Tónlist

Norrænt samstarf

Sigurður Flosason og félagar
Stefna að sameiningu Íslands og Færeyja. 
  Fréttablaðið/hrönn
Sigurður Flosason og félagar Stefna að sameiningu Íslands og Færeyja. Fréttablaðið/hrönn

Fyrstu skref að sameiningu Íslands og Færeyja hafa verið stigin að sögn félaga í tríóinu TRISFO.

Aðalhvatamaður að stofnun tríósins er færeyski kontrabassaleikarinn Edvard Nyholm Debess, en auk hans skipa tríóið Íslendingarnir Kjartan Valdemarsson á píanó og Sigurður Flosason á saxó-fóna. Tríóið hefur starfað um fjögurra ára skeið en heldur útgáfutónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 20 og leikur þá tónlist af nýjum diski, The North Atlantic Empire en þar er að finna tónlist eftir alla meðlimi tríóins, auk frjáls spuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×