Viðskipti innlent

VGI ehf. selt

Fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp: Gísli Sveinsson, Guðmundur Birgisson, Bjarni Hrafnsson, Jóhann Oddgeirsson og sitjandi Finnbogi Gylfason, Björgólfur Jóhannsson og Ásgeir Þorvarðarson.
Fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp: Gísli Sveinsson, Guðmundur Birgisson, Bjarni Hrafnsson, Jóhann Oddgeirsson og sitjandi Finnbogi Gylfason, Björgólfur Jóhannsson og Ásgeir Þorvarðarson.

Icelandic Group hf. hefur selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu VGI ehf. Kaupandi er Samhentir-Kassagerð ehf., en bæði fyrirtæki starfa á umbúðamarkaði. Kaupverð er ekki gefið upp.

Samningurinn tók gildi 20. þessa mánaðar og tóku nýir eigendur þá við rekstrinum. Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að söluhagnaður Icelandic Group nemi um 105 milljónum króna og tekjufærist hann á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Í tilkynningu Samhentra-Kassagerðar kemur fram að við sameininguna verði til leiðandi félag sem velti vel yfir tveimur milljörðum króna á ári. Einnig var undirritaður langtímasamningur um sölu á umbúðum til Icelandic Group og samstarfsfélaga. Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, Jón G. Briem lögmaður og KPMG voru til ráðgjafar um kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×