Er hægt að deila sársaukanum? 14. apríl 2007 13:00 Við getum ekki lifað svona lengur Edda Arnljótsdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í Hálsfesti Helenu. Mynd/Þjóðleikhúsið Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harmurinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka. Leikrit Carole Fréchette, Hálsfesti Helenu, hefur hlotið frábærar viðtökur úti um allan heim. Höfundurinn, sem er margverðlaunað leikskáld frá Kanada, er stödd hér á landi í tilefni frumsýningar Þjóðleikhússins á verkinu í kvöld. Verkið skrifaði Fréchette eftir dvöl sína í Líbanon árið 2000 en þangað bauðst henni að fara ásamt átta kollegum sínum með það að augnamiði að skrifa leikverk um þá reynslu sína. „Þessi ferð hafði mjög djúpstæð áhrif á mig," útskýrir Fréchette en þetta var í fyrsta sinn sem hún ferðaðist til Mið-Austurlanda eða til stríðshrjáðrar borgar. „Hugmyndin var að við kynntum okkur land og þjóð en við ferðuðumst mikið um, heimsóttum meðal annars palestínskar flóttamannabúðir. Fólkið sem við hittum átti ólíka reynslu að baki og fyrir mig var þessi heimsókn ákveðið áfall." Átöki ólíkra menningarheima, þess vestræna og arabíska, eru bakland leikritsins, sem er bæði hádramatísk og spaugilegt. Aðalpersónan Helena kemur til framandi borgar og verður fyrir því að týna hálsfestinni sinni en það sama henti Fréchette. „Í fyrstu hvarflaði að mér að fara og leita að henni en það var náttúrlega alveg absúrd hugmynd - að leita að svo litlum hlut í þessari óreiðukenndu borg." Í verkinu ferðast Helena um borgina og hittir fyrir alls konar fólk og þegar á líður verður sífellt óljósara að hverju hún leitar og skilningur hennar á aðstæðum og sársauka fólksins í borginni eykst. „Áhorfendur verða síðan sjálfir að ákveða hvað hálsfestin þýðir," segir leikskáldið lúmskt. Fréchette ákvað strax að skrifa verkið frá sjónarhóli gestsins en Hálsfesti Helenu verður að teljast mjög persónulegt verk. „Það var eina sanngjarna sjónarhornið því ég vissi ekki mikið um landið. Ég vildi ekki aðeins ræða um sársauka fólksins heldur einnig sársauka einstaklingins. Ég fann mjög sterkt fyrir minni eigin nostalgíu og sársauka og mér fannst mikilvægt að koma því fram af hreinskilni. Fyrir mér er það spennan í verkinu - þessar andstæður milli einstaklingsins og aðstæðnanna í borginni." Fréchette útskýrir að hún hafi ekki viljað gleyma því hver hún er. „Ég er frá Kanada, frá friðsælli borg og ríku landi, og get því ekki talað fyrir hönd fólksins sem lifir við allt aðrar aðstæður. Þetta er ekki pólitískt verk í venjulegum skilningi því ég horfi meira á dramatíkina út frá fólkinu og lífi þess. Samhengið er vissulega pólitískt því þarna geisaði stríð og þarna eru flóttamenn. Mín spurning er hins vegar hvort við getum deilt sársauka annarra. Það besta sem ég get gert sem listamaður er að tjá það af hreinskilni sem ég upplifði." Þjóðleikhúsið frumsýnir verkið á Smíðaverkstæðinu í kvöld. Leikstjóri þess er María Sigurðardóttir, sem nú leikstýrir í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu en hún hefur sett upp tugi leiksýninga, þar á meðal í Borgarleikhúsinu. Með aðahlutverkið fer Edda Arnljótsdóttir en en með önnur hlutverk fara Arnar Jónsson og Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir, lýsingu annast Lárus Björnsson og Ester Ásgeirsdóttir hannar hljóðmynd. Þýðandi leikritsins er Hrafnhildur Hagalín. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harmurinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka. Leikrit Carole Fréchette, Hálsfesti Helenu, hefur hlotið frábærar viðtökur úti um allan heim. Höfundurinn, sem er margverðlaunað leikskáld frá Kanada, er stödd hér á landi í tilefni frumsýningar Þjóðleikhússins á verkinu í kvöld. Verkið skrifaði Fréchette eftir dvöl sína í Líbanon árið 2000 en þangað bauðst henni að fara ásamt átta kollegum sínum með það að augnamiði að skrifa leikverk um þá reynslu sína. „Þessi ferð hafði mjög djúpstæð áhrif á mig," útskýrir Fréchette en þetta var í fyrsta sinn sem hún ferðaðist til Mið-Austurlanda eða til stríðshrjáðrar borgar. „Hugmyndin var að við kynntum okkur land og þjóð en við ferðuðumst mikið um, heimsóttum meðal annars palestínskar flóttamannabúðir. Fólkið sem við hittum átti ólíka reynslu að baki og fyrir mig var þessi heimsókn ákveðið áfall." Átöki ólíkra menningarheima, þess vestræna og arabíska, eru bakland leikritsins, sem er bæði hádramatísk og spaugilegt. Aðalpersónan Helena kemur til framandi borgar og verður fyrir því að týna hálsfestinni sinni en það sama henti Fréchette. „Í fyrstu hvarflaði að mér að fara og leita að henni en það var náttúrlega alveg absúrd hugmynd - að leita að svo litlum hlut í þessari óreiðukenndu borg." Í verkinu ferðast Helena um borgina og hittir fyrir alls konar fólk og þegar á líður verður sífellt óljósara að hverju hún leitar og skilningur hennar á aðstæðum og sársauka fólksins í borginni eykst. „Áhorfendur verða síðan sjálfir að ákveða hvað hálsfestin þýðir," segir leikskáldið lúmskt. Fréchette ákvað strax að skrifa verkið frá sjónarhóli gestsins en Hálsfesti Helenu verður að teljast mjög persónulegt verk. „Það var eina sanngjarna sjónarhornið því ég vissi ekki mikið um landið. Ég vildi ekki aðeins ræða um sársauka fólksins heldur einnig sársauka einstaklingins. Ég fann mjög sterkt fyrir minni eigin nostalgíu og sársauka og mér fannst mikilvægt að koma því fram af hreinskilni. Fyrir mér er það spennan í verkinu - þessar andstæður milli einstaklingsins og aðstæðnanna í borginni." Fréchette útskýrir að hún hafi ekki viljað gleyma því hver hún er. „Ég er frá Kanada, frá friðsælli borg og ríku landi, og get því ekki talað fyrir hönd fólksins sem lifir við allt aðrar aðstæður. Þetta er ekki pólitískt verk í venjulegum skilningi því ég horfi meira á dramatíkina út frá fólkinu og lífi þess. Samhengið er vissulega pólitískt því þarna geisaði stríð og þarna eru flóttamenn. Mín spurning er hins vegar hvort við getum deilt sársauka annarra. Það besta sem ég get gert sem listamaður er að tjá það af hreinskilni sem ég upplifði." Þjóðleikhúsið frumsýnir verkið á Smíðaverkstæðinu í kvöld. Leikstjóri þess er María Sigurðardóttir, sem nú leikstýrir í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu en hún hefur sett upp tugi leiksýninga, þar á meðal í Borgarleikhúsinu. Með aðahlutverkið fer Edda Arnljótsdóttir en en með önnur hlutverk fara Arnar Jónsson og Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Leikmynd og búninga gerir Helga I. Stefánsdóttir, lýsingu annast Lárus Björnsson og Ester Ásgeirsdóttir hannar hljóðmynd. Þýðandi leikritsins er Hrafnhildur Hagalín.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira