Sego eða Sarko 24. apríl 2007 06:15 Með því að kjósendur í Frakklandi völdu hægrimanninn Nicolas Sarkozy og sósíalistann Segolene Royal til að eigast við í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu 6. maí völdu þeir skýrar línur. Víglínan hefði verið öllu óskýrari ef „þriðja manni" kosningabaráttunnar, miðjumanninum Francois Bayrou, hefði haldist á því flugi sem hann náði á tímabili í aðdraganda kosninganna, er hann mældist með jafnmikið eða jafnvel meira fylgi en Royal í skoðanakönnunum, og það litlu minna en Sarkozy. Skoðanakannanir sýndu ennfremur að Bayrou ætti betri möguleika á að sigra Sarkozy í úrslitaumferðinni en Royal, sem komið hefði til af því að vinstrifylgi Royal hefði fylkt sér að baki Bayrou í úrslitaumferðinni, en fyrst að Bayrou datt út eftir fyrri umferðina má gera ráð fyrir að fylgi hans skiptist milli Sarkozy og Royal. Baráttan fram til 6. maí mun því standa um miðjufylgið. Hvort sem Sarkozy, 52 ára sonur ungverskra innflytjenda, eða Royal, 53 ára dóttir yfirmanns í hernum, nær kjöri munu þar með tímamót verða í frönskum stjórnmálum. Þau eru bæði af nýrri kynslóð franskra stjórnmálamanna, fædd eftir lok seinni heimsstyrjaldar. En þau eru býsna ólík að öðru leyti. Óhætt er að segja að mikið verk bíði nýs forseta franska lýðveldisins eftir tólf ára valdatíð Jacques Chirac. Enn hvílir skuggi óeirðanna í innflytjendaúthverfum franskra borga frá árinu 2005 yfir þjóðinni, ekkert hefur gengið að vinna á miklu atvinnuleysi og samkeppnin frá framsæknari hagkerfum eins og Kína setur þrýsting á hið fastskorðaða ríkisafskipta-hagkerfi Frakklands sem býr við mjög lítinn hagvöxt og vaxandi viðskiptahalla og opinberar skuldir. Þau Royal og Sarkozy bjóða upp á harla ólíkar uppskriftir að lausnum á vandamálum þjóðarinnar. Þótt Royal sé frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins er það Sarkozy sem hefur gert slagorðið „rof" að sínu. Sarkozy vill losa um höft hins rígbundna vinnumarkaðar og virðist reiðubúinn að fórna einhverju af þeirri félagslegu vernd sem Frakkar hafa vanizt. Hann segir 35 stunda vinnuvikuna „fáránlega" og vill skattalega hvatningu til fólks að vinna meira. Með meiri vinnu skapist meiri auður sem skapi störf. Royal vill hins vegar ekki snerta við 35 stunda vinnuvikunni og vill beita auknum ríkisútgjöldum til að ýta undir sköpun nýrra starfa. Með öðrum orðum vill hún ekki storka verkalýðsfélögunum, sem bókað er að munu ekki sitja aðgerðalaus hjá ef þeim finnst vegið að rausnarlegum réttindum fransks launafólks. Sarkozy er betur trúandi til að taka þann slag, þótt hann sé engin Thatcher og taki undir með flokksbróður sínum Chirac í andúð hans á „engilsaxneskri frjálshyggju". Sarkozy er samt yfirlýstur Bandaríkjavinur og aðdáandi efnahagsstefnu Tony Blair í Bretlandi. Þetta er hluti af þversögnunum sem einkenndu kosningabaráttuna fyrir kosningarnar á sunnudaginn. Bæði Sarkozy og Royal - eða Sarko og Sego eins og þau eru gjarnan kölluð - eiga nú á næstu dögum eftir að sýna bæði Frökkum og umheiminum fram á hvort þeirra eigi verðskuldaðra tilkall til eins valdamesta embættis Evrópu. Sarkozy og Royal eiga á næstu dögum eftir að sýna fram á hvort þeirra eigi verðskuldaðra tilkall til eins valdamesta embættis Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Með því að kjósendur í Frakklandi völdu hægrimanninn Nicolas Sarkozy og sósíalistann Segolene Royal til að eigast við í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu 6. maí völdu þeir skýrar línur. Víglínan hefði verið öllu óskýrari ef „þriðja manni" kosningabaráttunnar, miðjumanninum Francois Bayrou, hefði haldist á því flugi sem hann náði á tímabili í aðdraganda kosninganna, er hann mældist með jafnmikið eða jafnvel meira fylgi en Royal í skoðanakönnunum, og það litlu minna en Sarkozy. Skoðanakannanir sýndu ennfremur að Bayrou ætti betri möguleika á að sigra Sarkozy í úrslitaumferðinni en Royal, sem komið hefði til af því að vinstrifylgi Royal hefði fylkt sér að baki Bayrou í úrslitaumferðinni, en fyrst að Bayrou datt út eftir fyrri umferðina má gera ráð fyrir að fylgi hans skiptist milli Sarkozy og Royal. Baráttan fram til 6. maí mun því standa um miðjufylgið. Hvort sem Sarkozy, 52 ára sonur ungverskra innflytjenda, eða Royal, 53 ára dóttir yfirmanns í hernum, nær kjöri munu þar með tímamót verða í frönskum stjórnmálum. Þau eru bæði af nýrri kynslóð franskra stjórnmálamanna, fædd eftir lok seinni heimsstyrjaldar. En þau eru býsna ólík að öðru leyti. Óhætt er að segja að mikið verk bíði nýs forseta franska lýðveldisins eftir tólf ára valdatíð Jacques Chirac. Enn hvílir skuggi óeirðanna í innflytjendaúthverfum franskra borga frá árinu 2005 yfir þjóðinni, ekkert hefur gengið að vinna á miklu atvinnuleysi og samkeppnin frá framsæknari hagkerfum eins og Kína setur þrýsting á hið fastskorðaða ríkisafskipta-hagkerfi Frakklands sem býr við mjög lítinn hagvöxt og vaxandi viðskiptahalla og opinberar skuldir. Þau Royal og Sarkozy bjóða upp á harla ólíkar uppskriftir að lausnum á vandamálum þjóðarinnar. Þótt Royal sé frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins er það Sarkozy sem hefur gert slagorðið „rof" að sínu. Sarkozy vill losa um höft hins rígbundna vinnumarkaðar og virðist reiðubúinn að fórna einhverju af þeirri félagslegu vernd sem Frakkar hafa vanizt. Hann segir 35 stunda vinnuvikuna „fáránlega" og vill skattalega hvatningu til fólks að vinna meira. Með meiri vinnu skapist meiri auður sem skapi störf. Royal vill hins vegar ekki snerta við 35 stunda vinnuvikunni og vill beita auknum ríkisútgjöldum til að ýta undir sköpun nýrra starfa. Með öðrum orðum vill hún ekki storka verkalýðsfélögunum, sem bókað er að munu ekki sitja aðgerðalaus hjá ef þeim finnst vegið að rausnarlegum réttindum fransks launafólks. Sarkozy er betur trúandi til að taka þann slag, þótt hann sé engin Thatcher og taki undir með flokksbróður sínum Chirac í andúð hans á „engilsaxneskri frjálshyggju". Sarkozy er samt yfirlýstur Bandaríkjavinur og aðdáandi efnahagsstefnu Tony Blair í Bretlandi. Þetta er hluti af þversögnunum sem einkenndu kosningabaráttuna fyrir kosningarnar á sunnudaginn. Bæði Sarkozy og Royal - eða Sarko og Sego eins og þau eru gjarnan kölluð - eiga nú á næstu dögum eftir að sýna bæði Frökkum og umheiminum fram á hvort þeirra eigi verðskuldaðra tilkall til eins valdamesta embættis Evrópu. Sarkozy og Royal eiga á næstu dögum eftir að sýna fram á hvort þeirra eigi verðskuldaðra tilkall til eins valdamesta embættis Evrópu.