Bíó og sjónvarp

Hempa á háu verði

Sir Alec Guinnes í hlutverki Obi-Wan í fyrstu Star Wars-myndinni.
Sir Alec Guinnes í hlutverki Obi-Wan í fyrstu Star Wars-myndinni.

Hempa sem Sir Alec Guinness klæddist í fyrstu Star Wars-myndinni seldist á um sjö milljónir króna á uppboði sem var haldið á hinum ýmsu fötum sem hafa verið notuð í kvikmyndum og sjónvarpi.

Persónan Obi-Wan Kenobi klæddist hempunni brúnu, sem hafði verið týnd lengi þar til hún var boðin upp. Hafði hempan verið lánuð í aðrar myndir, þar á meðal í The Mummy sem var sýnd árið 1999. Einnig hafði hún verið leigð út til fólks.

Á meðal annars fatnaðar sem seldist á uppboðinu var kvöldverðarjakki sem Sir Sean Connery klæddist í James Bond-myndinni Thunderball. Seldist hann á rúmar fjórar milljónir. Föt sem Roger Moore klæddist í The Spy Who Loved Me seldust á tæpa eina og hálfa milljón og fatnaður sem Mel Gibson klæddist í hlutverki frelsishetjunnar William Wallace í Braveheart seldist fyrir um þrjár milljónir króna.

Að auki seldist fatnaður út þekktum myndum á borð við Evitu, Indiana Jones, Harry Potter. Monthy Python and the Holy Grail og Titanic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.