Viðskipti innlent

TM Software selur Maritech

TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech.

Í tilkynningu um viðskiptin segir að samningurinn sé gerður í framhaldi af viljayfirlýsingu á milli félaganna í desember í fyrra um kaup AKVA á sjávarútvegshluta Maritech. Í framhaldi af áreiðanleikakönnun jókst umfang samningsins sem nær nú yfir alla starfsemi Maritech hér heima og erlendis. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið ef Maritech yrði selt í heilu lagi.

Ágúst Einarsson, forstjóri TM Software, segir ástæðu sölunnar þá að gott tilboð hafi borist frá félagi sem hafi mikla samlegð með rekstri Maritech, að því er segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×