Pursuit of Happyness - tvær stjörnur 21. febrúar 2007 00:01 Hugljúf en langdregin og einhæf froða. Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Will Smith sýnir frábæran leik og litli strákurinn er mjög sjarmerandi en það er ekki nóg til að bera uppi alla myndina sem verður einhæf og langdregin fyrir vikið. Gardner er sýndur sem næsta gallalaus persóna á meðan fólkið í kringum hann er upp til hópa illa innrætt og fjandsamlegt. Þeir feðgar eru einir í heiminum með allan sinn vanda, meira að segja móðirin er svo veikgeðja að hún getur ekki hjálpað þeim. Fáar aukapersónur eru í myndinni og engin þeirra spennandi svo áhorfendur fylgjast nær einvörðungu með hugljúfu sambandi feðganna. Ekki aðeins eru persónurnar ósannfærandi og einfaldar heldur er gildismatið sem þessi mynd hampar fremur fyrirsjáanlegt – þetta er ameríski draumurinn með áherslu á einstaklingsframtakið. Áherslan er fyrst og fremst á hvernig peningarnir, verðbréfaviðskiptin, muni leysa vanda fjölskyldunnar, sagan endar þegar Gardner fær loksins vinnu og síðan birtist texti þess efnis að myndin sé byggð á sönnum atburðum og aðalpersónan sé nú milljóneri. Myndin gerist 1981 og er skemmtilega unnið með þá söguvitund í útliti myndarinnar auk þess sem músíkin er nokkuð hressandi í þessum eymdaraðstæðum. Annars er þetta óttaleg froða. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira