Meira pönk! 15. apríl 2007 00:01 Ef ég segðist ekki endilega vilja hafa svefnherbergið mitt hvítt þætti mér óeðlilegt að fá viðbrögðin: „Heldurðu að dökkappelsínugult sé skárra, lúðinn þinn?“ Samt væru þau í stíl við pólitíska umræðu unglingsára minna. Ég er nefnilega kominn á fimmtugsaldur og ólst upp við að þjóðin væri klofin í afstöðunni til hersins. Ég var herstöðvarandstæðingur. Viðbrögðin við mínum málflutningi voru býsna gjarna: „Heldurðu að það væri betra að hafa Rússana hérna?“ Rétt eins og í leikriti alheimsstjórnmálanna væru aðeins tvö hlutverk, Rússadindilsins og Kanamellunnar, og Íslendingar þyrftu að hafa vit á að velja það illskárra, þetta með nælonsokkana og litasjónvarpið. Það væri enginn þriðji kostur. Svo kom pönkið. Ég var afar ginkeyptur fyrir hugmyndafræði pönksins: „Fuck the system“. Eiginlega gekk hún bara út á að rústa kerfinu án þess að hafa einhverjar háleitar hugmyndir um hvað átti að koma í staðinn. Það eina sem pönkið boðaði var í raun rjúkandi rústir ríkjandi ástands. Það þýddi ekkert að segja við pönkara: „Heldurðu að eitthvað annað sýstem væri skárra?“ Þá væri hið nýja sýstem nefnilega strax orðið hið ríkjandi sýstem og þarafleiðandi kerfið sem pönkið vildi fokka. Ég hef leyft mér að gagnrýna kerfi. Ég hef bent á að hvert það stjórnkerfi sem neyði þegnana til örbirgðar, hvaða nafni sem það nefnist, sé brotlegt við mannréttindi, réttinn til mannlegrar reisnar og boðlegs lífs. Það gildir einu hvort maður býr við lýðræði, einræði, auðræði, guðræði, harðræði eða jafnvel gerræði ef maður fæðist til lamandi fátæktar sem engin leið er út úr. Ég hef nefnt borðleggjandi dæmi um að kapítalísk samfélög séu sums staðar sliguð af efnahagslegu og félagslegu óréttlæti. Þetta hafa sumir skilið sem svo að það sé mín skoðun að ríkisstyrktur landbúnaður, kommúnísk hagstjórn og gott ef ekki einokunarverslun líka, sé það eina sem tryggt geti hagsæld alþýðunnar. Þetta finnst mér í stíl við að halda að þar sem mér finnst hvítt ljótt hljóti ég að vera að spá í dökkappelsínugult. Hvað vil ég þá í staðinn? Ég er ekki viss, en rjúkandi rústir ríkjandi ástands yrði strax framför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Ef ég segðist ekki endilega vilja hafa svefnherbergið mitt hvítt þætti mér óeðlilegt að fá viðbrögðin: „Heldurðu að dökkappelsínugult sé skárra, lúðinn þinn?“ Samt væru þau í stíl við pólitíska umræðu unglingsára minna. Ég er nefnilega kominn á fimmtugsaldur og ólst upp við að þjóðin væri klofin í afstöðunni til hersins. Ég var herstöðvarandstæðingur. Viðbrögðin við mínum málflutningi voru býsna gjarna: „Heldurðu að það væri betra að hafa Rússana hérna?“ Rétt eins og í leikriti alheimsstjórnmálanna væru aðeins tvö hlutverk, Rússadindilsins og Kanamellunnar, og Íslendingar þyrftu að hafa vit á að velja það illskárra, þetta með nælonsokkana og litasjónvarpið. Það væri enginn þriðji kostur. Svo kom pönkið. Ég var afar ginkeyptur fyrir hugmyndafræði pönksins: „Fuck the system“. Eiginlega gekk hún bara út á að rústa kerfinu án þess að hafa einhverjar háleitar hugmyndir um hvað átti að koma í staðinn. Það eina sem pönkið boðaði var í raun rjúkandi rústir ríkjandi ástands. Það þýddi ekkert að segja við pönkara: „Heldurðu að eitthvað annað sýstem væri skárra?“ Þá væri hið nýja sýstem nefnilega strax orðið hið ríkjandi sýstem og þarafleiðandi kerfið sem pönkið vildi fokka. Ég hef leyft mér að gagnrýna kerfi. Ég hef bent á að hvert það stjórnkerfi sem neyði þegnana til örbirgðar, hvaða nafni sem það nefnist, sé brotlegt við mannréttindi, réttinn til mannlegrar reisnar og boðlegs lífs. Það gildir einu hvort maður býr við lýðræði, einræði, auðræði, guðræði, harðræði eða jafnvel gerræði ef maður fæðist til lamandi fátæktar sem engin leið er út úr. Ég hef nefnt borðleggjandi dæmi um að kapítalísk samfélög séu sums staðar sliguð af efnahagslegu og félagslegu óréttlæti. Þetta hafa sumir skilið sem svo að það sé mín skoðun að ríkisstyrktur landbúnaður, kommúnísk hagstjórn og gott ef ekki einokunarverslun líka, sé það eina sem tryggt geti hagsæld alþýðunnar. Þetta finnst mér í stíl við að halda að þar sem mér finnst hvítt ljótt hljóti ég að vera að spá í dökkappelsínugult. Hvað vil ég þá í staðinn? Ég er ekki viss, en rjúkandi rústir ríkjandi ástands yrði strax framför.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun