Dauðar sálir? 25. mars 2007 05:30 Afnám fyrningarfrests í grófum kynferðisbrotamálum er áfangasigur fyrir þolendur slíkra ódæðisverka og vafalítið heillaskref fyrir íslenskt réttarkerfi. Í byrjun nýliðinnar viku hlustaði ég á nokkra þingmenn í útvarpinu gera upp nýlokið þing og voru þeir allir sammála um hér væri á ferð mikil réttarbót. Ég hjó hins vegar eftir orðalagi í þá veru að kynferðisofbeldi væri sá glæpur sem gengi hvað næst mannsmorði; það væri verið að myrða sálina í fólki og skemma það fyrir lífstíð. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem ég hef heyrt orðið sálarmorð notað í þessu samhengi. Þannig lýstu foreldrar stúlku sem hafði verið misnotuð líðan dóttur sinnar í fréttaviðtali fyrir nokkrum mánuðum. Fyrir tveimur árum eða svo gaf Jónína Benediktsdóttir út bók byggða á minningum stúlkna sem höfðu sætt misnotkun og í sjónvarpsviðtali komst hún svo að orði að kynferðisofbeldi væri eins og að þvo börnum upp úr klósetti. Fyrir réttri viku sá ég svo Guðnýju Halldórsdóttur segja í Kastljósi að konur sem hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi gætu ekki alið upp börnin sín. Nú skal tekið fram að ég handviss um að bak við þessi handahófskenndu dæmi sem ég nefni hafi legið góð og velmeinandi hugsun. Umræðan um kynferðisofbeldi er hins vegar jafn vandmeðfarin og hún er mikilvæg. Stundum fæ ég ekki varist þeirri hugsun að rangar tilfinningar leiði hana á villigötur; í stað þess að hvetja til hluttekningar í garð þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi sé tilhneiging til að ala fyrst og fremst á reiði í garð ódæðismannanna, jafnvel á kostnað þeirra fyrrnefndu. Hvaða huggun og styrk eiga þolendur kynferðisofbeldis að sækja í til dæmis fullyrðingar annarra um að nú hljóti þeir að vera dauðir að innan og vanhæfir uppalendur eða í sjónrænar myndlíkingar um klósettþvott? Nú er líka rétt að taka fram að ég er alls ekki að gera lítið úr þeim ömurlegu áhrifum sem kynferðisofbeldi hefur á þá sem fyrir því verða, eða á nokkurn hátt að bera í bætifláka fyrir þá sem fremja slíka glæpi. Punkturinn er einfaldlega sá að enginn nema þeir sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að vera beittir kynferðisofbeldi geta fjölyrt um áhrif þess á sig. Í ensku er hugtakið "rape survivor" notað og Stígamót leggja áherslu á orðið þolandi frekar en fórnarlamb. Með öðrum orðum virðast þeir sem hafa orðið fyrir þessari óhugnarlegu reynslu vilja skírskota til þess að þeir hafi komist af. Ég legg til að við hin gerum það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Afnám fyrningarfrests í grófum kynferðisbrotamálum er áfangasigur fyrir þolendur slíkra ódæðisverka og vafalítið heillaskref fyrir íslenskt réttarkerfi. Í byrjun nýliðinnar viku hlustaði ég á nokkra þingmenn í útvarpinu gera upp nýlokið þing og voru þeir allir sammála um hér væri á ferð mikil réttarbót. Ég hjó hins vegar eftir orðalagi í þá veru að kynferðisofbeldi væri sá glæpur sem gengi hvað næst mannsmorði; það væri verið að myrða sálina í fólki og skemma það fyrir lífstíð. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem ég hef heyrt orðið sálarmorð notað í þessu samhengi. Þannig lýstu foreldrar stúlku sem hafði verið misnotuð líðan dóttur sinnar í fréttaviðtali fyrir nokkrum mánuðum. Fyrir tveimur árum eða svo gaf Jónína Benediktsdóttir út bók byggða á minningum stúlkna sem höfðu sætt misnotkun og í sjónvarpsviðtali komst hún svo að orði að kynferðisofbeldi væri eins og að þvo börnum upp úr klósetti. Fyrir réttri viku sá ég svo Guðnýju Halldórsdóttur segja í Kastljósi að konur sem hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi gætu ekki alið upp börnin sín. Nú skal tekið fram að ég handviss um að bak við þessi handahófskenndu dæmi sem ég nefni hafi legið góð og velmeinandi hugsun. Umræðan um kynferðisofbeldi er hins vegar jafn vandmeðfarin og hún er mikilvæg. Stundum fæ ég ekki varist þeirri hugsun að rangar tilfinningar leiði hana á villigötur; í stað þess að hvetja til hluttekningar í garð þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi sé tilhneiging til að ala fyrst og fremst á reiði í garð ódæðismannanna, jafnvel á kostnað þeirra fyrrnefndu. Hvaða huggun og styrk eiga þolendur kynferðisofbeldis að sækja í til dæmis fullyrðingar annarra um að nú hljóti þeir að vera dauðir að innan og vanhæfir uppalendur eða í sjónrænar myndlíkingar um klósettþvott? Nú er líka rétt að taka fram að ég er alls ekki að gera lítið úr þeim ömurlegu áhrifum sem kynferðisofbeldi hefur á þá sem fyrir því verða, eða á nokkurn hátt að bera í bætifláka fyrir þá sem fremja slíka glæpi. Punkturinn er einfaldlega sá að enginn nema þeir sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að vera beittir kynferðisofbeldi geta fjölyrt um áhrif þess á sig. Í ensku er hugtakið "rape survivor" notað og Stígamót leggja áherslu á orðið þolandi frekar en fórnarlamb. Með öðrum orðum virðast þeir sem hafa orðið fyrir þessari óhugnarlegu reynslu vilja skírskota til þess að þeir hafi komist af. Ég legg til að við hin gerum það líka.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun