Bíó og sjónvarp

Laddi í staðinn fyrir Gretti

Laddi á sviðinu. Gamanleikarinn fer á kostum á sviði Borgarleikhússins og bregður sér í allra kvikinda líki.
Laddi á sviðinu. Gamanleikarinn fer á kostum á sviði Borgarleikhússins og bregður sér í allra kvikinda líki.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær þurfti Borgarleikhúsið að fresta frumsýningu söngleiksins Grettis vegna forfalla Halldórs Gylfasonar. Aðstandendur afmælissýningar Ladda gripu gæsina og bættu við sýningu í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn en hún hefur gengið fyrir fullu húsi svo vikum skiptir.

 

Kokkurinn frægi úr Heilsubælinu víðfræga birtist á sviðinu og er óárennilegur að venju.

Velgengni afmælissýningar Ladda hefur verið með hreinum ólíkindum en upphaflega stóð til að þetta yrðu aðeins örfáar sýningar. Talið er að yfir tuttugu þúsund manns hafi séð gamanleikarann fara á kostum á sviði Borgarleikhússins en uppselt er á allar sýningar í apríl og er þegar byrjað að selja miða á sýningar í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×