Lífið

Finnst skemmtilegt í fermingarfræðslunni

Stefán er farinn að hlakka til að fermast.
Stefán er farinn að hlakka til að fermast. Pjetur
Stefán Sigurjónsson fermist hinn 24. mars í Hafnarfjarðarkirkju. Hann segist hafa verið ákveðinn í að láta ferma sig frá því að hann var tíu ára. „Allir í bekknum mínum ætla að láta ferma sig en við fermumst ekki öll í einu því við erum svo mörg,“ segir Stefán.

Eftir athöfnina verður Stefán með veislu heima hjá sér og er undirbúningur fyrir hana hafinn. „Ég er aðeins búinn að hjálpa til og ég held að það verði bæði kökur og matur,“ segir hann.

Stefán er búinn að vera í fermingarfræðslu í allan vetur og segir að hún hafi bara verið skemmtileg. „Við fórum til dæmis að skoða kirkju sem ég man ekki alveg hvað heitir en hún er fræg og það var mjög gaman.“

Stefán er búinn að kaupa sér fermingarföt og segist vera orðinn frekar spenntur fyrir fermingunni. Hann veit líka alveg hvað hann langar að fá í fermingargjöf. „Mig langar í fartölvu. Ég vona að ég fái hana en ég er ekki alveg viss. Ég er samt búinn að láta vita að mig langi í hana.“ -eö






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.