Öfgar sem eyðileggja alla umræðu 13. mars 2007 05:00 Vegna þess að tungumálið okkar er svo lifandi breytist merking sumra orða jafnvel á skömmum tíma. Margir þora að viðurkenna að orð sem lýsa kvenkyni eru frekar notuð sem skammaryrði - eins og píka og kelling - á meðan enginn myndi lýsa karlkyns hálfvita honum til háðungar sem tippi og kalli. Röskir karlar eru fylgnir sér og ákveðnir á meðan röskar konur eru frekjur og vargar. Samt hafa stöku orð bæði sterka neikvæða og jákvæða merkingu, eftir því hver er spurður. „Feministi" er eitt þessara dæma. Mín mynd af feminista er að minnsta kosti ekki lúpuleg rola hlekkjuð á bak við eldavélina heldur manneskja sem vill sjá jafnrétti kynjanna á öllum sviðum og lætur ekki sussa á sig. Finnst grátlegt hversu lítil völd konur hafa í landinu. Til dæmis hefur kona aldrei verið hér bankastjóri eða forsætisráðherra. Sumir alhæfingarsinnar, með og á móti, virðast þó leggja sig fram um að sneiða allar hugsjónir af feministaheitinu og sjá bara heittrúaðan boðbera ströngustu kredda sem krefst lagasetningar á allt tvírætt. Öfgastefnur í báðar áttir kristölluðust einmitt í klámumræðunni á dögunum. Þjóðsagan um hamingjusömu klámmyndaleikkonuna var auðvitað vakin til lífsins úpsadeisí! Upp til hópa reyndust þær vera gullfallegar, sjálfstæðar, lífsglaðar og með afburðagreind og völdu með ánægju þennan starfsferil umfram alla aðra. Hafa aldrei verið þvingaðar til neins en nota ágóðann til að styrkja fátæk börn í þróunarlöndunum. Hinsvegar þótti öðrum afar mikilvægt að allt klám yrði skilgreint sem ofbeldi án þess þó að skilgreina klám. Hið loðna og teygjanlega hugtak gæti því lagst á hvaðeina sem hreyfðist. Netlögreglan gæti þá fjarlægt ósómann og hneppt hina ósæmilegu í varðhald. Fermingarstúlka á auglýsingabæklingi þótti einum sýna af sér argasta klám með því að beygja sig áfram með opinn munninn. Í því framhaldi verð ég að viðurkenna að samsvarandi viðbjóður fer iðulega fram á heimili mínu. Sjálf tíni ég reyndar oft á dag upp barnadótið í þekktum klámmyndastellingum og um þessar mundir einmitt gjarnan með opinn munninn. Bara svona til að ná andanum, það gerir kvefið sjáið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna þess að tungumálið okkar er svo lifandi breytist merking sumra orða jafnvel á skömmum tíma. Margir þora að viðurkenna að orð sem lýsa kvenkyni eru frekar notuð sem skammaryrði - eins og píka og kelling - á meðan enginn myndi lýsa karlkyns hálfvita honum til háðungar sem tippi og kalli. Röskir karlar eru fylgnir sér og ákveðnir á meðan röskar konur eru frekjur og vargar. Samt hafa stöku orð bæði sterka neikvæða og jákvæða merkingu, eftir því hver er spurður. „Feministi" er eitt þessara dæma. Mín mynd af feminista er að minnsta kosti ekki lúpuleg rola hlekkjuð á bak við eldavélina heldur manneskja sem vill sjá jafnrétti kynjanna á öllum sviðum og lætur ekki sussa á sig. Finnst grátlegt hversu lítil völd konur hafa í landinu. Til dæmis hefur kona aldrei verið hér bankastjóri eða forsætisráðherra. Sumir alhæfingarsinnar, með og á móti, virðast þó leggja sig fram um að sneiða allar hugsjónir af feministaheitinu og sjá bara heittrúaðan boðbera ströngustu kredda sem krefst lagasetningar á allt tvírætt. Öfgastefnur í báðar áttir kristölluðust einmitt í klámumræðunni á dögunum. Þjóðsagan um hamingjusömu klámmyndaleikkonuna var auðvitað vakin til lífsins úpsadeisí! Upp til hópa reyndust þær vera gullfallegar, sjálfstæðar, lífsglaðar og með afburðagreind og völdu með ánægju þennan starfsferil umfram alla aðra. Hafa aldrei verið þvingaðar til neins en nota ágóðann til að styrkja fátæk börn í þróunarlöndunum. Hinsvegar þótti öðrum afar mikilvægt að allt klám yrði skilgreint sem ofbeldi án þess þó að skilgreina klám. Hið loðna og teygjanlega hugtak gæti því lagst á hvaðeina sem hreyfðist. Netlögreglan gæti þá fjarlægt ósómann og hneppt hina ósæmilegu í varðhald. Fermingarstúlka á auglýsingabæklingi þótti einum sýna af sér argasta klám með því að beygja sig áfram með opinn munninn. Í því framhaldi verð ég að viðurkenna að samsvarandi viðbjóður fer iðulega fram á heimili mínu. Sjálf tíni ég reyndar oft á dag upp barnadótið í þekktum klámmyndastellingum og um þessar mundir einmitt gjarnan með opinn munninn. Bara svona til að ná andanum, það gerir kvefið sjáið til.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun