Ólík sýn í nokkrum takti 14. apríl 2007 06:15 Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ísland í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágreining slóu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa. Forsætisráðherra sendi frá sér þrenns konar skilaboð. Í fyrsta lagi lagði hann mestan þunga í skýrt fyrirheit um tilteknar úrbætur í þágu aldraðra. Þær snúast ekki einvörðungu um aukin útgjöld. Þær sýna einnig langtíma hugsun um nauðsyn þess að gefa eldra fólki, sem bæði getur og kýs, tækifæri til lengri starfsaldurs. Frá pólitísku sjónarhorni var skynsamlegt leggja með þessum hætti áherslu á velferðarmál. Skilaboð númer tvö fólu í sér boðskap um að náttúruvernd og nýting náttúrugæða eigi ekki að vera andstæður er útiloki hvor aðra. Umfangsmesta friðun lands hefur þannig átt sér stað samhliða stærstu virkjanaframkvæmdum. Forsætisráðherra skaut sér að vísu undan því að segja berum orðum það sem er kjarni þess máls að allsherjar stöðvun undirbúnings og framkvæmda á þessu sviði er ávísun á lífskjaraskerðingu. Boðskapurinn var hins vegar ótvíræður. Án þess að nefna viðskiptahallann fólust í þriðja lagi í ræðu forsætisráðherra skilaboð um að aðstæður gefi ekki tilefni til mikilla útgjaldaloforða. Stefnan er frjálsræði í efnahagsmálum með opinberu útgjaldaaðhaldi. Þó að staða ríkissjóðs hafi verið sterk eru óneitanlega hættumerki framundan. Að ósekju hefðu aðhaldsskilaboðin því mátt vera ákveðnari þó að þau verði ekki véfengd. Formaður Samfylkingarinnar gerði einnig að umtalsefni mikilvægi ábyrgrar efnahagsstefnu þar sem framfarir byggðust á jafnvægi.Sá boðskapur er að vísu ekki í fullu samræmi við fjárlagatillögur flokksins. Hann er hins vegar tákn um skynsamlegan nýjan tón í skilaboðum til kjósenda. Í annan stað ítrekaði formaður Samfylkingarinnar stóriðjuhlé. Ef þau ummæli eru túlkuð með skírskotun til skýrslunnar um enfahagslega ábyrgð virðist þessi orðnotkun rúma áframhaldandi undirbúning vegna annarra slíkra verkefna en þeirra sem Hafnfirðingar hafa þegar slegið út af borðinu. Þetta er vísbending um að leiðir Samfylkingarinnar og Vinstri græns liggi ekki jafn þétt saman og litið hefur út fyrir upp á síðkastið. Velferðarmálin voru eðlilega kjarninn í boðskap formanns Samfylkingarinnar. Á því sviði hefur flokkurinn ekki átt við túverðugleika kreppu að etja. Vandi hans er hins vegar að sýna fram á hvernig tiltekin fyrirheit um útgjöld ríma við boðskapinn um ábyrga stjórn efnahags- og ríkisfjármála. Ræður þessara tveggja flokksformanna voru vitaskuld ólíkar. Að öllu virtu var þó ákveðinn samhljómur í þeim skilaboðum sem þeir sendu um framtíðina. Réttilega vaknar sú spurning hvort það hafi einhverja pólitíska merkingu um auknar líkur á samstarfi þeirra ef stjórnarflokkarnir halda ekki meirihluta? Eins og sakir standa bendir fátt til þess að slíkt samstarf sé í uppsiglingu. Við blasir að Samfylkingin þurfi að fórna meir af stefnu sinni í samstarfi við Vinstri grænt. En vandséð er hvernig hún getur losað sig frá skuldbindingum um viðræður til vinstri og ef til vill er ekki mikill áhugi á því. Um pólitískt samstarf sýnist hún þar af leiðandi vera í meiri trúverðugleika vanda en Sjálfstæðisflokkurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ísland í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágreining slóu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa. Forsætisráðherra sendi frá sér þrenns konar skilaboð. Í fyrsta lagi lagði hann mestan þunga í skýrt fyrirheit um tilteknar úrbætur í þágu aldraðra. Þær snúast ekki einvörðungu um aukin útgjöld. Þær sýna einnig langtíma hugsun um nauðsyn þess að gefa eldra fólki, sem bæði getur og kýs, tækifæri til lengri starfsaldurs. Frá pólitísku sjónarhorni var skynsamlegt leggja með þessum hætti áherslu á velferðarmál. Skilaboð númer tvö fólu í sér boðskap um að náttúruvernd og nýting náttúrugæða eigi ekki að vera andstæður er útiloki hvor aðra. Umfangsmesta friðun lands hefur þannig átt sér stað samhliða stærstu virkjanaframkvæmdum. Forsætisráðherra skaut sér að vísu undan því að segja berum orðum það sem er kjarni þess máls að allsherjar stöðvun undirbúnings og framkvæmda á þessu sviði er ávísun á lífskjaraskerðingu. Boðskapurinn var hins vegar ótvíræður. Án þess að nefna viðskiptahallann fólust í þriðja lagi í ræðu forsætisráðherra skilaboð um að aðstæður gefi ekki tilefni til mikilla útgjaldaloforða. Stefnan er frjálsræði í efnahagsmálum með opinberu útgjaldaaðhaldi. Þó að staða ríkissjóðs hafi verið sterk eru óneitanlega hættumerki framundan. Að ósekju hefðu aðhaldsskilaboðin því mátt vera ákveðnari þó að þau verði ekki véfengd. Formaður Samfylkingarinnar gerði einnig að umtalsefni mikilvægi ábyrgrar efnahagsstefnu þar sem framfarir byggðust á jafnvægi.Sá boðskapur er að vísu ekki í fullu samræmi við fjárlagatillögur flokksins. Hann er hins vegar tákn um skynsamlegan nýjan tón í skilaboðum til kjósenda. Í annan stað ítrekaði formaður Samfylkingarinnar stóriðjuhlé. Ef þau ummæli eru túlkuð með skírskotun til skýrslunnar um enfahagslega ábyrgð virðist þessi orðnotkun rúma áframhaldandi undirbúning vegna annarra slíkra verkefna en þeirra sem Hafnfirðingar hafa þegar slegið út af borðinu. Þetta er vísbending um að leiðir Samfylkingarinnar og Vinstri græns liggi ekki jafn þétt saman og litið hefur út fyrir upp á síðkastið. Velferðarmálin voru eðlilega kjarninn í boðskap formanns Samfylkingarinnar. Á því sviði hefur flokkurinn ekki átt við túverðugleika kreppu að etja. Vandi hans er hins vegar að sýna fram á hvernig tiltekin fyrirheit um útgjöld ríma við boðskapinn um ábyrga stjórn efnahags- og ríkisfjármála. Ræður þessara tveggja flokksformanna voru vitaskuld ólíkar. Að öllu virtu var þó ákveðinn samhljómur í þeim skilaboðum sem þeir sendu um framtíðina. Réttilega vaknar sú spurning hvort það hafi einhverja pólitíska merkingu um auknar líkur á samstarfi þeirra ef stjórnarflokkarnir halda ekki meirihluta? Eins og sakir standa bendir fátt til þess að slíkt samstarf sé í uppsiglingu. Við blasir að Samfylkingin þurfi að fórna meir af stefnu sinni í samstarfi við Vinstri grænt. En vandséð er hvernig hún getur losað sig frá skuldbindingum um viðræður til vinstri og ef til vill er ekki mikill áhugi á því. Um pólitískt samstarf sýnist hún þar af leiðandi vera í meiri trúverðugleika vanda en Sjálfstæðisflokkurinn.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun