Bíó og sjónvarp

Glíman við sjálfan Ódysseif

Sigurður A. Magnússon Ræðir um þýðingar sínar á stórvirki Joyce.
Sigurður A. Magnússon Ræðir um þýðingar sínar á stórvirki Joyce. MYND/Hörður

Sigurður A. Magnússon heldur erindi um þýðingar sýnar á verkum James Joyce í fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, „Þýðing öndvegisverka".

Erindið fjallar að hluta til um þýðingu Sigurðar á þremur verkum eftir Joyce, Í Dyflinni, Æskumynd listamannsins og Ódysseifi (Ulysses), en megininntak þess er baráttan við að snúa Ulysses á læsilega íslensku. Þetta mikla verk hefur verið kallað fjölþættasta og fyndnasta skáldverk síðustu aldar, enda hefur ekkert verk heimsbókmenntanna hlotið eins víðtæka umfjöllun.

Árið 1992 gerðist það í fyrsta sinn að William Shakespeare vék fyrir yngri keppinauti en þá var James Joyce kominn í efsta sæti þeirra höfunda heimsbókmenntanna sem fjallað er um í heilum bókum og Shakespeare í öðru sæti. Bróðurparturinn af þessum lærðu bókum, sem skipta orðið þúsundum, fjallar einmitt um Ódysseif.

Erindið flytur Sigurður í stofu 101 í Lögbergi kl. 16.30 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×