Stórhátíð í bíóhúsum 5. apríl 2007 10:30 Mr. Bean vinnur ferð til Suður-Frakklands þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stendur sem hæst. Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean. Þetta hugarfóstur breska leikarans Rowans Atkinson hefur áður birst á hvíta tjaldinu en hann hefur skemmt sjónvarpsáhorfendum um allan heim með barnslegri og umfram allt klaufalegri einlægni sinni. Að þessu sinni heldur Mr. Bean til Cannes í frí sem hann vann hjá kirkjusöfnuði sínum og svo skemmtilega vill til að kvikmyndahátíðin fræga stendur akkúrat yfir á þessum tíma. Og varla þarf að taka fram að Mr. Bean setur sinn svip á hátíðina. Auk Atkinsons fer Willem Dafoe með eitt aðalhlutverkanna. Sambíóin taka einnig til sýninga hina kolsvörtu kómedíu Because I Said So sem skartar hinni síungu Diane Keaton í aðalhlutverki. Keaton leikur Daphne Wilder, sem hefur komið þremur dætrum sínum til manns. En það sem hún veit ekki er að afkvæmin eru orðin langþreytt á afskiptasemi móðurinnar. Með önnur helstu hlutverk fara þau Piper Perabo og Tom Everett Scott. Páskamyndin fyrir börnin er síðan teiknimyndin Úti er ævintýri en hún er gerð af sömu aðilum og færðu heimsbyggðinni græna skrýmslið Skrekk. Að þessu sinni hefur ævintýrið um Öskubusku verið fært í stílinn. Töframaðurinn sem ræður ríkjum í Ævintýraveröldinni er farinn í langþráð frí og nýtir stjúpmamman illa sér tækifærið og rænir völdum og íbúarnir, með Öskubusku fremsta í flokki, ákveða að ráðast gegn kvalara sínum. Að endingu er vert að minnast á stórmyndina Sunshine sem heimsfrumsýnd verður í Regnboganum og Smárabíói. Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Dannys Boyle sem skaust upp á stjörnuhimininn með kvikmyndinni Trainspotting. Að þessu sinni veltir leikstjórinn fyrir sér hvað myndi gerast ef sjálf sólin myndi brenna upp. Myndin gerist árið 2057 en þá er hópur vísindamanna sendur út í geim til að koma í veg fyrir að sólin brenni upp.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira