi í Berlín í næstu viku. Verður íslenska sýningin önnur tveggja gestasýninga þar í ár og því mikill heiður fyrir aðstandendur þess að fá svo gott boð. Verkið, Eilíf hamingja, í leikstjórn Þorleifs Arnar, hefur hlotið gríðargóðar viðtökur á Íslandi. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út verða nú um helgina en þær munu svo halda áfram að ferðalaginu loknu. Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Nýtt leikrit Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar verður sýnt í hinu virta Maxim Gorkí-leikhúsi í Berlín í næstu viku. Verður íslenska sýningin önnur tveggja gestasýninga þar í ár og því mikill heiður fyrir aðstandendur þess að fá svo gott boð. Verkið, Eilíf hamingja, í leikstjórn Þorleifs Arnar, hefur hlotið gríðargóðar viðtökur á Íslandi. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa og hafa gagnrýnendur keppst við að lofa það og uppfærslu þess á litla sviði Borgarleikhússins. Síðustu sýningar á Eilífri hamingju á Íslandi fyrir ferðina út verða nú um helgina en þær munu svo halda áfram að ferðalaginu loknu.
Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein