Þrennra tónleika hylling 17. mars 2007 14:30 Caput-hópurinn flytur tónlist Gubaidulina í Langholtskirkju Tónskáldið nýtur mikillar hylli um þessar mundir. MYND/Heiða Rússnest tónskáld hefur á undanförnum mánuðum notið mikillar athygli á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Hún heitir Sofia Gubaidulina og er talin með merkari tónskáldum okkar tíma. Nú beinir tónlistargeirinn á Íslandi augum sínum og listgæfni að verkum hennar. Frúin ætlaði að koma í heimsókn en ekki verður af því: aldraður bóndi hennar veiktist og hún afboðaði sig. Sjálf er hún 75 ára. Sofia Gubaidulina var leiðtogi nýbylgjunnar í rússneskri tónlist upp úr 1960 ásamt Edison Denizov og Alfred Schnittke. Tónlist þeirra var í andófi við þá opinberu aðila í Sovétríkjunum sem heimtuðu svokallað félagslegt raunsæi. Þau voru fordómalaus og forvitin um tilraunakenndar hefðir í tónlistarlífi Evrópu á liðinni öld. Sú forvitni og fordómaleysið reyndust Sofiu og skoðanabræðrum hennar dýrt. Oft var komið í veg fyrir flutning verka hennar eins og lítilmótlegu yfirvaldi er hægast til að tukta tónskáld til spektar. Flytjendum var hreinlega fyrirskipað að hætta við flutning, oft á síðustu stundu. Dmitrí Sjostakovítsj var öllum hnútum kunnugur í slíku kúgunarferli og gaf tónskáldinu unga mottó: Þræddu áfram þínar villigötur. Sofia Gubaiduina fæddist í október 1931 og ólst upp í Kazan, borg tataranna. Móðir hennar var rússnesk, faðir hennar tatari, tónlistarkennarar hennar komu allir úr hinu öfluga gyðingasamfélagi sem þreifst í Kazan. Í fyrstu var það Bach sem heillaði hið unga tónskáld, á eftir komu þeir Mozart, Haydn og Beethoven. Bach hefur alltaf fylgt henni – eins og mörgum tónlistarmönnum. Fiðlukonsert hennar „Offertorium“ byggir á hinu konunglega stefi meistarans úr Tónafórninni. Á efnisskrá Caput er Hugleiðing Gubaidulinu um kóral Bachs „Vor deinen Thron“. Tónlist hennar hefur verið lýst sem tilfinningaþrunginni og hlaðinni óræðri merkingu – hún er sögð dularfull, myrk einlæg og björt og bæði gamaldags og framúrstefnuleg.s Sofia Gubaidulina fór fyrst til Vesturlanda árið 1985, vakti strax mikla athygli og nýtur nú alþjóðlegrar viðurkenningar sem eitt helsta tónskáld samtímans. Hún býr nú skammt frá Hamborg í Þýskalandi. Tónlistarunnendur fá notið sköpunarverka hennar á þrennum tónleikum. Hinir fyrstu fara fram í Langholtskirkju á morgun kl. 17 en þar leikur CAPUT-hópurinn ásamt söngkonunni Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Graduale-kórnum. Ingibjörg syngur hið viðamikla „Hommage à T. S. Eliot“ en textinn þess er sóttur í „Fjóra kvartetta“ skáldsins. Önnur verk á efnisskránni eru Concordanza fyrir kammersveit og Hugleiðing um „Vor deinen Thron“ fyrir strengjakvartett, kontrabassa og sembal eftir Gubaidulinu og frumflutningur á tónverki Elínar Gunnlaugsdóttur „…í laufinu“ við ljóð Matthíasar Johannessen úr „Sálmum á atómöld“. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Guðni Franzson en stjórandi Graduale-kórsins er Jón Stefánsson. Á þriðjudaginn leikur Valgerður Andrésdóttir verk Gubaidulina á Tíbrártónleikum í Salnum en Sif Tulinius fiðluleikari leikur konsert eftir Gubaidulina, Offertorium, með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói næstkomandi fimmtudag. Sif hefur unnið með Gubaidulinu og það er að frumkvæði hennar sem þessir tónleikar allir eru haldnir. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rússnest tónskáld hefur á undanförnum mánuðum notið mikillar athygli á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Hún heitir Sofia Gubaidulina og er talin með merkari tónskáldum okkar tíma. Nú beinir tónlistargeirinn á Íslandi augum sínum og listgæfni að verkum hennar. Frúin ætlaði að koma í heimsókn en ekki verður af því: aldraður bóndi hennar veiktist og hún afboðaði sig. Sjálf er hún 75 ára. Sofia Gubaidulina var leiðtogi nýbylgjunnar í rússneskri tónlist upp úr 1960 ásamt Edison Denizov og Alfred Schnittke. Tónlist þeirra var í andófi við þá opinberu aðila í Sovétríkjunum sem heimtuðu svokallað félagslegt raunsæi. Þau voru fordómalaus og forvitin um tilraunakenndar hefðir í tónlistarlífi Evrópu á liðinni öld. Sú forvitni og fordómaleysið reyndust Sofiu og skoðanabræðrum hennar dýrt. Oft var komið í veg fyrir flutning verka hennar eins og lítilmótlegu yfirvaldi er hægast til að tukta tónskáld til spektar. Flytjendum var hreinlega fyrirskipað að hætta við flutning, oft á síðustu stundu. Dmitrí Sjostakovítsj var öllum hnútum kunnugur í slíku kúgunarferli og gaf tónskáldinu unga mottó: Þræddu áfram þínar villigötur. Sofia Gubaiduina fæddist í október 1931 og ólst upp í Kazan, borg tataranna. Móðir hennar var rússnesk, faðir hennar tatari, tónlistarkennarar hennar komu allir úr hinu öfluga gyðingasamfélagi sem þreifst í Kazan. Í fyrstu var það Bach sem heillaði hið unga tónskáld, á eftir komu þeir Mozart, Haydn og Beethoven. Bach hefur alltaf fylgt henni – eins og mörgum tónlistarmönnum. Fiðlukonsert hennar „Offertorium“ byggir á hinu konunglega stefi meistarans úr Tónafórninni. Á efnisskrá Caput er Hugleiðing Gubaidulinu um kóral Bachs „Vor deinen Thron“. Tónlist hennar hefur verið lýst sem tilfinningaþrunginni og hlaðinni óræðri merkingu – hún er sögð dularfull, myrk einlæg og björt og bæði gamaldags og framúrstefnuleg.s Sofia Gubaidulina fór fyrst til Vesturlanda árið 1985, vakti strax mikla athygli og nýtur nú alþjóðlegrar viðurkenningar sem eitt helsta tónskáld samtímans. Hún býr nú skammt frá Hamborg í Þýskalandi. Tónlistarunnendur fá notið sköpunarverka hennar á þrennum tónleikum. Hinir fyrstu fara fram í Langholtskirkju á morgun kl. 17 en þar leikur CAPUT-hópurinn ásamt söngkonunni Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Graduale-kórnum. Ingibjörg syngur hið viðamikla „Hommage à T. S. Eliot“ en textinn þess er sóttur í „Fjóra kvartetta“ skáldsins. Önnur verk á efnisskránni eru Concordanza fyrir kammersveit og Hugleiðing um „Vor deinen Thron“ fyrir strengjakvartett, kontrabassa og sembal eftir Gubaidulinu og frumflutningur á tónverki Elínar Gunnlaugsdóttur „…í laufinu“ við ljóð Matthíasar Johannessen úr „Sálmum á atómöld“. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Guðni Franzson en stjórandi Graduale-kórsins er Jón Stefánsson. Á þriðjudaginn leikur Valgerður Andrésdóttir verk Gubaidulina á Tíbrártónleikum í Salnum en Sif Tulinius fiðluleikari leikur konsert eftir Gubaidulina, Offertorium, með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói næstkomandi fimmtudag. Sif hefur unnið með Gubaidulinu og það er að frumkvæði hennar sem þessir tónleikar allir eru haldnir.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira