Ævinleg eign þjóðarinnar 15. mars 2007 05:45 Í fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 2004 segir svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja." Takið vel eftir þessu: Ævinleg eign íslenzku þjóðarinnar felur það í sér samkvæmt þessari lagagrein, að Þingvelli má aldrei selja eða veðsetja. Einmitt þetta var bersýnilegur tilgangur þjóðareignarákvæðisins: vilji löggjafans í þessu dæmi er alveg skýr. Þingvellir eru þjóðareign, meira að segja ævinleg þjóðareign. Þessi lagagrein hefur staðið óbreytt frá 1928. Samkvæmt henni deilum við, sem nú erum uppi, sameigninni með óbornum kynslóðum Íslendinga. Svo frjálslega sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa farið með ýmsar eigur almennings síðustu ár - fiskimiðin, bankana, símann og ýmis önnur ríkisfyrirtæki - er gild ástæða til að gleðjast yfir lögverndaðri friðlýsingu Þingvalla. Samt hefur ekki tekizt betur til um friðun Þingvalla en svo, að þáverandi formaður Þingvallanefndar reisti sér fyrir mörgum árum sumarbústað í hjarta þjóðgarðsins. Fleiri slíkir bústaðir virðingarmanna munu nú einnig vera þar í einkaeigu þrátt fyrir lögin. Bankarnir, vel á minnzt. Þeir gerðu það af rausn sinni 1965 að kaupa Skarðsbók á uppboði í London, bókin hafði verið í einkaeigu, ein fornra íslenzkra skinnhandrita svo vitað væri, og hún var slegin bönkunum fyrir 36.000 pund. Það gerir 63 milljónir króna á núverandi verðlagi. Og hvað gerðu bankarnir? Þeir gáfu íslenzku þjóðinni Skarðsbók og afhentu ríkisstjórn Íslands hana til varðveizlu, svo sem lýst er til dæmis í Öldinni okkar. Hvað vakti fyrir bönkunum? Það segir sig sjálft. Þeir gerðu Skarðsbók að sameign allra Íslendinga - okkar, sem nú lifum, og einnig ófæddra afkomenda okkar - með það fyrir augum, að Skarðsbók mætti aldrei selja eða veðsetja, af því að hún er þjóðareign. Bankarnir voru í ríkiseigu, þegar þetta var, en það skiptir ekki máli í þessu viðfangi. Sama skilning er sjálfsagt að leggja í eignarhald íslenzku þjóðarinnar á handritunum, sem Danir afhentu Íslendingum 1971-1996 og eru geymd í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Handritin voru gjöf Dana til Íslendinga. Einar Jónsson myndhöggvari hafði sama háttinn á, þegar hann arfleiddi íslenzku þjóðina, en ekki til dæmis ríkið eða Listasafn Íslands, að eigum sínu og safni. Hvers vegna? Einstaka muni á Þjóðminjasafninu og Listasafninu geta þessi söfn væntanlega veðsett eða selt úr fórum sínum, ef þurfa þykir, en Þingvellir, Skarðsbók og Listasafn Einars Jónssonar verða hvorki veðsett né seld. Það er munurinn á þjóðareign og ríkiseign: þjóðin á þessar eignir, ríkið varðveitir þær. Þetta er höfuðinntak hugmyndarinnar og gildandi lagaákvæða um þjóðareign, eins og Þorsteinn Gylfason prófessor rakti í bók sinni Réttlæti og ranglæti (1998). Í ljósi hinnar ótvíræðu lagagreinar um friðun Þingvalla og hinna skýru dæma um Skarðsbók og Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar, gegnir það nokkurri furðu, að lærðir menn og prófessorar skuli halda áfram að lýsa efasemdum um merkingu fyrstu greinar fiskveiðistjórnarlaganna frá 1990: ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Betra hefði að vísu verið að hafa orðin ,,ævinleg sameign" í lagatextanum til áréttingar og öryggis eins og í lögunum um friðun Þingvalla frá 1928. Kannski var þó ekki við öðru að búast, úr því að fiskveiðistjórnarlögin eru ekki í fyrsta lagi friðunarlög, heldur upptökulög, samin undir handarjaðri útvegsmanna á Fiskiþingi 1983 handa þeim sjálfum og keyrð í gegn um grunlaust Alþingi með flaustri, svo sem Halldór Jónsson stjórnmálafræðingur lýsti vel í fróðlegri grein í Samfélagstíðindum 1990. Sameignarákvæðið í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna var leitt í lögin í skýrum tilgangi, en það var gert óvirkt með því, að Alþingi ákvað að afhenda útvegsmönnum kvótann, sem átti þó að heita þjóðareign samkvæmt lögunum. Deilurnar á Alþingi nú um upptöku sams konar ákvæðis í stjórnarskrána (,,Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign") í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003 þarf að skoða í ljósi sögunnar. Framsóknarflokkurinn kappkostar nú að standa við fyrirheitið frá 2003 og koma þjóðareignarákvæði um fiskimiðin og aðrar auðlindir inn í stjórnarskrána. Þessi málatilbúnaður vitnar annaðhvort um vanmátt eða vonda samvizku, því að þáverandi sjávarútvegsráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins hafði sérlega forgöngu um lögfestingu kvótakerfisins 1984 og auðgaðist sjálfur ótæpilega á öllu saman. Þetta má heita hámark ósvífninnar: að afhenda fyrst sameign þjóðarinnar útvöldum útvegsmönnum og sjálfum sér á silfurfati eftir rangsnúnum reglum og setja síðan upp glóandi geislabaug og heimta, að eignin, sem búið er að gefa í reynd, verði eftirleiðis til frekari málamynda skráð þjóðareign í stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Í fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 2004 segir svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja." Takið vel eftir þessu: Ævinleg eign íslenzku þjóðarinnar felur það í sér samkvæmt þessari lagagrein, að Þingvelli má aldrei selja eða veðsetja. Einmitt þetta var bersýnilegur tilgangur þjóðareignarákvæðisins: vilji löggjafans í þessu dæmi er alveg skýr. Þingvellir eru þjóðareign, meira að segja ævinleg þjóðareign. Þessi lagagrein hefur staðið óbreytt frá 1928. Samkvæmt henni deilum við, sem nú erum uppi, sameigninni með óbornum kynslóðum Íslendinga. Svo frjálslega sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa farið með ýmsar eigur almennings síðustu ár - fiskimiðin, bankana, símann og ýmis önnur ríkisfyrirtæki - er gild ástæða til að gleðjast yfir lögverndaðri friðlýsingu Þingvalla. Samt hefur ekki tekizt betur til um friðun Þingvalla en svo, að þáverandi formaður Þingvallanefndar reisti sér fyrir mörgum árum sumarbústað í hjarta þjóðgarðsins. Fleiri slíkir bústaðir virðingarmanna munu nú einnig vera þar í einkaeigu þrátt fyrir lögin. Bankarnir, vel á minnzt. Þeir gerðu það af rausn sinni 1965 að kaupa Skarðsbók á uppboði í London, bókin hafði verið í einkaeigu, ein fornra íslenzkra skinnhandrita svo vitað væri, og hún var slegin bönkunum fyrir 36.000 pund. Það gerir 63 milljónir króna á núverandi verðlagi. Og hvað gerðu bankarnir? Þeir gáfu íslenzku þjóðinni Skarðsbók og afhentu ríkisstjórn Íslands hana til varðveizlu, svo sem lýst er til dæmis í Öldinni okkar. Hvað vakti fyrir bönkunum? Það segir sig sjálft. Þeir gerðu Skarðsbók að sameign allra Íslendinga - okkar, sem nú lifum, og einnig ófæddra afkomenda okkar - með það fyrir augum, að Skarðsbók mætti aldrei selja eða veðsetja, af því að hún er þjóðareign. Bankarnir voru í ríkiseigu, þegar þetta var, en það skiptir ekki máli í þessu viðfangi. Sama skilning er sjálfsagt að leggja í eignarhald íslenzku þjóðarinnar á handritunum, sem Danir afhentu Íslendingum 1971-1996 og eru geymd í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Handritin voru gjöf Dana til Íslendinga. Einar Jónsson myndhöggvari hafði sama háttinn á, þegar hann arfleiddi íslenzku þjóðina, en ekki til dæmis ríkið eða Listasafn Íslands, að eigum sínu og safni. Hvers vegna? Einstaka muni á Þjóðminjasafninu og Listasafninu geta þessi söfn væntanlega veðsett eða selt úr fórum sínum, ef þurfa þykir, en Þingvellir, Skarðsbók og Listasafn Einars Jónssonar verða hvorki veðsett né seld. Það er munurinn á þjóðareign og ríkiseign: þjóðin á þessar eignir, ríkið varðveitir þær. Þetta er höfuðinntak hugmyndarinnar og gildandi lagaákvæða um þjóðareign, eins og Þorsteinn Gylfason prófessor rakti í bók sinni Réttlæti og ranglæti (1998). Í ljósi hinnar ótvíræðu lagagreinar um friðun Þingvalla og hinna skýru dæma um Skarðsbók og Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar, gegnir það nokkurri furðu, að lærðir menn og prófessorar skuli halda áfram að lýsa efasemdum um merkingu fyrstu greinar fiskveiðistjórnarlaganna frá 1990: ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Betra hefði að vísu verið að hafa orðin ,,ævinleg sameign" í lagatextanum til áréttingar og öryggis eins og í lögunum um friðun Þingvalla frá 1928. Kannski var þó ekki við öðru að búast, úr því að fiskveiðistjórnarlögin eru ekki í fyrsta lagi friðunarlög, heldur upptökulög, samin undir handarjaðri útvegsmanna á Fiskiþingi 1983 handa þeim sjálfum og keyrð í gegn um grunlaust Alþingi með flaustri, svo sem Halldór Jónsson stjórnmálafræðingur lýsti vel í fróðlegri grein í Samfélagstíðindum 1990. Sameignarákvæðið í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna var leitt í lögin í skýrum tilgangi, en það var gert óvirkt með því, að Alþingi ákvað að afhenda útvegsmönnum kvótann, sem átti þó að heita þjóðareign samkvæmt lögunum. Deilurnar á Alþingi nú um upptöku sams konar ákvæðis í stjórnarskrána (,,Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign") í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003 þarf að skoða í ljósi sögunnar. Framsóknarflokkurinn kappkostar nú að standa við fyrirheitið frá 2003 og koma þjóðareignarákvæði um fiskimiðin og aðrar auðlindir inn í stjórnarskrána. Þessi málatilbúnaður vitnar annaðhvort um vanmátt eða vonda samvizku, því að þáverandi sjávarútvegsráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins hafði sérlega forgöngu um lögfestingu kvótakerfisins 1984 og auðgaðist sjálfur ótæpilega á öllu saman. Þetta má heita hámark ósvífninnar: að afhenda fyrst sameign þjóðarinnar útvöldum útvegsmönnum og sjálfum sér á silfurfati eftir rangsnúnum reglum og setja síðan upp glóandi geislabaug og heimta, að eignin, sem búið er að gefa í reynd, verði eftirleiðis til frekari málamynda skráð þjóðareign í stjórnarskránni.