Af innrásum og útrásum 27. mars 2007 09:45 Viðar Eggertsson, formaður leiklistarsambands Íslands „Það er gaman að Alþjóðaleiklistardaginn beri upp í marsmánuði því hann hefur löngum verið öflugur leikhúsmánuður hér á landi. Nú um helgina voru yfir tuttugu verk á fjölunum hjá atvinnuleikhúsum landsins.“ MYND/Heiða Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Undanfarna daga hafa bæði atvinnuleikhús og leikhópar víða um land staðið fyrir dagskrá í tilefni þessa dags en í kvöld gengst Leiklistarsambandið fyrir leiklistarþingi í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikhúsfólki gefst kærkomið tækifæri til þess að staldra við, skoða stöðuna og horfa til framtíðar að sögn Viðars. Yfirskrift kvöldsins er „Innrás/útrás“ en Viðar útskýrir að bæði sé íslenskt leikhúsfólk sífellt að drekka í sig áhrif annars staðar frá og flytja í auknum mæli út sína eigin þekkingu og sköpun. „Fjarlægðirnar hafa minnkað og það er auðveldara fyrir okkur, þessa eyþjóð, og okkar listamenn að sækja til annarra og læra af þeim. Það verður sífellt auðveldara að stækka okkar svæði og sýna öðrum hvað við kunnum og getum.“ Þingið býður fjórum gestum í pontu, þar af tveimur erlendum gestum, Richard Gough, sem er í forsvari fyrir sviðslistamiðstöðina í Aberystwyth í Wales og mun ræða um mikilvægi þess að upplifa ólíka menningarheima en Elena Krüskemper, sem lengi hefur starfað sem listrænn stjórnandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn, mun í erindi sínu fjalla um starf sitt og leit að áhugaverðu sviðslistafólki. Krüskemper hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar hér á landi sem haldin verður að ári en aukinheldur vinnur þverfagleg þriggja manna nefnd að skipulagningu hennar. Reynsla Íslendinga af listrænni útrás verður einnig til umræðu á þinginu en þar ræðir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um starf hans á erlendri grund og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, sem starfað hefur með leikhópnum Vesturporti og haslað sér völl erlendis sem bæði sviðs- og kvikmyndaleikari, fjallar um sína reynslu og kallar erindi sitt „Að mont-rassast í útlöndum“. Leiklistarsambandið horfir sífellt lengra því Viðar bendir á að í bígerð sé stofnun sviðslistamiðstöðvar þar sem faglega verður unnið að framgangi íslenskra sviðs-lista erlendis. „Það hefur verið keppikefli okkar að koma slíkri miðstöð á laggirnar hið fyrsta en nú stendur sú vinna yfir í menntamálaráðuneytinu og við gerum okkur vonir um að hún komist á laggirnar fyrir lok næsta árs.“ Þingið er öllum opið og hefst kl. 19 í kvöld. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leiklistarsamband Íslands er regnhlífasamtök sviðs-listafólks sem í dag fagnar Alþjóðaleiklistardeginum. Viðar Eggertsson er formaður sambandsins en hann útskýrir að félagar þar innanborðs skipti þúsundum enda starfi margir að sviðslistum hér á landi, hvort heldur áhugamenn eða fagfólk. Undanfarna daga hafa bæði atvinnuleikhús og leikhópar víða um land staðið fyrir dagskrá í tilefni þessa dags en í kvöld gengst Leiklistarsambandið fyrir leiklistarþingi í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem leikhúsfólki gefst kærkomið tækifæri til þess að staldra við, skoða stöðuna og horfa til framtíðar að sögn Viðars. Yfirskrift kvöldsins er „Innrás/útrás“ en Viðar útskýrir að bæði sé íslenskt leikhúsfólk sífellt að drekka í sig áhrif annars staðar frá og flytja í auknum mæli út sína eigin þekkingu og sköpun. „Fjarlægðirnar hafa minnkað og það er auðveldara fyrir okkur, þessa eyþjóð, og okkar listamenn að sækja til annarra og læra af þeim. Það verður sífellt auðveldara að stækka okkar svæði og sýna öðrum hvað við kunnum og getum.“ Þingið býður fjórum gestum í pontu, þar af tveimur erlendum gestum, Richard Gough, sem er í forsvari fyrir sviðslistamiðstöðina í Aberystwyth í Wales og mun ræða um mikilvægi þess að upplifa ólíka menningarheima en Elena Krüskemper, sem lengi hefur starfað sem listrænn stjórnandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn, mun í erindi sínu fjalla um starf sitt og leit að áhugaverðu sviðslistafólki. Krüskemper hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar hér á landi sem haldin verður að ári en aukinheldur vinnur þverfagleg þriggja manna nefnd að skipulagningu hennar. Reynsla Íslendinga af listrænni útrás verður einnig til umræðu á þinginu en þar ræðir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, um starf hans á erlendri grund og leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, sem starfað hefur með leikhópnum Vesturporti og haslað sér völl erlendis sem bæði sviðs- og kvikmyndaleikari, fjallar um sína reynslu og kallar erindi sitt „Að mont-rassast í útlöndum“. Leiklistarsambandið horfir sífellt lengra því Viðar bendir á að í bígerð sé stofnun sviðslistamiðstöðvar þar sem faglega verður unnið að framgangi íslenskra sviðs-lista erlendis. „Það hefur verið keppikefli okkar að koma slíkri miðstöð á laggirnar hið fyrsta en nú stendur sú vinna yfir í menntamálaráðuneytinu og við gerum okkur vonir um að hún komist á laggirnar fyrir lok næsta árs.“ Þingið er öllum opið og hefst kl. 19 í kvöld.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira