Viðskipti innlent

Elísa­bet Hanna til Bara tala

Lovísa Arnardóttir skrifar
1736951380136

Elísabet Hanna Maríudóttir hefur tekið við sem samskiptastjóri Bara tala. Í tilkynningu frá Bara tala á Linkedin segir að Elísabet Hanna komi til liðs við þau með víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og almannatengslum.

Þar kemur einnig fram að nú hafi um 100 fyrirtæki innleitt Bara tala til að aðstoða erlenda starfsfólkið sitt við að læra íslensku.

„Með fjölgun viðskiptavina er enn mikilvægara að tryggja góð samskipti og Elísabet mun gegna lykilhlutverki í því að styðja við viðskiptavini okkar og þjónustu. Við erum spennt fyrir samstarfinu og framtíðinni sem er gríðarlega spennandi fyrir fyrirtækið,“ segir í tilkynningunni.

Bara Tala er smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×