Science of Sleep - fjórar stjörnur 10. apríl 2007 00:01 Sjjónrænt listaverk með frábærum leikurum en þunnum söguþræði. Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira